26.9.2010 | 00:38
Árstíðasveifla hvassviðra
Flestir vita að mun hægviðrasamara er á sumri en vetri. En hvenær vetrarins eru illviðrin mest? Hér lítum við á það. Hægt er að telja illviðrin á ýmsa vegu, en í meginatriðum skiptir skilgreining litlu þegar litið er á árstíðasveifluna.
Hér er mynd sem sýnir eina slíka talningu. Fimmtíu og sex ár eru undir og talið er frá degi til dags á öllum árstímum. Árið á myndinni byrjar 1. júlí og endar 30. júní. Því hærri sem súlurnar eru því meiri er tíðni illviðra á viðkomandi degi. Mánaðanöfnin eru sett við miðjan hvern mánuð.
Við sjáum að illviðri eru sjaldgæf í júlí. Tíðni þeirra hækkar áberandi nærri höfuðdegi og allan september, en í október er eins og smáslaki komi í tíðnina. En hún er vaxandi í nóvember og desember og allt fram í miðjan janúar, en þá er hámarki náð. Illviðratíðnin er síðan svipuð fram undir miðjan febrúar en fer þá að falla ört. Hún fellur mun hraðar síðvetrar og á vorin heldur en hún vex á haustin. Hámarkið er 12. janúar og 3. febrúar og voru þeir illviðrasömustu dagar ársins á því tímabili sem hér er miðað við. Það er þó auðvitað tilviljun. Ef talið væri á annan hátt eða á öðru tímabili yrðu dagarnir sjálfsagt aðrir.
Hin myndin sýnir niðurstöður subbufenginnar talningar minnar á vindtjónsatburðum yfir langt tímabil. Við sjáum að tjón er algengast í janúar og litlu minna í febrúar, en minnkar síðan ört í mars og apríl og nær lágmarki í júlí og ágúst. Áberandi fjölgun er síðan í september og október og síðan minni fjölgun. Þetta er í stórum dráttum í samræmi við illviðratalninguna.
Þegar farið er að skipta illviðrum eftir áttum kemur í ljós að ekki er sama hvernig talið er og að árstíðasveifla norðlægra og suðlægra illviðra er ekki eins. Látum það bíða þar til síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka fróðleikinn! Nú bíður maður spenntur eftir vindáttagreiningunni!
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 17:45
Tilraun til vindáttagreiningar birtist vonandi fljótlega.
Trausti Jónsson, 28.9.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.