17.12.2010 | 01:06
Háloftin um hádegi 16. desember 2010
Myndin sýnir hita og vindhraða yfir Keflavíkurflugvelli um hádegi 16.12. 2010.
Lóðrétti ásinn sýnir hæð yfir jörð í metrum. Efst er háloftaritinn kominn upp í meir en 25 km hæð. Neðri lárétti ásinn og blái ferillinn sýna hita. Næst jörð er 4 stiga frost, en hæst uppi er það 67 stig.
Við sjáum að hiti fellur lítið eða ekki neitt á bilinu 2 til 4 km. Þar eru mikil hitahvörf. Neðan þeirra er kalda loftið sem skall á okkur í dag en ofan hitahvarfanna er en fremur hlýtt. Neðan 2 km og ofan við um 5 km fellur hiti um nærri 1 stig á hverjum 100 metrum (10 stig á kílómetra). Þetta hitafall er kallað þurrinnrænt og er merki um að loft sé vel blandað. Sáralítil blöndun á sér hins vegar stað í hitahvörfunum.
Í um 11 km hæð hættir hiti að falla jafnhratt og fellur síðan lítið þar til kemur upp í 18 til 20 km hæð. Þar sem hitafallið hættir eru veðrahvörfin en ofar erum við uppi í heiðhvolfinu. Á þessum árstíma er ástandið í heiðhvolfinu ekki alveg eins og það á að sér að vera. Venjulega hækkar hiti með hæð þegar komið er í um 20 km vegna þess að óson dregur í sig sólargeislana og þar með hitnar loftið. En yfir háveturinn er ekkert sólskin á norðurslóðum og hitabreytingar með hæð verða með öðrum hætti en venjulega. Fjöllum e.t.v. um það merkilega mál síðar.
Vindhraðaferillinn á myndinni er rauður og efri lárétti ásinn sýnir hraðann. Við sjáum að vindur vex með hæð og að vindurinn sér í þessu tilviki hitahvörfin ekki vel. Vindhraðinn nær hámarki í veðrahvörfunum og er það mjög algengt. Hámarkið er hér 140 hnútar (nálægt 72 m/s).
Um þær mundir sem athugunin var gerð var að hvessa svo um munaði á Suðausturlandi. Svo virðist sem fjallabylgjur hafi séð til þess að ná orku niður úr háloftastrengnum. Það gengur einna best þegar svipuð eða sama vindátt er frá jörð og upp í strenginn.
Auðvelt er að fylgjast með ástandinu í háloftunum á brunni Veðurstofunnar og þar má einnig sjá háloftaathuganir frá Keflavík (2-svar á dag) og Egilsstöðum (1-sinni á dag). Hefðbundin háloftarithafa þann mikla kost fram yfir myndina hér að ofan að sjá má fjölmörg atriði í einni sjónhendingu á sama ritinu, hita, raka, vindharða, vindstefnu, auk mættishita, stöðugleika og fleira.
Þótt hvössum vindi sé spáð á landinu á morgun (föstudag) er það annar háloftastrengur sem sér um þann vind.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.3.): 311
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 2270
- Frá upphafi: 2450712
Annað
- Innlit í dag: 276
- Innlit sl. viku: 2023
- Gestir í dag: 268
- IP-tölur í dag: 265
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Geri nú ráð fyrir að það vefjist fyrir mörgum ólærðum lesendum hvernig lesa beri úr háloftakortunum á brunni Veðurstofunnar. Engar skýringar eru við þau af neinu tagi. Þó lesa megi ýmislegt um háloftakort á netinu og í bókum væri samantekt á þessu á íslensku, miðuð við kortin á brunninum, vel þegin og hlýtur að vera nauðsynleg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2010 kl. 11:44
Skýringar á 300-hPa-kortunum eru á vef Veðurstofunnar. Þykktarkortin eru skýrð að nokkru í viðhengi með pistli mínum frá því í haust. Vonandi koma skýringar á öðrum kortum síðar. Annars lærist fyrst og fremst á þau með því að fletta nógu lengi og mikið.
Trausti Jónsson, 19.12.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.