14.9.2010 | 00:32
Septembermet (þetta efni endist og endist)
Sumri hallar og í morgunsárið munu margir nú sjá hvíta fjallakolla. Héðan frá Reykjavík séð var efsti hluti Skarðsheiðar vel hvítur um miðjan dag í dag (mánudag) og mér sýndist að kollur Esjunnar væri grár (en ég sé ekki mjög vel). Kalda loftið er þó ekki mjög kalt enda komið úr vestri en ekki norðri. Norðanáttin næstu daga er heldur hlýrri þó um síðir valdi hún trúlega næturfrosti víða um land.
Þegar þetta er skrifað (rétt eftir miðnætti) virðist ekki ómögulegt að það verði ekki bara fjallakollar sem verða hvítir á þriðjudagsmorgunn heldur gæti líka snjóað niður í byggð þar sem illa stendur á. En komi snjór hverfur hann nær samstundis.
En veðurspáin er ekki aðalefni þessa pistils heldur snjóamet septembermánaðar. Mesta snjódýpt sem mæld hefur verið á veðurstöð í september er 55 cm. Það var á Sandhaugum í Bárðardal 24. dag mánaðarins árið 1975, það var rigningahaustið mikla í Vestur-Noregi þar sem ég var þá staddur.
Mesta snjódýpt í september í Reykjavík var 8 cm, það var 30. dag mánaðarins árið 1969. Þá var ég fastur í skafli norður í Langadal í Húnavatnssýslu, ég og aðrir farþegar í Norðurleiðarútunni hörfuðum um síðir í skjól á Hótelinu á Blönduósi í blindhríð og frosti.
Fyrst er vitað um alhvíta jörð í Reykjavík að hausti þann 9. dag september 1926, mikið rigningasumar sunnanlands og vont haust um land allt. Það varð þó varla nema rúmlega grátt í rót á athugunartíma.
Því miður er heldur óljóst með fyrsta hvíta dag hausts á Akureyri, en um þann heiður keppa reyndar 7. og 10. september 1940. Það sumar var umhleypingasamt og slæmt um mestallt land, innan um gæðasumur þeirra tíma. Tíð batnaði mjög um miðjan október þetta haust - meir um það síðar?
Á Akureyri er í eldri heimildum vitað um hvíta jörð í ágúst, en það var fyrir tíma Veðurstofunnar. Ef til vill má líta á það mál síðar. Sömuleiðis er í eldri heimildum nokkrum sinnum getið um alhvíta septemberjörð í Reykjavík, en ekki fyrir þann 9. Misminni mitt rámar þó í dagbókarfærslu frá Álftanesi um 1820 en þar sem ég finn hana ekki er viðbúið að hún sé bara ímyndun. Hins vegar er það ekki misminni að ég sá sjálfur alhvíta jörð í Reykjavík snemma að morgni 14. september 1979, en hann var horfinn á athugunartíma. Þá festust bílar í snjó við Búðardal í Dalasýslu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 26
- Sl. sólarhring: 224
- Sl. viku: 2324
- Frá upphafi: 2413988
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2139
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég var á leið til Reykjavíkur frá Akranesi með elstu Akraborginni 29. sept. 1969 þegar kom blindhríð sem stóð lengi. Þegar við komum í höfn var Dronning Alexandrine að halda úr höfn í bylnum og voru skipsverjar á afturdekkinu. Ég skammaðist mín hálfpartinn fyrir Ísland. Daginn eftir var bjart en snjórinn hvarf ekki enda var hiti lítið yfir frostmarki um hádaginn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2010 kl. 01:18
Dronning Alexandrine sigldi ekki til Íslands á þessum tíma, sbr. eftirfarandi klausu úr frétt í Alþýðublaðinu frá 11. desember 1966 (bls. 14):
Dronning Alexandrine hóf Íslandsferðir 1927 og reyndist mikið happaskip. Hún hætti siglingum til Íslands árið 1964, því hún gat ekki uppfyllt kröfur tímans um þægindi, hraða og stærð. Nú hefur
Sameinaða gufuskipafélagið m.s. Kronprins Frederik í ferðum til Færeyja og íslands.
Það var Kronprins Frederik sem lagði að bryggju í Reykjavík 29. september þetta ár og lagði aftur úr höfn í síðustu ferð sína frá Íslandi 1. október. Ég var á skipinu og varð mjög sjóveikur í 12 vindstiga óveðri sem skipstjórinn sagði hið versta sem hann hefði upplifað í sínum siglingum.
Með kærri kveðju.
Birnuson, 16.9.2010 kl. 22:31
Já, ég mundi að þetta skip var að koma í síðasta sinn. Það hefur verið að koma í höfn, rétt á undan Akraborginni þennan dag, en ég segi frá þessu atviki í dagbókinni minni samdægurs en nefni ekki nafn skipsins. Ég skammaðist mín fyrir snjóinn og var að hugsa hvort Danirnir á skipinu héldu að alltaf snjóaði svona snemma á Íslandi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2010 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.