Árstíđasveifla hvassviđra

Flestir vita ađ mun hćgviđrasamara er á sumri en vetri. En hvenćr vetrarins eru illviđrin mest? Hér lítum viđ á ţađ. Hćgt er ađ telja illviđrin á ýmsa vegu, en í meginatriđum skiptir skilgreining litlu ţegar litiđ er á árstíđasveifluna.

stormdagafj_ri

Hér er mynd sem sýnir eina slíka talningu. Fimmtíu og sex ár eru undir og taliđ er frá degi til dags á öllum árstímum. Áriđ á myndinni byrjar 1. júlí og endar 30. júní. Ţví hćrri sem súlurnar eru ţví meiri er tíđni illviđra á viđkomandi degi. Mánađanöfnin eru sett viđ miđjan hvern mánuđ.

Viđ sjáum ađ illviđri eru sjaldgćf í júlí. Tíđni ţeirra hćkkar áberandi nćrri höfuđdegi og allan september, en í október er eins og smáslaki komi í tíđnina. En hún er vaxandi í nóvember og desember og allt fram í miđjan janúar, en ţá er hámarki náđ. Illviđratíđnin er síđan svipuđ fram undir miđjan febrúar en fer ţá ađ falla ört. Hún fellur mun hrađar síđvetrar og á vorin heldur en hún vex á haustin. Hámarkiđ er 12. janúar og 3. febrúar og voru ţeir illviđrasömustu dagar ársins á ţví tímabili sem hér er miđađ viđ. Ţađ er ţó auđvitađ tilviljun. Ef taliđ vćri á annan hátt eđa á öđru tímabili yrđu dagarnir sjálfsagt ađrir.

vindtjon_0609

Hin myndin sýnir niđurstöđur subbufenginnar talningar minnar á vindtjónsatburđum yfir langt tímabil. Viđ sjáum ađ tjón er algengast í janúar og litlu minna í febrúar, en minnkar síđan ört í mars og apríl og nćr lágmarki í júlí og ágúst. Áberandi fjölgun er síđan í september og október og síđan minni fjölgun. Ţetta er í stórum dráttum í samrćmi viđ illviđratalninguna.

Ţegar fariđ er ađ skipta illviđrum eftir áttum kemur í ljós ađ ekki er sama hvernig taliđ er og ađ árstíđasveifla norđlćgra og suđlćgra illviđra er ekki eins. Látum ţađ bíđa ţar til síđar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka fróđleikinn! Nú bíđur mađur spenntur eftir vindáttagreiningunni!

Ţorkell Guđbrands (IP-tala skráđ) 26.9.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Tilraun til vindáttagreiningar birtist vonandi fljótlega.

Trausti Jónsson, 28.9.2010 kl. 00:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.10.): 390
 • Sl. sólarhring: 615
 • Sl. viku: 2299
 • Frá upphafi: 1840914

Annađ

 • Innlit í dag: 358
 • Innlit sl. viku: 2051
 • Gestir í dag: 346
 • IP-tölur í dag: 334

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband