Samanburður á illviðrum - almenn lausmælgi 1

Stundum fæ ég spurningar um hver séu mestu illviðri sem orðið hafa hér á landi. Jú, eitthvað má segja um það en sannleikurinn er sá að ekki er létt að bera þau saman - hlið við hlið. Eiga menn við þau verstu á einhverjum veðurfræðilegum kvarða eða eiga menn við þau verstu miðað við tjón? Hvor kvarðinn um sig er heldur ekki einfaldur. Landið hefur verið sæmilega þakið veðurathugunum í um það bil 80 ár þannig að svo má heita að hægt sé að gera samanburð um það tímabil, en eldri veður eru erfiðari viðfangs.

Tjónkvarði er heldur ekki einfaldur því tjón ræðst ekki aðeins af mætti veðursins heldur líka þoli þess eða næmi sem fyrir því verður. Fárviðri sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið veldur því miklu meira tjóni heldur en veður af sama afli getur valdið á Langanesi. Búsetuþróun og breytingar á atvinnuháttum skipta einnig miklu máli. Skaðaveður eru þannig samsett úr tveimur þáttum, annars vegar hinum veðurlæga (styrkur, útbreiðsla, tímalengd) en hins vegar því sem ég kýs að kalla tjónnæmi (þau verðmæti sem fyrir veðrinu verða, ástand þeirra og afturbati).

Tjónnæmi kemur talsvert við sögu í umræðum um veðurfarsbreytingar. Stundum er því t.d. haldið fram að tíðni eða afl hitabeltisfellibylja muni aukast þegar fram líða stundir vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Ekki ætla ég að dæma um hvað rétt er í þeim efnum, en þær tölur sem nefndar eru virðast oft vera tilfærðar á einhverju prósentubili, t.d. 2 til 5% tíðniaukning á nokkrum áratugum. Látum það gott heita.

Þegar þróun tjónnæmis er skoðuð blasir málið öðruvísi við. Á velmektarárum þessarar aldar var hagvöxtur í heiminum gjarnan talinn vera um 2-3% á ári. Hagvöxtur á strandsvæðum sem næm eru fyrir fellibyljum var hins vegar um 8% á ári. Sjálfsagt hefur eitthvað slegið á þennan vöxt upp á síðkastið, en ekki þarf að framreikna mörg ár til að sjá að tjónnæmi á fellibyljaslóðum margfaldast á þeim tíma sem undir er þegar rætt er um tjón vegna aukinnar tíðni eða afls fellibyljanna sjálfra. Þess vegna virðist óhætt að spá margföldun á fellibyljatjóni í framtíðinni jafnvel þótt tíðni þeirra minnkaði. Fátt nema heimsefnahagshrun virðist geta komið í veg fyrir það.

Ég skipti nú þessum pistli í tvennt. Í þeim síðari eru vangaveltur um breytingar á íslensku tjónnæmi - í fortíðinni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 98
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 2420
  • Frá upphafi: 2413854

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 2235
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband