12.10.2010 | 22:22
Meir um hafís í norðurhöfum (2. lestur)
Þetta er reyndar allt of mikið efni fyrir bloggpistla, en það sakar varla að vera með nokkrar framhaldssögur í gangi. Fyrsti lestur hafísbálks Trausta var 19. september. Hefst nú annar lestur.
Myndin sýnir norðurheimskautssvæðið. Síðla vetrar þekur hafís allt Norðuríshafið og þar að auki er þá mikill ís í Barentshafi, við Austur-Grænland og við Baffinsland og Labrador - suður til Nýfundnalands eða jafnvel lengra. Útbreiðslan á sumri er um eða innan við helmingur vetrarþekjunnar, hin síðari ár rúmlega þriðjungur.
Straumur ber ísinn þvert yfir norðurskautið frá svæðinu norður af Beringssundi og í átt að Framsundi. Einnig liggur straumur meðfram nyrsta hluta Grænlands til vesturs og suðvesturs meðfram Kanadísku heimskautaeyjunum og inn i hringstraum norður af Alaska. Þar heitir Beauforthaf.
Sumir muna e.t.v. eftir íseyjunni ARLIS II sem brotnaði upp undan Grænlandsströnd vestur af Íslandi snemmsumars 1965 og var talsvert í fréttum hér á sínum tíma. Þessi eyja hafði brotnað úr íssyllu við Ellesmereeyju 1955 að því er talið var. Árið 1961 var hún norður af Alaska og þá var komið fyrir vísindabúðum á eyjunni. Höfðu menn aðsetur á eyjunni fram undir það að hún brotnaði. Frá Alaska rak eyjuna til þess að gera hratt þvert yfir heimskautið. Önnur ámóta eyja sem brotnaði frá landi á svipuðum slóðum 1949 slapp ekki inn í þverstrauminn og hringsólaði í 30 ár í Beauforthringnum. Lesa má um íseyjamálin á netinu, t.d. hér. Arlis var næst Íslandi í um 80 sjómílna fjarlægð. Í ísnum á eyjunni var talsvert af grjóti frá Ellesmereeyju og ekki munaði svo miklu að það endaði hér.
Mikill ís berst í gegnum Framsundið og inn í Austur-Grænlandsstrauminn, í meðalári eru það um 2800 rúmkílómetrar (um 90 þúsund rúmmetrar á sekúndu) auk álíka magns ferskvatns.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 141
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 2463
- Frá upphafi: 2413897
Annað
- Innlit í dag: 129
- Innlit sl. viku: 2270
- Gestir í dag: 122
- IP-tölur í dag: 121
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Skemmtilegt og fróðlegt. Takk!
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 16:20
Takk fyrir áhugaverða grein.
Mig langar að vekja athygli á nýlegri grein (2010 Geographic muting of changes in the Arctic sea ice cover, Geophys. Res. Lett., 37, L16501, doi:10.1029/2010GL043741), þar sem vísindamaðurinn Ian Eisenman skoðar þann mun sem er í þróun hafíss eftir því hvort litið er til leitni í útbreiðslu hafíssins við hámarkið (2,6% minnkun/áratug) eða lágmarksið (11,2% minnkun/áratug) sem sýnir nokkuð ólíka þróun yfir síðustu áratugi (frá 1979). Þessi sýnilegi munur varð til þess að Eisenman fór að velta fyrir sér hvað gæti legið að baki. Það sem er athyglisvert í vangaveltum hans er að hann skoðar landfræðilega þætti til að útskýra þennan mun. Við skrifuðum lítilega um þetta á loftslag.is, sjá hér. Mér þykir þessar vangaveltur fróðlegar þar sem þær virðast við fyrstu sýn allavega, útskýra þann mun sem er í leitninni sem er á milli hafíshámarksins og -lágmarksins. En þessar pælingar eru kannski ekkert nýjar fyrir þér Trausti.
Sveinn Atli Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 21:41
Þakka ykkur fyrir, Gunnar og Svatli. Ég hef séð greinina sem Svatli vitnar í. Hún er mjög snyrtileg og allrar athygli verð. Við á Veðurstofunni höfum fullan aðgang að tímaritum ameríska jarðeðlisfræðisambandsins (AGU) og þar með greininni. Slæmt er að ekki hafi verið samið um landsaðgang við það félag - eins og tókst varðandi ameríska veðurfræðifélagið (AMS) en öll tímarit þess eru nú aðgengileg hverjum sem er hér á landi. Bæði þessi félög gefa mönnum kost á að vera látnir vita þegar ný hefti koma út - efnisyfirlit er sent í tölvupósti. Það fyrirkomulag hentar þó sennilega fæstum nema sérfræðingum - þetta sýnist allt vera ruslpóstur.
Trausti Jónsson, 14.10.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.