Desemberhiti í Stykkishólmi í 200 ár

Nú er desember að hefjast. Við byrjum á því að líta á hitahegðun hans í rúm 200 ár. Fyrst var mælt í Stykkishólmi í desember 1845 og eldri tölur því ágiskaðar eftir mælingum annars staðar. Rétt er að taka þær ekki allt of hátíðlega, sérstaklega fyrir 1830. Fáeina mánuði vantar alveg.

desemberhiti-sth

Hér sést mikill breytileiki. Hlýjasti desembermánuðurinn var 1933, með 4,0 stig, en sá kaldasti var 1880, -7,9 stig. Kaldasti desember á síðari áratugum var 1973 - eftirminnilegur mánuður. Þá hélt maður að nú væri veðurfarið endanlega gengið aftur til 19. aldar. En afturhvarfið var fremur til tímabilsins 1893 til 1920. Sú tilfinning að öllum hlýindaskeiðum væri lokið stóð nokkuð lengi, eiginlega til aldamótanna síðustu, þó mikil hlýnun ætti sér stað víðast hvar annars staðar í heiminum.

Leitni alls tímabilsins sýnist vera 0,9 stig á öld, en varlegt er að taka slíkar tölur bókstaflega og ekki má nota það til spádóma um framtíðina. Bláa línan sýnir aðalatriði breytinganna. Allhlýtt var milli 1840 og 1850, sérstaklega 1849, 1850 og 1851. Síðan aftur um 1930 og áfram, lítið er um snögg stökk.

Hlýjustu 10 árin í desember eru þau frá 1937 til 1946 og 2000 til 2009, þessi tvö tímabil eru jafnhlý. Nú er spurning hvað desember 2010 gerir. Hann byrjar í afskaplega óþægilegri stöðu, fyrirstöðuhæð nálægt Suður-Grænlandi. Þá ganga lítil háloftalægðadrög hvert á fætur öðru til suðausturs um Ísland. Í augnablikinu er gert ráð fyrir 4 slíkum á næstu 7 dögum, það síðasta á að vera veigamest. Ómögulegt er að segja til um hvort eitthvert þeirra nær að grípa kalda loftið í íshafinu með sér suður um Ísland í leiðinni eða hvort öll verði yfirleitt til. Við bíðum spennt næstu daga.

Fádæma hlýtt hefur verið á Vestur-Grænlandi, hiti mun hafa komist í yfir 15 stig í Nuuk fyrir nokkrum dögum. Nóvember var 5 stigum yfir meðallagi í Nuuk og meir en 7 stigum yfir meðallagi í Syðri-Straumfirði, þar sem hiti komst einnig yfir 15 stig, en meðaltal nóvember er -12 stig. Nóvember var sá kaldasti í Noregi síðan 1919. Yfirlit Veðurstofunnar um nóvember kemur vonandi 1. desember.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1049
  • Sl. sólarhring: 1112
  • Sl. viku: 3439
  • Frá upphafi: 2426471

Annað

  • Innlit í dag: 936
  • Innlit sl. viku: 3092
  • Gestir í dag: 908
  • IP-tölur í dag: 841

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband