23.12.2010 | 01:25
Merkilegt veðurár?
Nú er árinu að ljúka. Oftast er gengið á mig síðustu daga ársins til að kreista út einhverja yfirlýsingu um það hvað hafi verið merkilegast á árinu. Fyrir áratug þurfti ég helst að grípa til neyðaryfirlýsinga og segja að árið hafi verið merkilegast fyrir það að hafa verið eitt mesta meðalár sögunnar. Er það svo ómerkilegt?
Möguleikinn á því að árið setji nýtt allsherjarhitamet má heita útilokaður. En enn er spurning um 2. til 5. sæti. Með því má fylgjast í smáatriðum á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar. Spár um hita síðustu vikuna eru mjög lausar í rásinni og skýrast væntanlega varla fyrr en á jóladag eða annan í jólum. Þá á lægð að dýpka nokkuð hastarlega í námunda við landið. Það verður með góðri aðstoð leifanna af kuldapollinum sem hefur verið að kæla okkur í dag, í gær og í fyrradag. Hver er sú aðstoð? Það má ræða síðar.
En það er ekki aðeins hiti ársins sem er nærri meti. Heldur er úrkoman einnig með allra minnsta móti um mestallt Suður- og Vesturland. Sem stendur er árið líka nærri topp-5 (botn-5?), spennandi það. En sumar spár gera ráð fyrir 60 mm úrkomu í Reykjavík til áramóta, þannig að enn er ekki víst hvort það haldi. Á Norður- og Austurlandi er staðan önnur. Merkilegast núna í desember er að nær algjör þurrkur hefur verið á Kirkjubæjarklaustri. Dæmafátt er líka úrkomuleysið í Vestmannaeyjum - og ekki furða að menn kvarti yfir öskufoki undir Eyjafjöllum. En ef til vill mun næsta vika bæta um betur - ekki eru þó allar spár sammála um það.
Svo er það snjóleysið suðvestan- og vestanlands. Sáralitlu munar að met verði slegið. Ef ekki koma fleiri en 6 alhvítir dagar til áramóta er nýtt met slegið í Reykjavík. Það er semsagt ekki alveg víst ennþá.
Og líka loftþrýstingurinn, meðaltal ársins er með því hæsta sem þekkist. En sumar spár fyrir næstu viku sýna lágan þrýsting. Við þurfum því að bíða í spenningi líka varðandi þrýstinginn. En hár þrýstingur og þurrkar eiga ekki illa saman.
Sólskinsstundafjöldi hefur líka verið langt yfir meðallagi í Reykjavík - en þar verður þó ekki um ársmet að ræða. Síðustu ár hafa líka verið mjög sólrík flest.
Kannski verður ekkert allsherjarmet sett í þessum flokkum, en að það gangi svo nærri meti í mörgum greinum verður að teljast harla óvenjulegt. Í fljótu bragði gæti 1941 verið svipað með það. Áhugamenn um stríðsrekstur vita vel um kuldana í Evrópu á þeim hlýindaárum hér.
Og að árið sé það 15. í röð í Reykjavík með hita yfir meðallagi er eiginlega með ólíkindum. Ámóta hlýindaraðir hafa verið í gangi í nágrannalöndunum þar til að 2010 slær út í kulda. Hvað skyldi gerast hér á næsta ári?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 70
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 1972
- Frá upphafi: 2438783
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 1808
- Gestir í dag: 62
- IP-tölur í dag: 62
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það má einnig bæta því við að árið gæti hugsanlega orðið það heitasta á heimsvísu, en það er að sjálfsögðu óvissu háð enn um sinn. Halldór Björnsson skrifaði ágæta grein um líkurnar á því á loftslag.is, Og árið verður… í byrjun nóvember. Í síðustu athugasemd sinni, sem gerð var núna 20. desember orðaði hann þetta þannig:
Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.