Háþrýstimet í október 1919

Fjallað var um lágþrýstimet októbermánaðar í fyrri pistli. Gætum einnig að háþrýstimetinu. Það er sjaldgæft að þrýstingur fari yfir 1040 hPa í október. Sennilega er líklegra að háþrýstimet séu slegin í síðari hluta mánaðarins heldur en þeim fyrri, ég treysti mér ekki til að segja hvort sá líkindamunur er marktækur eða ekki.

En alla vega er metið frá þeim 26. árið 1919. Það var á Ísafirði kl. 6 um morguninn. Á Ísafirði var veðurstöð sem sendi skeyti út um heim um ritsíma. Byrjuðu skeytasendingar þaðan í apríl 1909, trúlega um leið og símasamband komst á.

Október 1919 var talinn hagstæður á landinu og lengst af var hægviðrasamt.

Lofttrystingur_px_okt1919

Myndin sýnir loftþrýsting á Ísafirði í október 1919. Mjög kröpp lægð gekk yfir þann 3. með stormi, regni og hlýindum. Hlýjast á landinu var 16,9 stig á Möðruvöllum í Hörgárdal þann 4. Hlýjasti dagurinn á Ísafirði var hins vegar sá 20. þegar hiti komst í 11,8 stig.

Mánuðurinn var ekki skaðalaus. Tveir bátar fórust við Austfirði í illviðrinu þann 3. Það á að hafa gerst í norðaustanillviðri, en getur ekki verið rétt. Hafi bátarnir farist þann dag var það í vindi af suðvestri eða vestri. Ef til vill varð slysið ekki þann dag heldur einhvern annan. Sjóskaðar urðu einnig er tveir menn drukknuðu á Seyðisfirði, að sögn í illviðri þann 20. og timburflutningaskip fórst við Mýrar með sex mönnum þann 22. Veður var ekki sérlega slæmt þann dag, en trúlega nokkur vindur og vont skyggni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 2336
  • Frá upphafi: 2414000

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband