20.9.2010 | 00:29
Meira um skaðaveðrið 20. september 1900
Fyrir nokkru fjallaði ég um lægsta loftþrýsting sem mælst hefur á Íslandi í september. Það var þegar leifar fellibyls skutust sunnan úr höfum til Íslands. Einar Sveinbjörnsson fjallar nú um fellibylinn Igor og möguleika hans á að komast úr fellibyljaham sínum yfir í lægðahaminn. Svo vill til að skilyrðin fyrir 110 árum voru nákvæmlega þau sem Einar lýsir. Mjög hlýtt loft gekk fyrir krassandi djúpan kuldapoll við Suður-Grænland. Þetta má sjá á veðurkortum dagana 19. og 20. september árið 1900. Í fyrra bloggi nefndi ég fellibylinn Boða, til að kalla hann eitthvað. Hann var alla vega annar fellibylur þess hausts og hefði nú fengið upphafsstafinn B.
Kortið sýnir þrýstifar yfir Norður-Atlantshafi um hádegi 19. september 1900, daginn áður en veðrið skall á. Þeir sem eru veðurkortavanir ættu að átta sig á þessu korti. Lægðasvæði er á Grænlandshafi og norðan við Ísland. Austur af Nýfundnalandi er lægðarmiðja, leifar fellibylsins Boða, en eitthvað af honum situr einnig eftir sunnan Nýfundnalands. Tölurnar eru hæð 1000 hPa flatarins, þar sem línan núll liggur er þrýstingur 1000 hPa, síðan eru línur fyrir hverja 40 metra, en það samsvarar 5 hPa. Lægðin Boði er því um 1000 hPa í lægðarmiðju samkvæmt þessari greiningu.
Þetta kort sýnir að Boði dýpkaði um nærri 50 hPa á einum sólarhring, greiningin fer nokkuð nærri um það og staðsetningin er rétt. En kortið sýnir veðrið um hádegi 20. september. Algengt er að svona grófar greiningar nái ekki versta vindsveipnum inni við lægðarmiðjuna og þannig er það á kortinu. Innsta línan sem við sjáum er 955 hPa jafnþrýstilínan (-360 metrar).
Kortin eru fengin úr 20-aldar endurgreiningu bandarísku veðurstofunnar. Þau skána aðeins ef smellt er á þau með músinni.
Helsta tjón í veðrinu var þetta:
Tuttugu og átta fórust (og einn lést síðar af áverkum), bátur barónsins á Hvítárvöllum fórst og með honum tveir menn. Mest manntjón varð við Arnarfjörð þar fórust nokkrir bátar, 17 sjómenn drukknuðu. Tvö börn á bænum Rauðuvík við Eyjafjörð börðust til bana þegar íbúðarhúsið fauk.
Timburhús á Hillum á Árskógsströnd fauk, ný kirkja á Borgarfirði eystra fauk, sömuleiðis kirkjur á Ufsum og Urðum í Svarvaðardal og brotnuðu í spón, kirkjan á Völlum skaddaðist. Kirkjan á Möðruvöllum skekktist. Mikið tjón varð á skipum á Akureyrarpolli og þar urðu miklar skemmdir. Tveir færeyskir sjómenn fórust á Seyðisfirði er þrjú skip sleit þar upp. Skip slitnuðu einnig upp á Vestfjörðum og miklar skemmdir í höfnum, fimm skip rak á land í Skutulsfirði, þar af voru tvö gufuskip. Maður varð undir bát sem fauk í Arnardal við Ísafjörð og lést hann af sárum, maður fauk og slasaðist illa í Siglufirði.
Þök tók af húsum, m.a. í Skutulsfirði, baðstofa fauk að Tindum í Tungusveit á Ströndum, hús rauf í Byrgisvík. Þak tók af steiníbúðarhúsi á Stóruvöllum í Bárðardal, og hreinsaðist allt timbur innan úr húsinu. Þak tók af góðtemplarahúsinu á Borgarfirði eystra. Tvö bæjarhús fuku á Reykjaströnd, víða í Skagafirði skemmdust bæir og peningshús og bátar brotnuðu, baðstofa fauk á Hólkoti í Sæmundarhlíð, heyhlaða fauk á Sjávarborg, brú á Héraðsvötnum vestri fauk út í buskann. Flutningabát sleit upp á Sauðárkróki og brotnaði hann. Skip löskuðust og eitt sökk á Reykjavíkurhöfn.
Skriðuföll urðu í ofsaregni á Ísafirði (stór hluti Eyrarhlíðar hljóp fram), Súgandafirði og Önundarfirði. Á Hesti í Önundarfirði drápust 9 kindur sem urðu fyrir skriðu, engjar spilltust á nokkrum bæjum í nágrenninu.
Veður þetta er eitt hið versta sem vitað er um hér á landi í september. Önnur ámóta eru: Veðrið 15.-16. september 1936 þegar franska hafrannsóknaskipið Pourquoi Pas? fórst við Mýrar og stórkostlegt tjón varð víða um land. Gríðarlegt tjón varð þegar leifar fellibylsins Ellenar náðu til Íslands 23. til 24, september 1973. Litlu minni veður gerði 11. september 1884 og 12. til 13. september 1906. Síðastnefnda veðrið átti einnig uppruna sinn í fellibyl sem kom sunnan úr höfum. Nokkur ofsafengin norðanveður hefur einnig gert í september, en látum þau bíða betri tíma.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 371
- Sl. sólarhring: 474
- Sl. viku: 2669
- Frá upphafi: 2414333
Annað
- Innlit í dag: 347
- Innlit sl. viku: 2462
- Gestir í dag: 338
- IP-tölur í dag: 332
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir þennan fróðleik og annað, sem birst hefur á þessari síðu. Undirrituðum er sérlega minnisstætt veðrið 1973 (Ellen) en þá voru vinnupallar utan á íbúðarhúsi mínu, verið var að múrhúða það að utan og ég sjálfur að negla neðan í þakskegg. Hékk utan á pöllunum nær alla nóttina, vopnaður klaufhamri og naglapakka og tókst að koma í veg fyrir að pallarnir fykju. Þótti löglega afsakaður af þessum sökum að sinna skyldustörfum í björgunarsveit, sem átti annríkt þessa nótt!
þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.