Nokkur nóvembermet, hćsti hiti

Ţá er ađ búa sig undir metavaktina í nóvember. Ekki er ţađ ţó ţannig einhver met séu í spánum nćstu daga. Hćsti hiti sem mćlst hefur á landinu í nóvember er 23,2 stig, en sú ótrúlega háa tala kom fram á sjálfvirku stöđinni á Dalatanga 11. nóvember 1999. Mannađa stöđin á sama stađ skráđi hámarkiđ 22,7 stig í athugun kl.9 ađ morgni ţess 12. En hiti var hćstur kvöldiđ áđur eins og á sjálfvirku stöđinni. Á mönnuđum stöđvum er hámarkshiti nú athugađur tvisvar á dag, kl. 9 og 18.

Örfáum dögum eftir ađ metiđ var sett á Dalatanga, ţann 19., gerđi ađra hitabylgju og féllu ţá stöđvamet víđa um land og hiti komst yfir 20 stig á nokkrum stöđvum á Norđur- og Austurlandi. Nóvembermet 59 sjálfvirka stöđva eru sett ţennan dag. Nóvembermet Reykjavíkur eru frá ţessum degi, sjálfvirka stöđin á veđurstofutúninu náđi 13,2 stigum, en 12,6 stig mćldust á mönnuđu stöđinni. Ţennan óvenjulega dag mćldist hámarkiđ í Bolungarvík 17,8 stig. Reykjavík á varla möguleika í ţađ, en mér finnst ađ Reykjavík eigi ađ geta betur en 13 stig. Viđ eigum inni ađ minnsta kosti 14 stiga hámark í nóvember. - Hvenćr sem ţađ nú verđur.

Á Akureyri er nóvemberhámarkiđ 17,6 stig, skrifađ á 3. nóvember 1964. Sennilega varđ hiti hćstur ađ kvöldi 2. Ég er ekki međ gögn viđ höndina til ađ fastsetja ţađ. Talan er í hćrra lagi miđađ viđ nálćgar stöđvar ţennan sama dag, en hiti fór ţó lítillega hćrra á metastađnum Dalatanga. En viđ megum taka eftir ţví ađ hiti yfir 15 stigum í nóvember er óvenjulegur.

Gömul mćling er prentuđ í Veđráttunni, 17,4 stig á Víđistöđum í Hafnarfirđi 19. nóvember 1945. Ţessi tala var slegin af í nćsta ársyfirliti enda örugglega röng.

Áhugasamir geta fundiđ hćsta hita hvers dags í nóvember í textaviđhengi. Sennilega er hćgt ađ opna ţađ međ excel, en sjálfgefiđ er oftast notepad eđa wordpad. Ţađan er auđvelt ađ afrita í excel til nánari skođunar.

Elsta metiđ í listanum eru 17,8°C ţ. 17. og var sett í Fagradal í Vopnafirđi 1933. Tími kominn á ţađ, en tölurnar nćstu tvo daga á undan, ţ.15. og 16. eru lćgri (15,2 og 15,5 stig) og ţeir dagar eru ţví líklegri fórnarlömb nýrra meta.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Morgunhámarkiđ ţ. 3. nóv. 1964 á Akureyri var skráđ 15,5° en kl. 15 ţann dag voru 11,8° (hćst á athugunartíma) en hámark kl. 18 skráđ 17,6°. Er ţetta svindl?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 31.10.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţarfnast alla vega nánari skođunar. Ég kíki betur á ţetta eftir helgi.

Trausti Jónsson, 31.10.2010 kl. 01:52

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Tek eftir ađ á Seyđisfirđi er í Veđráttunni mestur hiti 27. og 28. 1958 skráđur 15,3° en ţarna á listarnum eru 14,5° hćst á landinu ţ. 28.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 31.10.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu ţakkir Sigurđur, ég athuga máliđ.

Trausti Jónsson, 31.10.2010 kl. 16:56

5 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú hef ég athugađ Akureyrarmáliđ frá 1964 betur. Svo virđist ađ ţađ ţurfi ađ slátra meintu meti í beinni útsendingu. Talan 17,6 stendur í raun og veru í hámarksdálkinum í skýrslubókinni kl.17. Síritandi hitamćlir var einnig í skýlinu á Akureyri, hann fór ekki upp fyrir 12,0 stig ţennan dag. Metiđ er ţví nćrri örugglega vitleysa, hámarkiđ er trúlega 12,5 stig. Svo vill til ađ nćsthćsta nóvembertalan á Akureyri er nćrri ţví hin sama, 17,4 stig, áriđ 2004, ţannig ađ ekki ćtti ađ setja hroll ađ Akureyringum viđ slátrunina. Einhver önnur stöđ tekur ţá trúlega metiđ fyrir ţann 3. Hver ţađ verđur kemur bara í ljós. Ţ. 27. september 1958 var 15 stiga hiti á Seyđisfirđi kl.21, engin ástćđa til ađ efast um ţađ. Hámarkshitinn var á sama tíma lesinn 15,2 (leiđrétting +0,1°). Sami hámarkhiti var mćldur kl. 8 nćsta morgun. Ţetta er ţví dćmi um svonefnt tvöfalt hámark og ţví leiđinlegt ađ láta ţađ stela hćsta hitanum ţ. 28. frá Akureyringum sem ţegar eru í sárum vegna 17,6 stiganna sem nefnd voru hér ađ ofan.

Trausti Jónsson, 1.11.2010 kl. 23:07

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hlaut ađ vera. Aldrei fundist ţetta Akureyrarmet sannfćrandi. Ekki gaman núna hjá Norđlendingunum. Og nú fyllist ég sannri Ţórđargleđi. ''Skratti vćri nú gaman ađ sjá, hvernig ţeir taka sig út núna, greyin''. En mikil fádćma hugarfarsspilling er nú ţetta í manni!  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 2.11.2010 kl. 18:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 1533
  • Frá upphafi: 2348778

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 1337
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband