Úr október inn í nóvember og - hver verđur ársmeđalhitinn 2010?

Október veit ekkert um nóvemberhitann. Hins vegar vitum viđ ađ hér í Reykjavík kólnar ađ međaltali um 2,9 stig milli ţessara mánađa. Ţađ er rétt tćplega 0,1°C á dag. Venjulega gerist ţađ í einhverjum tilviljanakenndum stökkum frekar en jafnt og ţétt.

Hitabreyting_okt-nov_rvk

Myndin sýnir hitabreytingu milli október og nóvember í Reykjavík frá 1866 til 2009. Ekki sést nein langtímaleitni. Breytingar á veđurfari hafa ekki aflagađ ţennan hluta árstíđasveiflunnar. Međ góđum vilja má ţó sjá sitthvađ á myndinni. T.d. hefur kólnunin milli mánađanna fariđ minnkandi síđustu áratugina og ef viđ hefđum ađeins ţann hluta myndarinnar myndum viđ draga ţá ályktun ađ minna kólni milli mánađanna međ hćkkandi ársmeđalhita (veđurfarsbreytingar?). Ţađ styđur ţá ályktun ađ munurinn var minni á fyrra hlýskeiđi, frá 1925 til 1965 heldur en á kuldaskeiđinu sem síđan tók viđ. En - munurinn var ámóta mikill (eđa lítill) á ţeim hluta 19. aldar sem viđ sjáum á myndinni. Sem sagt - engar marktćkar langtímabreytingar. 

Ţađ er hins vegar athyglisvert ađ 10 sinnum var nóvember hlýrri en október (mest 1987) og einu sinni (1882) kólnađi um 8 stig milli mánađanna.  

Í tilefni af ţví hversu hlýtt áriđ hefur veriđ til ţessa hef ég talsvert veriđ spurđur ađ ţví hvort áriđ verđi methitaár í Reykjavík. Mér finnst allaf dálítiđ óţćgilegt ađ gefa út spádóma af ţessu tagi - ţegar tveir mánuđir (rúmir) eru eftir af árinu. Sannleikurinn er hins vegar sá ađ mjög góđ fylgni er á milli hitans fyrstu 10 mánuđina og árshitans. Er hún ţađ góđ ađ hćgt vćri ađ sleppa mćlingum afgang ársins? Nei ekki alveg, en sé litiđ á allan tímann frá 1870 hefur langoftast munađ minna en 0,4 stigum á raunveruleikanum og spá sem gerđ er út frá hitanum fyrstu 10 mánuđi ársins.

Ađeins einu sinni hefur spáin lent í algjörri klessu. Ţađ var haustiđ 1880. Áriđ hafđi veriđ hlýtt, sumariđ fádćma hlýtt en haustiđ kaldara. Síđan kom kaldur nóvember og desember međ ólíkindum. Ţá var međalhitinn í Reykjavík -6,9 stig!

En hvernig er ţá ástandiđ nú? Október er nú ekki alveg búinn ţannig ađ ég lćt ađra um ađ gera spána, en hér er reynslujafnan fyrir ţá sem vilja sjálfir setja tölurnar inn:

Ársmeđalhiti (áćtlađur) = -0,411 + 0,937 x [međalhiti fyrstu 10 mánađa árs] 

Takiđ eftir mínustölunni á undan 0,411. Útkoman - ja - hún er spennandi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Miđađ viđ ţađ sem október stefnir í ţá fć ég út jöfnun á hitametinu frá 2003 útfrá ţessari jöfnu en ţađ er í samrćmi viđ óvísindalegri ađferđ sem ég hef notađ. Á dagskránni hjá mér er ađ skođa ţetta eftir mánađarmót okt/nóv eins og undanfarin ár.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Emil. Ég er ekkert viss um ađ ţín ađferđ sé svo mikiđ óvísindalegri en sú sem ég bendi á, en ég hef notađ hana til ađ búa til ársmeđalhita fyrir veđurstöđ ef einhverja mánuđi vantar svo illa ađ vart sé annarra kosta völ - vilji mađur árshitann. Hún er reyndar víđa notuđ í slíkum ađstćđum, en fleiri einnig. Ég á formúlur sem ţessa fyrir öll mánađatímabil framan af ári. Ekkert vit er í ađ áćtla árshitann fyrr en mars er liđinn, en síđan batnar áćtlunin smátt og smátt og eftir ađ september er liđinn er áćtlunin - oftast - ansi góđ. Hún er ţó varla svo góđ ađ hún geti rađađ í metsćti međ fullri vissu, en örin er alla vega enn á réttri leiđ í mark.

Trausti Jónsson, 30.10.2010 kl. 01:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 40
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 2487
  • Frá upphafi: 2434597

Annađ

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 2209
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband