Metlćgđ yfir Minnesota

Veđurnörd hafa undanfarna daga fylgst af áhuga međ lćgđarmyndun yfir Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum dögum hrukku ţau upp viđ ađ veriđ var ađ spá metlágţrýstingi á meginlandi Norđur-Ameríku. Lćgđin olli ekki vonbrigđum og hefur alla vega sett nýtt lágţrýstimet fyrir stór svćđi í Bandaríkjunum. Ţrýstingur í lćgđarmiđju fór niđur í um 955 hPa (enn er veriđ ađ safna tölum) í Minnesota. Minnast menn ţess ađ síđastliđinn vetur voru lágţrýstimet slegin víđa vestan Klettafjalla ţegar óvenju djúp lćgđ gekk yfir á ţeim slóđum. Lágţrýsti- og háţrýstimet eru alltaf merkileg.

Ágćtt yfirlit um atburđinn nú er ađ finna hjá einum helsta veđurbloggara Bandaríkjanna Jeff Masters á Wunderground. Hér er tengill beint á umfjöllun hans:

http://www.wunderground.com/blog/JeffMasters/article.html?entrynum=1674

Flestir veđuráhugamenn fylgjast reglulega međ bloggi Jeff, en ţađ fćr mín bestu međmćli. Sömuleiđis er annar mjög athyglisverđur pistill uppi hjá nágranna Jeff á wunderground, Christopher C. Burt. Ţar skrifar hann um keppinauta um heimsmetiđ í hámarkshita og trúverđugleika ţeirra.

http://www.wunderground.com/blog/weatherhistorian/article.html?entrynum=3

Burt er höfundur ágćtrar bókar um metaveđur, Extreme Weather heitir hún. Ţetta er skyldueign metafíkla. Áherslan er á Bandaríkin en fjölmörg önnur met eru í bókinni. Pantiđ hana strax ef ţiđ eigiđ hana ekki.

Burt er ásamt öđrum manni, Maximilliano Herrera, í einskonar metahreinsunarherferđ í heiminum. Herrera er líka međ metasíđur, bćđi í eigin nafni og á Wikipedíu. Svo á ađ heita ađ alţjóđaveđurfrćđistofnunin (WMO) sé líka ađ vinna ađ hreinsunarmálum og er međ eigin metanefnd sem heldur úti metasíđu stofnunarinnar:

http://wmo.asu.edu/

Ţar má einnig sjá upplýsingar um nefndina og skipan hennar ef smellt er á viđeigandi tengil á metasíđunni. Sannleikurinn er auđvitađ sá ađ sannleiksnefnd ţessi er heldur ţung í vöfum - eins og fleira hjá hinum ţörfu samtökum WMO. Burt og Herrera hafa unniđ miklu hrađar en nefndin í hitametamálunum eins og sjá má af skrifum ţeirra. Alţjóđaveđurfrćđistofnunin er einhver ţarfasta undirstofnun Sameinuđu Ţjóđanna og hefur komiđ fjölmörgum málum til leiđar. Aldrei má vanmeta ţađ. Veđriđ ţekkir engin landamćri. En eins og flestar ađrar alţjóđastofnanir ... (nóg um ţađ).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bírókratiđ lćtur ekki ađ sér hćđa

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hefđi ekkert á móti ţví ađ eiga sumarbústađ i Dauđadal. Mađur myndi ţá kynnast alvöru hitabylgjum!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.10.2010 kl. 01:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

 • w-blogg111119c
 • w-blogg111119b
 • w-blogg111119a
 • w-blogg04119a
 • w-blogg031119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.11.): 132
 • Sl. sólarhring: 178
 • Sl. viku: 1551
 • Frá upphafi: 1850156

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 1337
 • Gestir í dag: 101
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband