2.12.2010 | 00:42
Giskað á árshita í Stykkishólmi
Nú eru 11-mánuðir liðnir af árinu og einn eftir. Nóvember var heldur rýr hvað hita snerti, en menn segja hann samt vera viðunandi. Það er nefnilega enn möguleiki á árshitameti. Ég læt aðra bloggara alveg um að velta vöngum yfir Reykjavíkurhitanum að þessu sinni og vona að þeir haldi því áfram sem lengst. En hér er ætlunin að líta á möguleikana í Stykkishólmi.
Meðalhiti fyrstu 11 mánaða ársins þar er 5,76 stig. Við notum tvo aukastafi til gamans rétt eins og menn gera mun á þúsundustuhlutum úr sekúndu í Formúlunni. Þetta er það næsthæsta sem vitað er um í Hólminum, við þykjumst í þessu tilviki hafa gögn aftur til 1823. Ellefu fyrstu mánuðir ársins 2003 voru lítillega hlýrri, með 5,90°C. Fylgnin milli 11-mánaða hitans og árshitans er hvorki meira eða minna en 0,9833 - en það er svo gott að Alþjóðaveðurfræðistofnunin og fleiri aðilar hafa tekið upp þann ósið að gefa út fréttatilkynningar um ársmeðalhitann strax í byrjun desember. (Svo heyrir maður ekki nærri eins mikið um endanlegar tölur).
En lítum á línurit:
Myndin er í betri upplausn í meðfylgjandi pdf-skjali, sjá viðhengið.
Hér má sjá umrætt samband og jöfnu bestu línu í gegnum punktaþyrpinguna. Ef við setjum töluna 5,76 inn í jöfnuna fæst út ágiskunin 5,33°C fyrir árshitann. Metárið 2003 var hann 5,41°C. Munurinn er aðeins 0,08 stig. Við getum líka giskað öðru vísi, t.d. með því að reikna út hver meðalmunur er á 11-mánaða hitanum og árshitanum. Þá fáum við út töluna 0,37°C. Sú ágiskun yrði 5,39°C eða 0,02 stig undir metinu. Það ár sem stóð sig best á endasprettinum var 2002, enda var desember það ár fádæma hlýr. Slíkur endasprettur myndi skila árinu 2010 upp í nýtt met.
Á myndinni sjáum við eitt ár skera sig úr - langt neðan við línuna. Þetta er hið fræga ár 1880, sem virtist fram á haust ætla að setja met fyrir 19. öldina. Slíkur endasprettur myndi skila okkur niður í 4,62 stig - sem er reyndar býsna hlýtt, 1,1 stigi ofan meðallagsins 1961-1990.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 260
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 1822
- Frá upphafi: 2452928
Annað
- Innlit í dag: 247
- Innlit sl. viku: 1689
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Blessaður Trausti
Á Eyjafréttum.is birtist þessi frétt í gær frá Siglingastofnun:
"Óvenjulega þrálátar suðaustanáttir undanfarna mánuði hafa valdið breytingum á ströndinni umhverfis Landeyjahöfn sem eru afar óhagstæðar fyrir rekstur ferjuhafnarinnar. Öldufarsathuganir á árabilinu 1958–2009 sýna að tíðni suðaustlægra ölduátta undanfarið er óvenjulega há og er því full ástæða til að ætla að þær breytingar verði að suðvestlægar áttir verði ríkjandi við Landeyjasand á ný."
Þessu fullyrðingar finnst mér ekki standast hjá Siglingastofnun. Geturðu komið með einkvað sem sýnir hvað áttir eru ríkjandi í og við Vestmannaeyjar?
Pálmi Freyr Óskarsson, 2.12.2010 kl. 09:48
Mér sýnist að niðurstöður bresku sérfræðinganna séu í grunninn fengnar úr svokallaðri „endurgreiningu“ Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa. Þessi greining er yfirleitt talin áreiðanleg. Veður hvers dags í greiningunni býr til „sýndaröldur“ og ég veit til þess að þeim ber nokkuð vel saman við þær raunverulegu. Betri greining hefur ekki verið gerð sem nær yfir jafn langan tíma. Ég hef um nokkurt skeið fylgst með breytileika vindátta á landinu og þar á meðal á þessu svæði. Ég renni hins vegar blint í sjóinn með það hvort þær tölur hafa eitthvað með sandburð með suðurströndinni að gera - það er ekki fyrirfram víst. En ég skrifa ef til vill eitthvað almennt um þetta síðar.
Trausti Jónsson, 2.12.2010 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.