20.10.2010 | 00:25
Ólígósenskeiðið og kuldahvelið
Hvoru tveggja framandi nöfn. Ólígósenskeiðið hófst fyrir um 34 milljónum ára og lauk 11 milljónum árum síðar. Í upphafi skeiðsins urðu afdrifaríkar breytingar á veðurfari, einar þær mestu sem vitað er um. Í ensku hefur orðið aberration verið notað um nokkrar skyndibreytingar á veðurfari á nýlífsöld. Í ensk-íslenskri orðabók Máls og menningar eru þýðingar gefnar: 1. Frávik eða afbrigði frá því sem er rétt, heilbrigt, eðlilegt eða venjulegt. 2. Stundarbilun á geði, augnabliks óráð. Getum við þýtt þetta sem veðurlagsrof? Ég held það sé rétta orðið, veðurlagið rofnar skyndilega og eitthvað allt annað tekur við.
Í upphafi Ólígósen þykjast menn geta greint um 400 þúsund ara langt skeið sem var kaldara en öll önnur sem vitað er um næstu tugmilljónir ára á undan. Ekki er fráleitt að kalla það fyrsta jökulskeiðið þó sennilega hafi hiti þá verið svipaður og nú er. Miklu hlýrra var áður. Eftir þetta kaldasta skeið hlýnaði nokkuð aftur, en hiti hélst þó lágur mestallt Ólígósen og mun lægri en áður og eftir.
Um þessar mundir (þó alls alls ekki skyndilega) opnaðist djúphaf milli Ástralíu og Suðurskautslandsins og við það hætti hlýr hafstraumur úr norðri að gæla við austurhluta þess síðarnefnda. Sjávaryfirborð kólnaði þá mjög í suðurhöfum. Mikil umskipulagning virðist hafa orðið á hringrás heimshafanna og lífræn framleiðni sjávar jókst. Djúpsjór kólnaði um víða veröld (um 5 stig) og við það varð til eða styrktist mjög svokallað kuldahvel (psychrosphere) í höfunum og hefur það sennilega verið til samfellt síðar (sjá neðar). Djúpsjórinn hefur trúlega eingöngu orðið til í suðurhöfum.
Jökulhvel mynduðust í fyrsta sinn á Suðurskautslandinu og svo virðist sem hin mestu þeirra hafi stóran hluta ólígósenskeiðsins verið litlu minni að heildarrúmmáli en nú er. Líklegt er þó að eðlið hafi ekki verið alveg hið sama. Þar sem sjávarhiti hélst talsvert hærri um mestalla jörð en nú er má telja líklegt að úrkoma á suðurskautsjöklum hafi verið talsvert meiri en nú og ekki var þar alveg jafnkalt.
Hér er talað um jökulhvelin í fleirtölu því nær fullvíst er að skiptst hafi á hlýskeið með engum hvelum, en aðeins háfjallajöklum, og kuldaskeið með talsvert stórum hvelum. Þetta er álíka gangur og hefur verið viðloðandi á norðurhveli um langa hríð. Engir jöklar að ráði voru á norðurhveli á Ólígósen nema háfjöllum. Undir lok skeiðsins gekk kólnunin að miklu leyti til baka og ís fór aftur að hverfa af Suðurskautslandinu. Skýringar eru ekki þekktar en á þessum tíma urðu miklar breytingar á landaskipan víða um heim.
Kuldahvelið
Heimshöfin eru nú mjög köld, jafnvel í hitabeltinu þar sem yfirborðssjór er mjög hlýr. Aðeins nokkur hundruð metra undir 27°C hlýju yfirborði er hitinn kominn niður í 10°C og neðar er hann ekki nema 1°C til 4°C. Þar sem hitinn fellur mest er kallað hitaskiptalag (thermocline). Undir því komum við niður í kuldahvelið sem ég kýs að kalla svo og er bókstafleg þýðing á orðinu psychrosphere.
Reikna má út að ef engin samskipti væru milli yfirborðs og undirdjúpa myndu hin síðarnefndu hlýna um 1°C á hverjum 6 þúsund árum vegna hitauppstreymis/leiðni úr jarðskorpunni. Tölur um hitastreymið eru að vísu nokkuð misvísandi en flestir virðast fallast á að það sé yfirleitt á bilinu 20 til 60 milliwött á fermetra þar sem hveravirkni er engin. Ef djúpin fengju að vera í friði myndu þau hitna í 10°C á nokkrum tugþúsundum ára. Kuldahvelið þarf því sífelldrar endurnýjunar við og er það kæling yfirborðs ásamt seltuskiljun við hafísmyndun sem sjá um þá endurnýjun.
Djúpsjór hefur verið að kólna hægt og bítandi mestalla nýlífsöld. Kuldahvelið hefur orðið sífellt öflugra.Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 13
- Sl. sólarhring: 215
- Sl. viku: 2311
- Frá upphafi: 2413975
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 2126
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Stórfróðlegt og skemmtilegt. Allt of margir virðast enn trúa því að núverandi loftslag sé eitthvað eðlilegt og sjálfsagt, sem alltaf hafi verið. Loftslagið er og hefur alltaf verið mjög breytilegt, en mest alla milljarða ára sögu jarðarinnar hefur verið miklu hlýrra en nú. Menn virðast oft ekki skilja að hlýjan er vinur alls sem lifir, en kuldinn hættulegasti óvinurinn. Ef loftslag nú er að hlýna eitthvað smávegis aftur til lengri tíma á að taka því fagnandi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 20.10.2010 kl. 12:20
Takk fyrir stórskemmtilegan pistil, en varðandi nýyrðasmíði þína, Trausti.
Ágætis orð "veðurlagsrof", en ertu ekki að leita langt yfir skammt? Er ekki bara einfaldast að segja; "veðurlagsfrávik"?
Það er heldur tilgerðarlausara
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 23:21
..... en segir jafnframt meira
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 23:28
.... jafnvel helmingi meira.
Orðið "frávik" er samsett orð úr tveimur, en "rof" er bara eitt orð. "Rof" merkir að einhver samfella eða lína rofnar um lengri eða skemmri tíma. "Frávik" getur verið beygja eða hliðarspor út úr hefðbundnu ferli, án þess að um eiginlegt sambandsslit sé að ræða, heldur einungis "frávik" frá hinu venjulega.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 23:38
Þakka þér fyrir Gunnar. Frávik er ágætt orð, en mér finnst það ekki eiga við í þessu tilviki þar sem það er í svo almennri notkun. Orðið „stökk“ kæmi til greina eða „hnik“ en ég hef reynt þau bæði og mér finnst „rof“ skást. Það verður síðan að koma í ljós hvað lifir. Fræðimenn hafa notað hugtakið climatic aberration um þessi miklu frávik, stökk, hnik eða rof á nýlífsöld. Það hugtak er hins vegar notað um lítið annað. Stundum þarf tilgerðarlegt orðalag til að undirstrika að eitthvað sérlega óvenjulegt er á ferðinni.
Trausti Jónsson, 21.10.2010 kl. 00:12
Já, og svo er þetta kannski "bara" smekksatriði
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 00:30
Orðaval er oftast smekksatriði - síðan berjast orðin fyrir tilverurétti sínum, sum verða undir og önnur ofaná. Stundum skíttapa fín orð - en skítaorð verða ofan á. Ég á reyndar ekki von á að fjallað verði um veðurlagsrof í upphafi ólígósen í mörgum textum á íslensku - kannski engum til viðbótar þessum.
Trausti Jónsson, 21.10.2010 kl. 00:39
En hvernig var veðráttan á okkar slóðum þegar Ísland fór að myndast fyrir 14 miljónum árum?. Og hvernig var hún á ísöld? Og fram að landnámi eftir ísöld og og svo áfram eftir landnám. Um þetta ættu veðurfræðingar að skrifa fyrir fólk ekki síður en um gróðurhúsaáhrifn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 05:50
Ég vona að ég komi lauslega að þeim tímaskeiðum sem Sigurður minnist á síðar og á talsvert á lager þar um. Ítarlegar skýringar eru þó erfiðar fyrir þann miðil sem bloggið er. Kl. 5:50 - er sá tími til í sólarhringnum?
Trausti Jónsson, 21.10.2010 kl. 11:52
Aldrei þessu vant vaknaði ég kl. hálf fimm vegna einhvers þrusks og leiðindahljóða. Hélt það kæmi að utan en það reyndist þá vera inni í eyranu á mér. Nú er tvennt til: Annað hvort er að byrja að grafa í eyranu eða eitthvað eða ég er að missa þessa litlu glóru sem eftir var í mér!
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 12:45
Kannski er lítil mús að fela sig fyrir Mala
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.