Mikill hitamunur - einnig færsla úr metabókinni

Nú er mikill munur á hita eftir landshlutum. Fyrr í kvöld, kl. 22, mældist hiti í Möðrudal -23,2 stig, en á sama tíma var hiti í Bolungarvík 3,6 stig í plús. Munurinn er tæp 27 stig. Ef til vill má finna hærri samtímamun þessa klukkutímana og ef tekinn er hámarks- og lágmarkshiti klukkustunda sést munur upp á tæp 28 stig. Þetta er ekki algengt, en er samt algengara nú en var á árum áður. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nú mæla mun fleiri stöðvar hita en áður og sömuleiðis þéttar. Líkur á að hámarksmunur hitti á athugun er því nokkru meiri en áður.

Hvert er svo metið? Ég verð að játa að ég hef ekki lúsleitað, en það mesta sem ég finn við einfalda leit er hitamunurinn á milli Stórhöfða í Vestmannaeyjum annars vegar og Möðrudals hins vegar kl. 9 að morgni 15. mars 1962. Þá var hiti við frostmark (0,0°C) á Stórhöfða, en -32,0 stig í Möðrudal. Hér skal endurtekið að um samtímamun er að ræða - ekki munur á hámarks- og lágmarkshita stöðvanna þennan dag.

Hér er veðurkort þessa morguns úr endurgreiningarsafninu mikla (sjá texta neðan korts - þökkum fyrir það). Athugið að línurnar eru jafnhæðarlínur 1000 hPa-flatarins. Hverjir 40 metrar jafngilda 5 hPa, 200-línan á kortinu er því 1025 hPa jafnþrýstilínan.

150362kort 

Þessi marsmánuður var mjög óvenjulegur. Hæð var yfir Grænlandi mestallan mánuðinn og úrkoma var nær engin um allt Suður- og Vesturland, úrkoma mældist aðeins 2,3 mm í Reykjavík og 2,5 mm í Stykkishólmi - engin úrkoma mældist á Stóra-Botni í Hvalfirði. Ég man vel eftir veðrinu þennan mánuð og er eiginlega enn með rykbragðið í munninum. Þessa daga í kringum þ.15. var eins og hæðin ætlaði ekki að gefa sig, mikill bliku- eða gráblikubakki var dag eftir dag á suðvesturhimni og ætlaði aldrei að komast nær. Um þann 20. kom einn dagur með blindþoku og ýrði aðeins úr. Það var mikill léttir, en síðan tók norðaustanáttin við að nýju, ekki alveg jafn vonleysisleg og fyrr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 239
 • Sl. sólarhring: 444
 • Sl. viku: 2003
 • Frá upphafi: 2349516

Annað

 • Innlit í dag: 221
 • Innlit sl. viku: 1813
 • Gestir í dag: 219
 • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband