Á míósenskeiđinu

Mér hefur aldrei liđiđ sérstaklega vel ţegar ég hugsa til míósenskeiđsins. Ég ćtti sennilega ađ láta ţađ vera ađ skrifa um ţađ en hér er alla vega stutt yfirlit um veđurfar tímabilsins. Míósen er heiti á ţví bili jarđsögunnar sem nćr yfir tímann frá ţví um 23 milljón árum síđan fram til 5,3 milljón ára síđan. Ólígósenskeiđiđ var nćst á undan, en plíósen kemur nćst á eftir.

miosen

Ágćtt er til liđsjónar ađ horfa á mynd af súrefnissamsćtuvikum á tímabilinu, en ţađ er taliđ gefa til kynna magn ferskvatns sem bundiđ var í jökulís á hverjum tíma. Ekki er ţó alveg beint samband ţar á milli. Lóđrétti kvarđinn á myndinni sýnir vikiđ, takiđ eftir ţví ađ kvarđinn er öfugur, ţví hćrra sem samsćtuhlutfalliđ er ţví meiri ís er bundinn og ţví kaldara hefur líklega veriđ. Rauđa línan er sett  nćrri núverandi jökulmagni - mest af ţví er á Suđurskautslandinu.

Viđ sjáum ađ sveiflur í samsćtuvikinu eru býsna stórar. Ţess vegna má telja líklegt ađ ísmagn hafi veriđ mjög breytilegt. Taliđ er ađ fyrir rúmum 20 milljón árum hafi fyrst orđiđ vart íss viđ Norđur-Atlantshaf en lengst af var ţó mjög hlýtt á ţeim slóđum sem og víđast hvar í heiminum. Eyđimerkurmyndun tók verulega viđ sér í Asíu. Hiđ gamla Miđjarđarhaf - Tethys - lokađist ađ austanverđu. Ţađ sem eftir varđ er kallađ Paratethys og náđi um allt svćđiđ ţar sem nú er Svartahaf, Kaspíahaf, Aralvatn og enn austar. Ţetta haf minnkađi mjög á míósen.

Árekstur Indlands viđ Asíu var fullum gangi og bćđi Himalajafjöll og Tíbethásléttan uxu mjög. Ţá jókst mjög veđrun á ţví svćđi og batt hún mikiđ magn koltvísýrings úr lofthjúpnum. Hásléttan fór einnig ađ hafa áhrif á bćđi meginhringrásina og monsúnhringinn. Hlýindi á míósen náđu hámarki fyrir 14 til 17 milljónum ára. Elstu jarđlög á Íslandi ná e.t.v. í enda ţessa tímaskeiđs. Um tíma varđ yfirborđssjór hlýrri en veriđ hafđi frá lokum eósen, nćrri 20 milljón árum áđur. Umtalsverđ saltsjávarmyndun átti sér ţá stađ í norđanverđu Indlandshafi.

Á miđmíósen fyrir um 13 til 14 milljónum ára náđist loks varanleg tenging Atlantshafs og Norđuríshafs og um svipađ leyti byrjađi kólnun ađ ná sér á strik. Norđurdjúpvatn barst ţá til suđurhafa. Núverandi djúpsjávarhringrás fór af stađ í ađalatriđum og jókst binding koltvísýrings einnig af hennar völdum. Ţó var enn mun hlýrra í djúphöfum en nú á tímum og kuldahveliđ ekki eins öflugt og nú er.

Ţegar kólnunin komst í gang mynduđust loks varanlegir jökulskildir á Suđurskautslandinu austanverđu. Hlýtt var á Íslandi og uxu hér suđrćnar trjátegundir svipađar ţeim sem nú vaxta viđ austurströnd Bandaríkjanna.

Fyrir um 11 milljón árum hafđi kólnađ nokkuđ (sjá myndina) og frá ţeim tíma eru elstu menjar um ađ jöklar hafi náđ allt til sjávar viđ norđanvert Atlantshaf. Upp frá ţví hefur ísborinn sandur, möl og grjót (ísamöl) fundist langt frá landi - ţó í mun minna mćli en áđur var. Meginjökull Grćnlands hafđi ţó ekki myndast, en fyrsti stórjökull á Grćnlandi virđist hafa orđiđ til á köldum skeiđum síđmíósentímans fyrir um 7 til 10 milljónum ára. Sennilega var Grćnland ţó lengst af án stórjökuls, ţótt jöklar hafi veriđ á háfjöllum.

Fleiri jöklar fóru ađ taka viđ sér. Til dćmis eru fyrstu merki um stóran jökul í Patagóníu syđst í Suđur-Ameríku frá ţví um 7 milljónum ára. Stórir jöklar mynduđust einnig í Alaska á ţessum tíma og suđurskautsjökulhvelin stćkkuđu.

Súrefnissamsćtumćlingar benda til ţess ađ jöklar hafi á köldum skeiđum ţessa tíma náđ meiri útbreiđslu en nú er. Ţar sem ljóst er ađ stórhvel mynduđust ekki á norđurhveli utan Grćnlands á ţessum tíma hljóta Suđurskautsjöklar ađ hafa veriđ stćrri. Djúpsjór sem myndađist í suđurhöfum var um 5°C um ţetta leyti. Á tímabilinu fyrir 5 til 6 milljónum ára var hafís farinn ađ láta á sér krćla í Norđur-Íshafi, óvíst er hvort ađeins var um vetrarís ađ rćđa og ţá ađeins á köldum skeiđum. Líklega var jökull á hćstu fjöllum á Íslandi, ţađ fer ţó eftir ţví hversu há ţau voru - veit ţađ einhver?

Ţá kemur ađ mjög einkennilegum atburđi - Miđjarđarhafiđ ţornađi upp.

Í viđhengi eldri bloggfćrslu er fjallađ um samsćtumćlingar, ţar er einnig vitnun í greinina sem myndin hér ađ ofan byggir á.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir ţetta!

Fáum viđ fróđleiksmola um uppţornun Miđjarđarhafsins? Spennandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 12:46

2 Smámynd: Mofi

Ađ menn skuli gefa svona hugarburđum nöfn er alveg magnđ... ađ kalla ţetta fróđleiksmola er út í hött, á miklu meira skyllt viđ frođu. Ţađ vćri ađ minnsta kosti gáfulegt ađ tala um ágískanir og ályktanir á mjög litlum gögnum í stađinn fyrir svona fullyrđinga stíl.

Mofi, 8.11.2010 kl. 14:20

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Sorglegt ađ fyrirmyndar bloggsíđa um veđur sé menguđ af athugasemd trúarofstćkismanns sem kallar samansafnađa ţekkingu í fornveđurfrćđi hugaarburđ.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.11.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kom Móses kannski eitthvađ viđ sögu viđ ţornun Miđjarđarhafsins … eđa var ţađ Rauđahafiđ?

Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2010 kl. 16:39

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir fćrsluna. Merkilegt ţegar fólk hafnar rannsóknum og mćlingum vísindamanna af trúarlegum og/eđa hugmyndafrćđilegum ástćđum, eiginlega bara sorglegt...

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 18:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi kallinn telur jörđina vera 6000 ára og eđlilegt ađ ţađ ergi hann ađ sjá svo há ártöl. Hann hefur enga ţekkingu né grunn til ađ gera athugasemdir hér nema Biblíuna.  Bible says it. I believe it. That settles it.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 20:23

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst ađ allir eigi ađ hunsa svona athugasemd, sem augljóslega á ekki heima hér. Ég held ađ Trausti sé ekki ađ kalla eftir rökrćđum um trúmál eđa ţróunarkenninguna, heldur einungis ađ miđla af sinni ţekkingu.

En fínt ađ athugasemd Mofa birtist, ....samt

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2010 kl. 21:42

8 Smámynd: Guđmundur Benediktsson

http://theflatearthsociety.org 

Guđmundur Benediktsson, 17.11.2010 kl. 22:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d
  • w-blogg090825c
  • w-blogg090825b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 50
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1621
  • Frá upphafi: 2491708

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband