Íslenzkir ţjóđhćttir og fleira af bókum

Nýlega var ritiđ Íslenzkir ţjóđhćttir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili endurútgefiđ. Ritiđ er mikil fróđleiksnáma og útgáfan fagnađarefni. Ţegar ég var á unga aldri lagđist ég í veđurkafla verksins. Ţar er fjallađ um alţýđuveđurspár af mörgum toga á 16 blađsíđum. Gaman má hafa af spánum, ţótt ţví sé ekki ađ neita ađ ýmislegt af ţeim sé okkur veđurfrćđingum stundum til ama. Ţegar ég var yngri (veđurfrćđingur) gat ég haft gaman af tuđi um kyndilmessu, frost á ađfaranótt sumardagsins fyrsta og 18 brćđur öskudagsins, en ađ ţurfa ađ svara fyrir ţetta í nćrfellt 40 ár er fariđ ađ verđa ţreytandi. Ekki veit ég hvers vegna einmitt ţessi atriđi lifa en ekki önnur sem vel mćtti taka upp fréttir af til tilbreytingar. Nefnum dćmi frá Jónasi:

Sólbráđir fyrir ţriđja fimmtudag í góu borgast aftur. Sé sólskin fyrstu ţrjá daga lönguföstu verđur oft sólskin á föstunni. Ef votviđri verđur riddaradaginn (9.mars) verđur gott sumar, en hart ef frost er ţann dag. (allt á bls.124). Á sömu síđu er einnig, neđanmáls, vísa um brćđur öskudagsins. Hvers vegna er aldrei minnst á hana - hún er skemmtileg:

Öskudagsins bjarta brá, bćtti úr vonargögnum, ţar hann brćđur átján á, eptir gömlum sögnum.

Svo er allnokkuđ af alţýđlegum athugunum sem nokkuđ er til í, dćmi er vísan um góu:

Ef hún góa öll er góđ, ađ ţví gćti mengi, ţá mun harpa hennar jóđ, herđa á mjóa strengi.

Ţarna segir ađ ólíklegt sé ađ mikil blíđa á góu standi til vors. Ţađ er oftast rétt - en ekki alltaf.

Frásögnin af vermisteininum er líka góđ. Gamla fólkiđ sagđi ađ á sunnudaginn í miđgóu kćmi vermisteinninn í jörđina og upp frá ţví átti ađ fara ađ batna, ţví ađ úr ţví fóru svell ađ flísast frá jörđu og holast undan fönnum. Ţetta geta menn á hverjum vetri séđ ađ er rétt.

Jónas lćtur ţess getiđ ađ margt af ţessari veđurspeki sé útlent ađ uppruna, jafnvel margra alda gamalt. Ţađ er örugglega rétt. Í Svíţjóđ hefur bók um alţýđuveđurspár komiđ í mörgum útgáfum. Bókin heitir Väderspĺmannens bondepraktika. Útgáfan sem ég hef undir höndum er frá árinu 1985. Ţar má finna sjöhundruđ sćnskar (evrópskar?) veđurspáreglur.

Ţar segir m.a. um kyndilmessu 2. febrúar (í lauslegri ţýđingu): Snjókoma á kyndilmessu bođar ađ sumariđ komi snemma. Ef sólin skín nćgilega mikiđ ţennan dag til ţess hćna geti drukkiđ vatn úr bráđnum snjó, ţá mun vel vora.

Í ţessari bók má líka lesa um Torre kóng af Gotlandi og Finnlandi og ţrjú börn hans, m.a. dótturina Goe eđa Göje. Um hana segir m.a. Om Göja er milder, blir mars vilder = mild góa - verri mars ţannig ađ góutrúin íslenska á sér e.t.v samsvörun í Svíţjóđ.

Veđurtrú sem tengist kyndilmessu má einnig finna í Bretlandi og Bandaríkjunum - trúlega einnig á meginlandi Evrópu. Kannski ćtti ég ađ vinda úr mér kyndilmessuţreytuna?

Bókin er:

Jónas Jónasson, Íslenzkir ţjóđhćttir. 4. útgáfa, Opna, 2010. 504s.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 276
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 785
  • Frá upphafi: 2351576

Annađ

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 698
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband