12.10.2010 | 00:19
Skaðar af sjógangi og sandfoki í Vík í Mýrdal
Ég fjallaði á dögunum um lágþrýstimet októbermánaðar (19. október 1963) og lét þess getið að tjón tengt lægðinni hafi einkum tengst sjávarflóði fremur en fárviðri. Sjógangur olli tjóni allt frá Grindavík í vestri austur til Víkur í Mýrdal. Allmikið tjón varð í Vestmannaeyjum og sömuleiðis í Þorlákshöfn, mig rámaði eitthvað í það, en hins vegar var ég búinn að gleyma Vík. Eftirfarandi má lesa í Morgunblaðinu 22. október, fréttaritari í Vík segir frá:
Í þessu veðri gekk sjórinn nokkur hundruð metra á land síðari hluta dags. Komst sjórinn yfir þjóðveginn þar sem hann liggur undir Víkurkletti. Þaðan er annars um kílómetri út að sjó. Miðja vega milli Víkurkletts og strandarinnar fannst í gær lifandi og spriklandi hnísa, fremur lítil, sem borizt hafði svona langt upp á sandinn í hafrótinu. Var hnísan skorin í gær. Sjórinn flæddi einnig upp í Víkurá, svo að hann komst þar alla leið upp að aðalbrúnni hér í þorpinu.
Ágangur sjávar við Vík hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið og því datt mér í hug að athuga hvort oftar er getið um atburði af þessu tagi í Vík í gagnasafni sem ég er að koma mér upp. Taka verður fram að heimildir mínar eru dagblöð og fréttablöð, langoftast skömmu eftir að atburðirnir hafa átt sér stað. Vel má vera að ég hafi rangt eftir í einhverjum tilvikum. Skrá mín er mjög ófullkomin og stuttaraleg, enda hugsuð sem vegvísir, auðvelt er að leita ítarlegri heimilda þegar vitað er að hverju á að leita.
13. til 15. nóv. 1898. Mikið sjávarflóð um sunnan- og suðvestanvert landið og varð tjón á bátum í Vík í Mýrdal. Í þessu veðri varð tjónið reyndar mest við Faxaflóa, m.a. í Reykjavík. Ég á eftir að athuga dagsetningu nákvæmlega, en líklega var þetta síðdegis þann 13.
27. des. 1914. Aftakaflóð varð í Vík í Mýrdal, þar flæddi sjór í hús og skemmdi matvæli og verslunarvarning.
21. jan. 1916. Sjór gekk á land í Vík. Eftir þessa tvo síðustu atburði var óhugur í mönnum um öryggi þorpsins.
Á næstu áratugum hef ég ekki fréttir af sjávarflóðum í Vík, þar flæddi Víkurá hins vegar yfir bakka sína og mikil skriðuhlaup urðu.
15. febrúar 1954 er fyrsta fréttin þar sem sandfoks í Vík er getið sem tjónvaldar. Ofsaveður var um stóran hluta landsins þennan dag og víða skaðar.
19. október 1963 (áður á minnst).
21. mars 1976 urðu miklar skemmdir á bílum og húsum í Vík vegna sandfoks.
9. janúar 1990 Þakplötur fuku af húsum í Vík í Mýrdal og sandur barst í stórum stíl inn í þorpið og olli tjóni á rúðum, málningu og í görðum. Miklar skemmdir urðu af sjávarflóði suðvestanlands, en ég hef ekki heimildir við höndina um að sjór hafi gengið inn í þorpið í Vík eins og 1914 og 1916. Vel má þó vera að svo hafi verið.
22. mars 1994. Sandfok olli tjóni á húsum í Vík.
10. okt. 2000. Sjór gekk á land við Vík.
Grjótflug og ofsaveður hafa oft valdið tjóni í Vík, en aðallega í landáttum og kemur sjór þar ekki við sögu. Sem kunnugt er bætti Kötlugosið 1918 miklu við af sandi framan við Vík og þar austur af. Áhyggjur manna nú minna að sumu leyti á svipað fyrir 100 árum. Í Morgunblaðinu 20. febrúar má lesa í fréttapistli Guðjóns Jónssonar að:
Kunnugir menn segja, að [sjávar] flóð þessi séu heldur að ágerast, áður hafi þau verið miklu strjálari og ekki eins stórvægileg.
Þó ég þykist vita nokkurn veginn við hvaða skilyrði sjávarflóð verða í Vík er ég fáfróður um ástand þar nú og veit ekki hvernig það muni þróast á næstu árum. Það er hins vegar lærdómsríkt að sjá að menn höfðu einnig af þessu áhyggjur fyrir síðasta Kötlugos.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:21 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 15
- Sl. sólarhring: 217
- Sl. viku: 2313
- Frá upphafi: 2413977
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2128
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sumarið 1989 keyrði ég ferð eftir ferð með fötur fullar af sandi til að drepa niður mosa í lóð minni syðst í Vík. Árið eftir 1990 gerði suðvestan rok, illviðri sem skrúfaði upp sand úr fjörunni í hvirfilbyljum. Suðvestan vindurinn flutti síðan sandinn síðan yfir Víkina svo að þar var allt á kafi.
Úr lóðinni sem ég hafði keyrt margar sandfötur árið áður mokaði ég sandi í um fimm knappfulla sturtuvagna. Af íþróttavellinum voru keyrðir margir vörubílar af sandi.
Það varð býsna mikil breyting á því að sandur sem var að fjúka inn í bæinn minnkaði þegar sáð var melgresi í fjörusandinn. Gerður var garður úr olíutunnum til að stöðva sandinn sem varð til þess að melgresið greri betur og sandur barst mun minna inn í Víkina en áður. Ég man að áður en þessar framkvæmdir voru gerðar voru oft skaflar af sandi um Víkina að vori.
Þetta breyttist og hamdi sandinn. Nú hefur grafið mikið úr fjörunni. Grafið hefur úr henni svo að hár kantur er í melgresinu sem sáð var. Tunnurnar sem áður voru fylltar sandi eru einhvern staðar úti í sjó. Með þessum mikla landgreftri hefur sjórinn færst mikið nær Víkurþorpi en þrátt fyrir að grafið hafi úr sandinum hefur ekki orðið teljandi sandrok í Víkinni síðustu ár. Fjaran er það há í dag að hún ver byggðina og síðan er fjaran ekki það breið að úr henni fjúki.
Enn grefur úr ströndinni og líklegt er að það verði áfram. Úr bakkanum sem er utan þess sem sést er að grafa úr og með þessum greftri er að ganga á landið.
Um 1995 var gerður sjóvarnargarður framan við Vík sem stuðlaði enn að minnkun á sandfoki. en það getur gengið sjór alllangt upp eftir Víkuránni. Ekki til skaða á húsum en sandur og sjávargróður flýtur langt upp á land.
Þó eru íbúar að mestu enn lausir við sandfok í Víkinni. En áframhaldandi gröftur úr ströndinni er ekki til bóta fyrir þorpið svo að aðgerða er þörf.
Njörður Helgason, 12.10.2010 kl. 16:04
Þakka kærlega fyrir þessar viðbótarupplýsingar.
Trausti Jónsson, 12.10.2010 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.