Skriðuföll - á hvaða tíma árs eru þau algengust?

Þegar fjallað er um tjón af skriðuföllum verður ekki gengið framhjá verki Ólafs Jónssonar, Skriðuföll og snjóflóð. Bókin sem fyrst kom út í tveimur bindum 1957 inniheldur annál um hverskonar tjón sem ofanflóð hafa valdið hér á landi og heimildir eru um, auk þess sem skriðu- og snjóflóðafræðum eru gerð nokkur skil. Fjölmargra atburða sem ekki ollu tjóni er einnig getið. Önnur útgáfa-aukin kom síðan út í þremur bindum 1992. Þá höfðu auk Ólafs þeir Halldór Pétursson, Jóhannes Sigvaldason og Sigurjón Rist komið að verkinu. Bækurnar bera vitni um ótrúlega eljusemi Ólafs við söfnun heimilda. Hann tók einnig saman mikið rit um Berghlaup. Það kom út 1976.

Myndin hér að neðan er að mestu byggð á ritum Ólafs, auk fáeinna nýrri atburða, talningin sjálf er þó ekki gerð af honum og villur í henni því á mína ábyrgð. Fjölmörgum minniháttar atburðum er hér sleppt.

 

Skridufoll

Hér má sjá að skriðuföll eru algengust síðsumars og á haustin, þegar úrkoma eykst aftur eftir lágmark að vori og framan af sumri. Á þessum tíma er rakainnihald loftsins hvað mest. Þegar líður á haustið kólnar og dregur úr magni vatnsgufu í loftinu. Vetraratburðir eru þó nokkuð margir, aðallega í miklum sunnanveðrum sem stundum gerir. Skriðutíðnin er einna minnst á vorin. Það kemur nokkuð á óvart hversu miklu munar á febrúar og marsmánuðum. Búa má til skýringar á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þökkum þennan fróðleik. Umræða um skriðuföll beinir huganum ósjálfrátt að Almenningunum á Siglufjarðarvegi, þar sem skriðujarðvegurinn í snarbrattri hlíðinni er sífellt á hreyfingu niður á við. Jarðfræðingar hafa sagt, að það sé spurningin um hvenær en ekki hvort þær aðstæður skapist þarna, að hlíðin "taki á rás" út í sjó og þá sé bara spurningin hvað margir verði á ferðinni þarna. Það er því auðskilinn sá léttir, sem það er Siglfirðingum og þeim sem eiga leið þangað, þegar Héðinsfjarðargöngin koma í notkun nú um helgina og ástæða fyrir alla þjóðina að fagna með Siglfirðingum og öðrum íbúum Fjallabyggðar.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 15:30

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Jú, Almenningarnir eru merkilegur staður, en hreyfingar hafa mælst á fleiri stöðum á landinu. Skiptar skoðanir munu vera á lofti um eðli þeirra, ég er ekki maður til að taka þátt í opinberri umræðu um það. En vonandi er að almenn ánægja verði með göngin og menn hugsi hlýlega til íbúa í Fjallabyggð. 

Trausti Jónsson, 28.9.2010 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband