5.12.2010 | 01:19
Dagalágmörk í desember
Þetta er systurfærsla þeirrar um hámörkin sem birtist hér fyrir tveimur dögum. Línuritin eru þau sömu nema hvað nú er fjallað um lágmarkshita. Betri samfella er í mælingum á lágmarki heldur en hámarki. Stafar það aðallega af því að hámarksmælar brotna mun oftar en lágmarksmælarnir og á árum áður þegar danska veðurstofan sá um mælingar hér á landi tók langan tíma að endurnýja mælana ef þeir eyðilögðust. Svipað var uppi á teningnum síðar, langt var til Reykjavíkur. Hins vegar eru lágmarksmælarnir vitlausari en aðrir mælar - en ekki meira um það.
Hér vekur sitthvað eftirtekt. Hallatala leitninnar er -0,5 stig á áratug. Hallatala hámarkshitaleitninnar var hins vegar +0,5°C/áratug. Hámark og lágmark virðast því leita til sitthvorar áttar. Leitnin á þessari mynd virðist þó vera minni heldur en á hámarksmyndinni (frá í fyrradag). Hér kemur að grundvallaratriði við lestur línurita: Horfa verður á kvarðana. Á hámarksmyndinni eru 16 stig milli hæsta og lægsta gildis, en hér eru þau 40, hallinn virðist því minni hér þótt hann sé í raun sá sami.
Næsta sem vekur athygli er að hæstu gildin flest eru í upphafi, kringum 1875. Það stafar af því að engar stöðvar voru þá inn til landsins. Þetta lagaðist eftir 1880 og þá dettur lágmarkið niður í eitthvað sem kalla má eðlilegt. Það hækkar um aldamótin - án þess að stöðvakerfið breytist svo mjög og gæti því verið raunveruleg hlýnun. Árin um og upp úr 1930 eru líka há, þá var hlýtt. En þó verður að taka vara við hæsta gildinu, -6,9 stigum á Kollsá í Hrútafirði 13. desember 1933.
Við nánari skoðun er líklegt að þetta geti ekki staðist. Kollsá er ekkert sérstaklega líklegur staður á þessum árstíma og auk þess kemur í ljós að tvær mjög lágmarksgæfar stöðvar þessi árin vantar í skrána. Á Grænavatni við Mývatn féllu athuganir niður og af einhverjum ástæðum komust Grímsstaðir á Fjöllum ekki í Veðráttuna þennan mánuð og eru því ekki í þeirri skrá sem hér liggur til grundvallar. Ástæða er fyrir mig að athuga þetta nánar. En þess má geta að þessi ákveðni desembermánuður er sá hlýjasti um mestallt land og einnig á Grímsstöðum á Fjöllum, sá eini þar með meðalhita yfir frostmarki.
Síðan lækkar í línuritinu eftir 1970, sennilega vegna kólnunar. Á síðustu 15 árum eiga hálendisstöðvar í óbyggðum mánaðametin í 9 tilvikum. Til greina kom að sleppa þeim alveg í þessari athugun sem aðallega er gerð til gamans. En hlýindi síðustu ára sjást ekki á línuritinu. Desember 2002 var álíka kraftaverkamánuður og albróðir hans 1933. Þá mældist lægsta lágmark í byggð -12,5 stig á Torfum í Eyjafirði og í Möðrudal, mesta frost mánaðarins á landinu mældist í Þúfuveri, -17,5 stig. Rétt er að benda á það að þar sem snjóar mjög mikið minnkar fjarlægð hitamælis frá yfirborði og við það kann lágmark að verða lægra en ella hefði veri..
En hin myndin:
Hér er lægsti hiti hvers dags í byggð í desember eins og vitað er um. Tímabilið fyrir 1920 hefur ekki verið þaulleitað, en þar sem lægsti hiti sem mælst hefur á landinu í desember er frá því fyrir þennan tíma var ákveðið að hafa það með. Það gerðist í Möðrudal þann 9. árið 1917. Það var merkilegur mánuður - inngangur að þeim fræga janúar 1918 og kallaður hefur verið frostaveturinn mikli. Hámarksþrýstimet desember er einnig úr þessum mánuði - ég mun vonandi gera því skil eftir nokkra daga.
Í viðhenginu er listi yfir dagalágmörkin - í byggð. Vara verður að hafa á einu dagametanna, því frá þeim 4. 1936. Þá mældist hiti á Skriðulandi í Skagafirði -21,9 stig - lægsti hiti þann dag að því er skráin sýnir. Metið þann 5. er frá Grímsstöðum í sama mánuði, 1936, hugsanlegt er að lágmark á þeim stað daginn áður liggi í leyni í skránum. Það verður að athuga nánar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 61
- Sl. sólarhring: 516
- Sl. viku: 3184
- Frá upphafi: 2429712
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 2648
- Gestir í dag: 53
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ef veðrið var athuga í des. 1933 á Grímsstððum og veðurbækurnar eru til væri full ástæða til að athuga lágmarkshitann þar þennan desember úr því að talan eins og hún stendur þarf nú endilega að vera hæsta landslágmark fyrir alla desembermánuði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2010 kl. 16:01
Ég þarf að athuga Grímsstaðagögnin frá 1933 og 1936 og geri það næstu daga.
Trausti Jónsson, 5.12.2010 kl. 23:33
Við athugun á frumgögnum kom í ljós að lægsta lágmark á Grímsstöðum á Fjöllum í desember 1933 var -10,6 stig (þ.13.). Lágmarksmælirinn var mjög vitlaus en þetta er samt líkleg tala. Í desember 1936 var mest frost á Grímsstöðum -29,5 stig eins og stendur í Veðráttunni (þ.3.), en sama dag var hiti í Möðrudal -31,0 stig. Lægsta tala þann 4. í þessum mánuði er -25,0 stig í Möðrudal, en af einhverjum ástæðum birtust þessar tölur ekki í Veðráttunni, e.t.v voru þær taldar rangar. Það bíður betri tíma að greina það. Sama dag var lágmark í Reykjahlíð við Mývatn -24,5 stig og er rétt að gera það að lægsta hita sem mælst hefur þann 4. desember í stað þeirra -21,5 sem mældust á Skriðulandi og voru í skránni í viðhenginu.
Trausti Jónsson, 6.12.2010 kl. 11:50
Og eftir sem áður er þetta, -10,6°, hæsti lágmarkshiti á landinu í nokkrum desember frá og með 1880.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.12.2010 kl. 23:05
Já, en ef við miðum eingöngu við byggð, munaði litlu í desember 2002, -12,5 var þá lægsta gildið - eins og getið var um í pistlinum.
Trausti Jónsson, 7.12.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.