28.11.2010 | 01:29
Dæmigerð vetrarhringrás yfir landinu
Nú ríkir mikið háþrýstisvæði á stóru svæði við Ísland og Grænland. Loftþrýstingur komst meira að segja upp fyrir 1040 hPa - það er býsna mikið. Vindur er lítill við miðju háþrýstisvæða enda setur snúningur jarðar skorður við mjög kröppum hæðasnúningi í stórum þrýstikerfum, geymum það.
Núningur milli vinds og yfirborðs jarðar veldur því vindur nærri yfirborði blæs nær aldrei samsíða þrýstilínum heldur undir horni, misstóru í átt til lægri þrýstings. Í hæðarhring (sólarsinnis snúningur) blæs vindur því út frá hæðarmiðjunni. Í staðinn fyrir það loft sem leitar út kemur loft að ofan í staðinn. Loft á niðurleið hlýnar og ský eyðast. Þess vegna er úrkoma oftast lítil í hæðum og í námunda við hæðabeygjur. Þar sem vindur er oftast hægur og hlýtt loft er á niðurleið fyrir ofan verða til kjöraðstæður fyrir myndun hitahvarfa. Neðan þeirra getur mengun safnast fyrir og jafnvel þokuslæðingur.
Allt þetta á sér þó undantekningar því háþrýstisvæði eru aldrei alveg stöðug - en látum slíkt eiga sig. Hægur vindur og bjart veður gefur tilefni til þess að áhrifaþættir sem oftast eru duldir fá að njóta sín. Þar á meðal er lóðrétt hringrás sem landið skapar. Loft kólnar yfir hálendi og víðáttumiklu flatlendi á láglendi. Það leitar undan halla í átt til sjávar.
Svo hagar til hér á landi að bjartviðri er algengara í norðanátt heldur en sé áttin sunnanstæð. Þess vegna set ég lítilsháttar norðanátt í myndardæmið hér að neðan.
Kortagrunnur eftir Þórð Arason, Bláu örvarnar tákna kalt loft sem streymir út frá landinu til allra átta. Í þessu tilviki er norðaustanáttin (grænar örvar) veik og nær ekki að hreinsa kalda loftið burt og bjart veður er yfir mestöllu landinu. En þar sem afstreymið frá landi mætir norðaustangolunni verður til samstreymisbelti. Yfir þvi leitar loft upp og él vilja gjarnan myndast við ströndina þótt bjart sé í sveitum. Oft munar þá miklu á hita, t.d. við utanverðan Eyjafjörð annarsvegar og inni í sveitinni hins vegar. Stöku sinnum getur snjóað talsvert í útsveitunum við þessi skilyrði.
Þegar landloftið á Suðvesturlandi og í Borgarfirði kemur út yfir sjó minnkar núningur snögglega milli þess og yfirborðsins og vindhraði eykst lítillega, segja má að kalda loftið missi fótanna um stund. Þá verður til mjótt niðurstreymissvæði og ef ský eru til staðar leysast þau upp, oftast eru reyndar engin ský í landáttinni hvort sem er.
Menn mættu gefa þessum smáatriðum gaum, vegna þess að landið hefur þessi sömu áhrif þegar þrýstilínur eru þéttari og smáatriði vilja týnast. Þegar vindur stendur á land af hafi vex núningur og uppstreymi vill myndast, þegar hann stendur af landi minnkar núningur og niðurstreymi myndast.
En núverandi hæð ætlar að gerast býsna óvenjuleg og mjög spennandi verður að sjá með hvaða hætti hún gefur eftir. Þrýstingur er þegar farinn að lækka lítillega. Norðanáttin austan hæðarinnar veldur kuldum á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu þessa dagana. Það er líka spennandi að fylgjast með þeim.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 431
- Sl. sólarhring: 618
- Sl. viku: 2226
- Frá upphafi: 2413246
Annað
- Innlit í dag: 403
- Innlit sl. viku: 2003
- Gestir í dag: 399
- IP-tölur í dag: 391
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Afar áhugavert Trausti! Gleiðstreymið er vitanlega sérlega áberandi á Suðurlandi, en líka Í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar og ef maður tínir til frekari smáatriði á Úthérað einnig heima þarna. Fer þó eftir styrkir NA-áttar, en í stöðu eins og þessari má frekar tala um N- eða jafnvel NV-átt, sem eykur þá frekar á gleiðstreymi lofts á Austurlandi út Hérað (og einnig niður Vopnafjörð ef út í það er farið) !
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 28.11.2010 kl. 10:52
Þakka þér fyrir Einar. Það fer auðvitað eftir vindáttinnni hvar niðurstreymis af þessu tagi gætir.
Trausti Jónsson, 29.11.2010 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.