Frá september yfir í október

Haustiđ gengur sinn gang. Hiti í október er ađ međaltali um 3 stigum lćgri en í september í Reykjavík og 3,3 stigum á Akureyri, miđađ viđ 1961-1990 . Hitinn í september segir ekkert um hita í október eins og sjá má á myndinni hér ađ neđan.

setp_okt_rvk_

Hér er međalhiti í september á láréttum ás, en hiti í október á ţeim lóđrétta. Nćr engin regla sést í myndinni. Myndir sem af ţessu tagi eru gjarnan nefndar haglabyssurit. Oftast er talađ niđur til ađdáenda haglabyssurita, en ţađ ber auđvitađ fordómum vitni. Eina reglan sem er sjáanleg á ţessari mynd er sú ađ tiltölulega hlýir októbermánuđir elta hlýjustu ţrjá septembermánuđina. Miđađ er viđ tímabiliđ 1882 til 2009 í Reykjavík.

sept_til_okt2

Myndin hér ađ ofan sýnir hitabreytingu frá september til október í Reykjavík 1882 til 2009. Hún er ţannig sett upp ađ talan á lóđrétta ásnum sýnir hversu miklu hlýrri september var heldur en október viđkomandi ár, en árin má sjá á lárétta ásnum. Rauđa punktalínan (ef einhver sér hana) sýnir leitnina á ţessu tímabili. Hún er engin. Ţađ ćtti ađ tákna ađ engin breyting hefur orđiđ á ţessum hluta árstíđasveiflunnar allt frá 1882. Róar ţađ einhverja?

Blái ferillinn dregur fram sveiflur innan tímabilsins. Ţar er helst athyglisvert ađ síđustu 15 til 20 ár hefur september veriđ ađ tiltölu hlýrri heldur en október enda er ţađ svo ađ í hlýindum síđustu 15 ára hefur minna hlýnađ í október heldur en í öđrum mánuđum. Međalhiti í október frá aldamótum hér í Reykjavík er ađeins 0,5 stigum yfir međallaginu 1961-1990,en september hefur veriđ 1,4 stigum yfir. Er ţetta sú breyting á árstíđasveiflunni sem afneitađ var í fyrri málsgrein? Ólíklegt er ţađ.

Ţrisvar hefur ţađ gerst í Reykjavík á ţessu tímabili ađ hlýrra var í október heldur en september, síđast 1975. Víđa norđanlands var október 1979 einnig hlýrri en september. Og auđvitađ gerđist ţađ 1882, en ţá var október hlýjasti mánuđur ársins í Grímsey. Á Akureyri var október 1882 nćsthlýjasti mánuđur ársins á eftir júlí, en ađeins munađi 0,8 stigum.  

Ađ međaltali eykst úrkoma talsvert frá september fram í október. Í Reykjavík er međaltal októbermánađar 29% (19 mm) hćrra en međaltal september og á Akureyri er úrkoman í október nćrri 50% meiri heldur en í september. Úrkomudagarnir eru ţó ađeins tveimur fleiri í fyrrnefnda mánuđinum heldur en í ţeim síđarnefnda. Úrkomuákefđ er ţví einnig meiri. Lesendur ţessara bloggpistla ćttu ţó ađ muna ađ september hefur á síđari árum veriđ tiltölulega ţurr miđađ viđ lengra tímabil.

Loftţrýstingur fellur um ađ međaltali 3 hPa milli mánađanna tveggja og međan snjór á jörđu er sjaldgćfur í september á láglendi landsins er algengt í Reykjavík ađ 1 til 2 alhvítir dagar komi í október. En viđ lítum vonandi á ţann mánuđ betur ţegar hann er genginn í garđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 155
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 2348624

Annađ

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 2091
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband