Hlýtt og kalt í Kaliforníu

Ekki var allstaðar hlýtt í sumar, t.d. var sumarið eitt hið kaldasta í sunnanverðri Kaliforníu. Við ströndina var það ýmist í öðru eða þriðja sæti neðanfrá talið. Fyrir nokkrum dögum brá hinsvegar svo við að hitamet voru slegin. Í Los Angeles mælist hitinn á opinberan mæli 113°F (=45°C), rétt aðeins hærra en það gamla.

Þetta var 27. september, en september er oft hlýjasti mánuður ársins á þessum slóðum og meta er helst að vænta kringum jafndægrin. Minna hámark er oft í mars. Þessi einkennilega árstíðasveifla stafar af misserishringrásinni yfir N-Ameríku. Mikil lægð myndast á sumrin yfir eyðimörkum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún veldur því að á sumrin er norðanátt ríkjandi við ströndina. Mjög kaldur sjór er útifyrir og sér norðanáttin til þess að sífellt uppstreymi kaldsjávar kemur í veg fyrir að sólarylurinn nýtist til að hita yfirborð hans. Úrsvalar þokur eru því ríkjandi.

Þessu ástandi linnir strax fyrir eða um mitt sumar í norðvesturríkjunum, en helst lengur í Kaliforníu þar sem september verður hlýjasti mánuður ársins. Síðan kólnar eðlilega með vetri. Norðanáttin með kaldsjávaruppstreyminu byrjar ekki aftur að ráði fyrr en vorar.

Árstíðasveifla erlendis

Myndin sýnir árstíðasveiflu hita í San Francisco í Kaliforníu (blár ferill) og Las Palmas á Kanaríeyjum (rauður ferill). Þetta er um 4 ára meðaltal og einstakra hitabylgna og kuldakasta gætir því nokkuð í ferlunum. Þessi árin hefur hlýjast orðið í San Francisco í lok september (mánaðarnafnið er sett við miðjan mánuð).  Hámarkið er lítillega fyrr á Kanaríeyjum. Á báðum stöðum er kaldast kringum áramót rétt eins og víðast hvar á norðurhveli. Þá fá ávaxtabændur Kaliforníu stöku sinnum á sig frostnætur. Í þéttbýli niður við ströndina gerist það hins vegar sárasjaldan, t.d. var byrjað að mæla hita í San Diego um 1850 en ekki mældist frost fyrr en 1913.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband