7.10.2010 | 00:35
Meira um (veðurfars)skeið á nútíma
Hér er orðið nútími enn haft í sinni tæknilegu merkingu, þ.e. tímabilið eftir að síðasta jökulskeiði lauk fyrir rúmum 11 þúsund árum.
Nútíminn byrjaði á skeiði sem að mér vitandi hefur enn ekki fengið íslenskt nafn, heitir pre-boreal á alþjóðatungum. Forskeið nútíma? Síðan er almennt samkomulag um það sem ég kýs að kalla bara bestaskeið(climatic optimum), það endar í ritum fyrir 4500 árum eða svo, gróflega.
Nöfn virðast vera að festast við ákveðna hluta síðustu fjögur þúsund ára. Ekki er þó formlegur samningur til um þau.
Fyrsta af skeiðum þessum er: (i) Akkadísku þurrkarnir. Þetta skeið hefur aðsetur fyrir 4000 til 4500 árum síðan, rúmlega tvö þúsund árum fyrir Kristsburð. Veðurvitnum ber ekki saman um hvort skeiðið eigi að teljast hlýtt eða kalt sé litið á norðurhvel í heild, en það hefur ábyggilega verið kalt á okkar slóðum. Nafnið tengist umróti hjá menningarsamfélögum Miðausturlanda um þetta leyti.
(ii) Kólnun sem oftast er kennd við forn-Grikkieða upphaf mýrarskeiðsins síðara. Það hefur óljóst upphaf og endir en miðja þess er oft sett við 2300 til 2600 ár (300 til 600 f. Kr).
(iii) Rómverska hlýskeiðið svonefnda fyrir um 2000 árum. Þetta er merkimiði sem er mikið á floti.
(iv) Snemmiðaldakuldakastið, kaldast þá fyrir 1400 til 1500 árum (500 til 600 e.Kr.).
(v) Miðaldahlýskeiðið, frá því um 700 til 1200, síðmiðaldaskeiðið væri betra nafn á íslensku. Þetta skeið er gott dæmi um merkimiða sem sést allvel úr fjarlægð, en leysist talsvert upp við nánari skoðun. Hlýindi eru víða um þetta leyti og varla nokkur sem efast um það, en þegar farið er í saumana á því hvenær nákvæmlega þetta er kemur í ljós að það er misjafnt eftir stöðum. Mjög líklegt er talið að 30 til 50 ára kafla einhvern tíma á þessu árabili minni á nýlegt hlýindaskeið, 1925 til 1965 hvað umfang varðar. Tuttugustualdarhlýskeiðið varð jöklum t.d. mjög erfitt. Því er einnig líklegt að ámóta hlýskeið á síðmiðöldum hafi orðið jöklunum erfitt - ekki síst ef þau hafa verið fleiri en eitt eða tvö.
(vi) Litla-ísöldin svonefnda, en hvorki er samkomulag um upphaf hennar né endi. Víst er þó að jöklar víða um heim náðu þá sinni mestu útbreiðslu á nútíma. Sums staðar gengu jöklar þó lengra fram á fyrri kuldaskeiðum nýísaldar (tíminn síðustu 4500 ár). Almennt er talið að Litla-ísöld sé að meðaltali kaldasta skeið síðari árþúsunda.
Á síðustu árum hefur mikill haugur (þúsundir að minnsta kosti) af greinum um verið birtur sem vitna um veðurfar á nútíma. Geta menn þar fundið rökstuðning fyrir hverju sem er til staðfestingar skoðunum sínum. Ég mun vonandi síðar fá tækifæri á þessum vettvangi til að fjalla um fáeinar nýlegar greinar sem að mínu mati mest varða veðurfar hér á landi. Þrasi sinni ég hins vegar ekki.
Þrasgjörnum er hins vegar bent á nýja grein eftir einn helsta þrasspámann veðurfarssögunnar, Niels Axel Mörner. Þeir geta þá þrasað yfir henni án minnar aðkomu. Greinin er aðgengileg um landsaðgang hvar.is
Niels Axel Mörner (2010): Solar Minima, Earth's rotation and Little Ice Ages in the past and in the future: The North AtlanticEuropean case. Global and Planetary Change, 72, 4, p 282-293
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 195
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 1757
- Frá upphafi: 2452863
Annað
- Innlit í dag: 185
- Innlit sl. viku: 1627
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 179
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta eru svo sem vel nýtileg nöfn þó "Miðaldahlýskeiðið, frá því um 700 til 1200, síðmiðaldaskeiðið" kunni að koma mönnum Spánskt fyrir sjónir árið 3500.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.10.2010 kl. 13:37
Það er stöðugt verið að valta yfir skeiðaheiti - ekki síst þau óformlegu og ég á varla von á að þessi nöfn endist eða verði viðeigandi nema í nokkur ár eða áratugi. Gagnvart þessu ákveðna skeiði hef ég einkum í huga að nafnið síðmiðaldaskeið er hlutlaust. Það auðveldar að mun umræðu um veðurfar tímabilsins. Umræðan þarf þá ekki að hefjast á deilum um það hvort það hafi verið til eða ekki eins og nú vill verða.
Trausti Jónsson, 7.10.2010 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.