Tíðni illviðra af mismuandi vindáttum

Hægt er að flokka illviðri á áttir á ýmsan hátt. Hér eru fyrst valdir út dagar þar sem að minnsta kosti 15% athugana dagsins hafði vindhraða meir en 17m/s. Síðan var meðalvindátt (vigurvindur) reiknaður fyrir þessar athuganir. Niðurstöðunni skipt á 8 áttir áttavitans, n, na, a, sa, s, sv, v, nv. Þá kemur eftirfarandi mynd í ljós:

 Skipting_illividra-d8

Heildarfjöldi illviðra á árabilin 1949 til 2002 er settur 100 prósent. Við sjáum að nærri fjórðungur veðra er úr norðaustri (tvöfalt fleiri en slembival myndi gera). Bæði norðan- og austanveður eru einnig mörg: Suðvestanveður eru einnig algeng. Langsjaldgæfustu veðrin eru af norðvestri og suðaustri. Ég tel að við sjáum hér annars vegar áhrif Grænlands en vindur hefur tilhneigingu til að liggja samsíða ströndum þess en ekki þvert á þær. Og hins vegar hina norðaust-suðvestlægu legu fjallahryggja og dala á Íslandi.

Mikilla norðvestanstorma gætir helst allra norðaustast á landinu en þá sjaldan þau ná til annarra landshluta verða snjóalög óvenjuleg. Suðaustanátt er geysilega skæð á sumum svæðum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 1073
  • Sl. viku: 2734
  • Frá upphafi: 2426591

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 2437
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband