19.11.2010 | 00:27
Hlýtt er á Íslandi - miðað við landfræðilega breidd
Ég held mikið upp á það sem kalla má landafræði lofthjúpsins. Ekki er þetta formleg fræðigrein en spannar hins vegar vítt svið, allt frá barnaskólalærdómi um árstíðaskiptin yfir í svæsnustu fræðigreinar um hringrás lofts og sjávar.
Flestir vita að hér á landi er mjög hlýtt miðað við það að landið er á 65° norðlægrar breiddar, rétt við heimskautsbauginn nyrðri. Ein ástæðan er sú að landið er umkringt sjó sem geymir í sér varma sumarsins og mildar veturinn. Þegar kemur að því að fara nánar út í þá sálma dýpkar á skýringum og verður loks að flækju sem fræðingar deila um á síðum vísindarita. Látum það gott heita - í bili alla vega. En við getum alla vega litið á punktarit sem sýnir eina staðreynd málsins.
Á láréttum ás myndarinnar má sjá breiddarstig, 20 gráður norður eru lengst til vinstri, en norðurpóllinn lengst til hægri. Lóðrétti ásinn sýnir ársmeðalhita. Svörtu punktarnir sýna ársmeðalhita á 87 veðurstöðvum víða um norðurhvel jarðar. Gögnin eru úr meðaltalssafni Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) fyrir tímabilið 1961-1990. Við tökum strax eftir því að mjög gott samband er á milli breiddarstigs stöðvanna og ársmeðalhitans. Ef við reiknum bestu línu gegnum punktasafnið kemur í ljós að hiti fellur um 0,7 stig á hvert breiddarstig norður á bóginn.
Það má taka eftir því að á köldustu stöðinni er ársmeðalhitinn nærri mínus 20 stigum, ívið kaldara en hér er talið hafa verið á ísöld. Á þeirri hlýjustu er meðalhitinn um 27°C. Spönnin er um 47 stig. Hver skyldi hafa verið halli línunnar á ísöld?
Punktarnir ofan línunnar eru staðir þar sem hlýrra er en breiddarstigið eitt segir til um. Reykjavík er meðal þeirra. Sjá má að ársmeðalhitinn er um 6°C hærri en vænta má og svipaður og er að jafnaði á 55°N. Hafið (eða hvað sem það nú er) flytur Reykjavík 9° til suðurs í ársmeðalhita.
Í viðhenginu (textaskrá) er taflan frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni. Þar má finna nöfn stöðva - sum kunna að vera ókunnugleg - en einnig er þarna staðsetning, breidd, lengd og hæð yfir sjó. Síðan eru bæði janúar- og júlíhitameðaltöl fyrir þá sem vilja meiri upplýsingar. Þeir geta þá leikið sér að því að búa til myndir fyrir mánuðina tvo.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 930
- Sl. viku: 2327
- Frá upphafi: 2413761
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2146
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mig hefur alltaf langað til að koma til Eureka og Fergana.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.11.2010 kl. 01:57
Eru ekki til sambærilegar upplýsingar um meðalvind og úrkomu fyrir veðurstöðvar um heiminn?
Árni Davíðsson, 19.11.2010 kl. 11:20
Þetta er athyglisvert.
En eitt á ég erfitt með að átta mig á; ef ársmeðalhitinn á 90. breiddargráðu er -20c, hvernig getur þá hlýnun upp á 2 gráður sett allt úr skorðum þarna norðurfrá?
Svo held ég að það sé smá innsláttarvilla hjá þér Trausti, þegar þú segir "Hafið (eða hvað sem það nú er) flytur Reykjavík 9° til norðurs í ársmeðalhita." Væntanlega á að standa "til suðurs", ekki satt?
Kv.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2010 kl. 16:03
Þakka innsláttarábendinguna Gunnar - gott að einhver les þetta með athygli. Allt úr skorðum er kannski fullmikið sagt, en það munar samt um 2 gráður þegar sú breyting tekur til margra áratuga. Hún nægir t.d. til að bræða alla jökla á Íslandi nema á hæstu fjöllum. Jöklar á þriggja breiddargráða bili á Grænlandi breytast úr því að bráðna aðeins að neðan yfir í það að kelfa, hafís þynnist, sumarið lengist, sífrerajafnvægi raskast og svo framvegis og síðan eru óbeinu áhrifin. En þetta nýja ástand þarf að standa lengi, 20 ár nægja ekki. Náttúrulegar sveiflur frá ári til árs og áratugum til áratuga eru enn stærri. Það er ákveðið öfugmæli að þar sem búist er við mestum breytingum vegna hlýnunar er jafnframt erfiðast að sýna fram á að hún eigi sér stað. Þrátt fyrir mikla hlýnun á síðustu áratugum er hún ekki enn orðin marktæk á norðurslóðum. Ekki er alveg víst að við lifum það.
Árni. Sambærilegar upplýsingar eru til um úrkomu, það er hins vegar nokkurt pillerí að taka þær til. Taflan sem fylgdi með pistlinum varð ekki til alveg fyrirhafnarlaust. Upplýsingar um meðalvind eru erfiðari, hann er svo ofboðslega staðbundinn.
Sigurður: Það kostar væntanlega ekki mjög mikið að fara til Fergana, en Eureka er í dýrari kantinum.
Trausti Jónsson, 19.11.2010 kl. 16:55
Ástæðan fyrir að ég spyr er að ég hef áhuga á að bera saman vindhraða á Íslandi við önnur lönd. Þá fyrst og fremst höfuðborgarsvæðið. Ég hef tekið eftir því að meðalvindhraði hefur minnkað á Bústaðavegi frá 1949 til 2009. Hann var yfir 6 m/s árin eftir 1949 en er rúmir 4 m/s síðustu ár. Á því eru væntanlega nokkrar skýringar. Meiri byggð og meiri trjágróður. Sennilega hafa aðstæður við Bústaðaveg breyst og stöðin jafnvel verið færð til og mæliaðferðir breyst?
Árni Davíðsson, 21.11.2010 kl. 23:22
Þrjár ástæður eru fyrir lækkandi vindhraða í Reykjavík. Í fyrsta lagi hefur trjágróður í Reykjavík aukist mjög, ekki síst í Öskuhlíð þar sem vestanáttin blés óhindruð inn að veðurstöðinni en þarf nú að fara yfir allstórt svæði með trjágróðri. Trjágróður hefur einnig aukist í öðrum áttum, nú síðustu 2- árin er trjágróður farinn að vaxa mjög nærri mælingareitnum. Í öðru lagi hefur í raun og veru verið ívíð hægviðrasamara síðustu árin en áður var. Í þriðja lagi var skipt um gerð vindhraðamælis í maí 2000, þriggja ára samanburður sýndi að gamli mælirinn mældi meiri vind en sá nýi. Allt þetta hefur dregið úr vindhraða í Reykjavík. Lækkun vindhraða er ekki alveg jafn áberandi á flugvellinum, en mælingar þar eru því miður ekki samfelldar. All þetta veldur þeirri lækkun sem þú minnist á.
Trausti Jónsson, 22.11.2010 kl. 00:00
Einhversstaðar sá ég því haldið fram að trjágróðurinn í Heiðmörkinni, hafi aukið sumarhitann mælanlega í Reykjavík í austan áttum.
Það er ekki órökrétt.... eða hvað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.11.2010 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.