Samanburđur á illviđrum - almenn lausmćlgi 2

Ţegar listar um helsta tjón af völdum veđurs eru skođađir 140 ár aftur í tímann koma breytingar á tjónnćmi í ljós. Ţađ hefur mjög breyst eftir mannfjölda, atvinnuháttum og samgönguvirkni. Sömuleiđis fer ţađ eftir verđmćti eigna, frágangi ţeirra, en einnig eftir stöđunni í björgunar- og slysavarnamálum.

Fyrir 140 árum eđa svo voru miklar breytingar ađ eiga sér stađ í ţjóđfélaginu. Í hinu eldra ţjóđfélagi voru fénađarhöld mikilvćgari en flest annađ. Mjög tilfinnanlegt tjón gat orđiđ vegna ţess ađ fé hraktist til bana í hríđarbyljum á öllum árstímum eđa í fóđurskorti í hörđum vorum. Sömuleiđis urđu oft miklir mannskađar á sjó, sérstaklega á vetrarvertíđinni. Ţau veđur sem mestu tjóni ollu á ţessum tíma myndu e.t.v ekki öll skora mjög hátt á veđralistum nútíma sem eingöngu byggjast á vindhrađamćlingum.

Á síđari hluta 19. aldar jókst útgerđ stórlega. Ţá varđ úthald í gangi lengri tíma ársins en áđur hafđi veriđ og bátar urđu stćrri. Sömuleiđis jókst umferđ kaupskipa viđ landiđ mjög. Ţetta olli ţví ađ oft urđu nú miklir skađar bćđi á vondum hafnarlegum víđa um land og mikiđ tjón varđ á bátum á legum og í uppsátrum. Tjón vegna brima á haustin er mikiđ á ţessum tíma.

Um 1900 varđ algengara ađ fariđ var ađ hrófla upp hlöđum og byggingum úr timbri. Kirkjubyggingar urđu viđameiri. Fok á timburhúsum af öllu tagi verđur áberandi og tjón oft mikiđ. Sjóskađar halda áfram af engu minni tíđni en áđur. Sumir ţeirra eru reyndar ekkert tengdir veđri.

Samfara aukinni útgerđ var fariđ ađ byggja bryggjur ţó hafnarađstađa vćri léleg. Tjón á bryggjum og á húsum viđ ţćr vex samfara ţessari ţróun. Vetrarútgerđ eykst um land allt, fleiri eru á bátum. Ţrátt fyrir betri hlöđu- og útihúsabyggingar er tjón á slíkum húsum einnig mikiđ. Bárujárnsfok vex í beinu hlutfalli viđ aukningu bárujárnsnotkunar. Símalínur fara ađ slitna, ţví tíđar eftir ţví sem ţćr eru lengri. Rafmagnslínur bćtast síđan viđ.

Ţorp og ţéttbýlisstađir teygja sig út frá malareyrum og upp í hlíđar, viđ ţađ vex skriđu- og snjóflóđatjón. Sambýli viđ ofanflóđ virđist síđan hafa náđ einhverju jafnvćgi ţar til ör vöxtur hljóp í byggingar eftir miđja öldina. Ţá jókst ţađ ađ nýju.

Á fyrri hluta aldarinnar er nokkuđ algengt ađ menn verđi úti. Fjölgun slíkra tilvika virđist ekki vera mikil - alla vega miđađ viđ mannfjöldaţróun. Hrakningum fólks á bifreiđum fjölgar, bifreiđar teppast i hópum. Hrakningar í tómstundaleiđöngrum svosem skíđaferđum aukast.

Ţótt framfarir yrđu snemma í hafnamálum virđast margar hafnir hafa veriđ illa varđar fram undir síđustu áratugi. Mikiđ var ţá um tjón í höfnum ţegar illviđri gerđi. Bílar fóru ađ fjúka af vegum, ekki sér fyrir endann á aukningu slíkra atburđa. Betri vegir auka hrađa og umferđ ţannig ađ tjónnćmi gagnvart hvassviđrum hefur aukist talsvert miđađ viđ ţađ sem áđur var. Bćtt upplýsingagjöf mun ţó vinna eitthvađ á móti.

Miklar og kostnađarsamar línuskemmdir upp úr 1970 ollu ţví ađ línuhönnun batnađi stórlega og tjón minnkađi. Ţá urđu einnig mikil járnfoksveđur sem ollu gríđarlegu tjóni, byggingastađlar voru ţá bćttir. Ţađ virđist hafa skilađ einhverjum árangri.

Betri búnađur, slysavarnir og betri veđurspár fóru ađ skila árangri varđandi sjóslys og fćkkađi ţeim ađ mun ţegar leiđ undir lok 20. aldar. Skipulögđ viđbrögđ voru hafin gegn ofanflóđatjóni. Mikil breyting varđ til batnađar í hafnamálum og hefur tjón í höfnum stórminnkađ. Sóknarmynstur til sjávar hefur einnig breyst.

Spurning er ţví hvernig bera eigi saman norđanofviđri sem gerđi t.d. í októberbyrjun 1896 viđ annađ mikiđ veđur í október 2004. Bćđi ollu tjóni, fjárskađar veigamestir 1896 en 2004 bar mest á járnplötufoki og miklum skemmdum á bifreiđum - hvorugt var til stađar 1896. Sauđfé miklu betur variđ 2004.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst eiginlega kominn tími til ţess ađ einhver fari ađ ţakka fyrir ţennan mikla fróđleik, sem birtist á ţessum "hungurdiskum" sem höfundur kýs ađ kalla svo. Engum er ljósara en ţeim, sem hafa stundađ heimildavinnu og heimildaleit, hversu mikil vinna getur legiđ ađ baki tiltölulega stuttum og gagnorđum texta. Vonast bara eftir ađ eiga ţess kost ađ lesa og njóta fleiri fróđleiksmola frá höfundi. Kćrar ţakkir.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 14.10.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka hlýjar kveđjur Ţorkell. Ég vona ađ ţessi törn endist eitthvađ áfram.

Trausti Jónsson, 15.10.2010 kl. 01:13

3 identicon

Sammála ţeim sem skrifar hér ađ ofan, mjög flott og fróđlegt blogg hjá ţér kćri frćndi. Ég var einmitt ađ hugsa ţađ sama og hann, hvađ ţađ hlyti ađ vera mikil vinna ađ baki hverrar fćrslu. Bestu kveđjur til ţín :)  

Oddný Kristín

Oddný Kristín Guđmundsdóttir (IP-tala skráđ) 15.10.2010 kl. 13:22

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Tek undir hér fyrir ofan, frábćrt ađ fá svona fróđlega pistla. Takk fyrir.

Höskuldur Búi Jónsson, 15.10.2010 kl. 14:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 25
 • Sl. sólarhring: 80
 • Sl. viku: 1493
 • Frá upphafi: 2356098

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 1398
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband