Metlægð yfir Minnesota

Veðurnörd hafa undanfarna daga fylgst af áhuga með lægðarmyndun yfir Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum dögum hrukku þau upp við að verið var að spá metlágþrýstingi á meginlandi Norður-Ameríku. Lægðin olli ekki vonbrigðum og hefur alla vega sett nýtt lágþrýstimet fyrir stór svæði í Bandaríkjunum. Þrýstingur í lægðarmiðju fór niður í um 955 hPa (enn er verið að safna tölum) í Minnesota. Minnast menn þess að síðastliðinn vetur voru lágþrýstimet slegin víða vestan Klettafjalla þegar óvenju djúp lægð gekk yfir á þeim slóðum. Lágþrýsti- og háþrýstimet eru alltaf merkileg.

Ágætt yfirlit um atburðinn nú er að finna hjá einum helsta veðurbloggara Bandaríkjanna Jeff Masters á Wunderground. Hér er tengill beint á umfjöllun hans:

http://www.wunderground.com/blog/JeffMasters/article.html?entrynum=1674

Flestir veðuráhugamenn fylgjast reglulega með bloggi Jeff, en það fær mín bestu meðmæli. Sömuleiðis er annar mjög athyglisverður pistill uppi hjá nágranna Jeff á wunderground, Christopher C. Burt. Þar skrifar hann um keppinauta um heimsmetið í hámarkshita og trúverðugleika þeirra.

http://www.wunderground.com/blog/weatherhistorian/article.html?entrynum=3

Burt er höfundur ágætrar bókar um metaveður, Extreme Weather heitir hún. Þetta er skyldueign metafíkla. Áherslan er á Bandaríkin en fjölmörg önnur met eru í bókinni. Pantið hana strax ef þið eigið hana ekki.

Burt er ásamt öðrum manni, Maximilliano Herrera, í einskonar metahreinsunarherferð í heiminum. Herrera er líka með metasíður, bæði í eigin nafni og á Wikipedíu. Svo á að heita að alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) sé líka að vinna að hreinsunarmálum og er með eigin metanefnd sem heldur úti metasíðu stofnunarinnar:

http://wmo.asu.edu/

Þar má einnig sjá upplýsingar um nefndina og skipan hennar ef smellt er á viðeigandi tengil á metasíðunni. Sannleikurinn er auðvitað sá að sannleiksnefnd þessi er heldur þung í vöfum - eins og fleira hjá hinum þörfu samtökum WMO. Burt og Herrera hafa unnið miklu hraðar en nefndin í hitametamálunum eins og sjá má af skrifum þeirra. Alþjóðaveðurfræðistofnunin er einhver þarfasta undirstofnun Sameinuðu Þjóðanna og hefur komið fjölmörgum málum til leiðar. Aldrei má vanmeta það. Veðrið þekkir engin landamæri. En eins og flestar aðrar alþjóðastofnanir ... (nóg um það).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bírókratið lætur ekki að sér hæða

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hefði ekkert á móti því að eiga sumarbústað i Dauðadal. Maður myndi þá kynnast alvöru hitabylgjum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2010 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 22
 • Sl. sólarhring: 147
 • Sl. viku: 1795
 • Frá upphafi: 2347429

Annað

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 1552
 • Gestir í dag: 22
 • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband