Hiti í október frá 1798 til 2009

Við lítum nú á meðalhita í Stykkishólmi í október síðustu 200 árin rúm. Undanfarin ár hefur mánuðurinn verið frekar kaldur miðað við flesta aðra mánuði ársins. Hiti ekki nema 0,5 stig yfir meðallaginu 1961-1990. Þetta er samt yfir meðallagi.

 

Októberhiti

Við sjáum á myndinni að ekki hefur komið verulega hlýr október síðan 1965, en það var reyndar í byrjun hins alræmda hafísárakuldakasts. Rauða línan á myndinni sýnir meðalleitni síðustu 200 ára. Í ljósi skorts á miklum hlýindum upp á síðkastið kemur á óvart að mánuðurinn hefur samt hlýnað um 1,2 stig að meðaltali á þessum langa tíma. Reikningslega stafar það af því að mjög kaldir októbermánuðir eru talsvert sjaldgæfari nú en á 19. öld.

Hlýskeiðið mikla á 20. öld tók seint við sér í október. Hlýindi í þeim mánuði létu bíða eftir sér mestallan fjórða áratuginn meðan ofurhlýindi léku um aðra mánuði. Það var fyrst 1939 sem hitinn komst í gírinn. Í þeim hlýindum sem nú ríkja er það ár einn af helstu keppinautunum um verðlaunasæti í árakeppninni ásamt auðvitað 2003 og 2004. Sjá frétt Veðurstofunnar 1.október.

Á fyrri tíð er það helst furðumánuðurinn október 1915 sem sker sig úr. Hann er hlýjasti október um sunnanvert landið og líka á landinu í heild. Í Stykkishólmi hefur 1946 skýra yfirburði og sömuleiðis stóð 1959 sig einnig vel. Þann mánuð man ég en var ekki alveg búinn að stilla mig inn á það hvað eðlileg árstíðasveifla er, hélt sjálfsagt að hlýindi á þessum tíma árs væru alveg eðlileg.

Köldustu októbermánuðirnir voru 1917 (haustið á undan frostavetrinum mikla) og 1824 (þá voru síðustu mánuðir ársins ótrúlega kaldir). Mjög kalt var einnig í október 1981 og satt best að segja bjóst ég hálft í hvoru við frostavetri þá á eftir. Það var á þeim tíma sem maður vildi trúa því að einhver regla væri í veðrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 169
  • Sl. viku: 1475
  • Frá upphafi: 2465846

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1340
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband