Ísinn á norðurslóðum nálgast árlegt útbreiðslulágmark

Útbreiðsla hafíss á norðurslóðum er venjulega í lágmarki í september. Stundum er það snemma í mánuðinum að lægstu útbreiðslu ársins er náð en fyrir hefur komið að það hefur dregist allt til mánaðamóta september/október.

Hægt er að fylgjast með útbreiðslunni frá degi til dags á nokkrum vefsíðum. Vinsælastar eru síðurnar Cryosphere today (freðhvolfið um þessar mundir) og síða bandarísku snjó- og ísstofnunarinnar (nsidc). Á síðarnefndu síðunni er fjallað um ísútbreiðsluna í alllöngum texta sem endurnýjaður er einu sinni til tvisvar í mánuði og er það fróðleg lesning.

Á línuritum beggja aðila má sjá að stutt mun nú í lágmark þessa árs, 2010. Því er jafnvel náð í dag, en vindáttir í Íshafinu geta þó tafið það í nokkra daga, sérstaklega þar sem allstór hluti íssins sem lifir sumarið af er mjög þunnur. Svo virðist sem lágmarkið í ár verði það þriðja lægsta sem um getur síðan gervihnattamælingar hófust 1979. Samt er rétt að fullyrða ekkert um það fyrr en ísinn er greinilega farinn að vaxa aftur.

Benda verður á að tölur þær sem sjá má á þessum tveimur vefsíðum eru ekki alveg sambærilegar. Annars vegar greinir gervihnöttur ísútbreiðsluna sjálfvirkt og sér ekki mun á auðum sjó og ís sem þakinn er vatni (e. ice area = ísflatarmál), hins vegar er reiknuð heildarútbreiðsla þar sem reynt er að hafa síðarnefndu svæðin með (e. ice extent = ísútbreiðsla). Á þessum tíma árs er mikill munur á þessum tveimur framsetningarháttum og er svo einnig nú. Freðhvolfið segir flatarmálið um 3,1 milljón ferkílómetra, en nsidc segir útbreiðsluna rúmlega 5 milljónir ferkílómetra.

Ekki er gott að greina af orðanna hljóðan (e. extent eða area, ísl. útbreiðsla eða flatarmál) hvort er hvað. Ég þarf alla vega mjög að gæta mín, þótt ég viti af þessum mikla mun.  

Á vetrum er munurinn miklu minni á aðferðunum tveimur. Þeir sem fylgjast reglulega með ísútbreiðslu ættu að hafa þetta í huga svo komist verði hjá misskilningi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þess má geta að við segjum frá hafísútbreiðslunni mánaðarlega á loftslag.is, Hafís | Ágúst 2010. Við notum fyrst og fremst NSIDC.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 18:58

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Trausti og takk fyrir fróðlega pistla.

Hér er gagnleg vefsíða sem er eingöngu með ýmsum beintengdum myndum sem uppfærast sjálfkrafa.

Global Sea Ice Reference Page: Arctic and Antarctic current graphs and imagery

http://wattsupwiththat.com/reference-pages/sea-ice-page/

Ágúst H Bjarnason, 13.9.2010 kl. 21:17

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst; ertu að vitna í síðu Anthony Watts, þar sem m.a. var komist að eftirfarandi niðurstöðu um hafísinn á Norðurskautinu í júní síðastliðnum:

Conclusion : Should we expect a nice recovery this summer due to the thicker ice? You bet ya. Even if all the ice less than 2.5 metres thick melted this summer, we would still see a record high minimum in the DMI charts.

Sjá hér varðandi þessa undarlegu og ónákvæmu nálgun við ástand hafíss á Norðurskautinu á síðu Watts.

En yfirlitið hans Watts er svo sem nothæft, þó að ályktanir um ástand hafíss á síðunni séu nokkuð villandi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 22:49

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágæti Svatli

Vefslóðin sem ég sendi Trausta  er á síðu "sem er eingöngu með ýmsum beintengdum myndum sem uppfærast sjálfkrafa".  Þar eru ekki neinar einkaskoðanir Antony né annarra. Það er því óþarfi að óttast þessa vefsíðu.

Í raun er það eina sem Antony Watts segir í inngangi vefsíðunnar til skýringa þetta:

Sea Ice Page

Global Sea Ice Reference Page: Arctic and Antarctic current graphs and imagery

Given the intense interest in Arctic Sea Ice extent this year, I’ve decided to put all the sea ice graphs in one handy place for easy nail biting reference. All images are automatically updated immediately upon update at their source.

Shortlink for this page: http://wp.me/P7y4l-5Kc (suitable for blog or Twitter comments)

Ágúst H Bjarnason, 14.9.2010 kl. 06:40

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Trausti.

Önnur vefsíða með beintengdum myndum og gröfum fjallar um hafið:

 http://wattsupwiththat.com/reference-pages/ensosea-levelsea-surface-temperature-page/

 Í Inngangi síðunnar segir:

ENSO/Sea Level/Sea Surface Temperature Page

Welcome to the WUWT ENSO/Sea Level/Sea Surface Temperature Page. Here you’ll find a collection of the most commonly used graphs, images, and data sources for monitoring ocean temperature and oscillation patterns. These links were submitted by WUWT readers.

Ágúst H Bjarnason, 14.9.2010 kl. 06:44

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig langaði bara að nefna þetta kæri Ágúst, enda þykir mér þessi rangfærsla sem ég nefni og aðrir sem eru þarna inni kasta miklum skugga á annars ágæt yfirlit sem hugsanlega má finna þarna inn á milli. Mér finnst nauðsynlegt að benda lesendum á það (líttu á það sem viðvörun), engin viðkvæmni eða ótti í því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.9.2010 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 22
 • Sl. sólarhring: 79
 • Sl. viku: 1490
 • Frá upphafi: 2356095

Annað

 • Innlit í dag: 22
 • Innlit sl. viku: 1395
 • Gestir í dag: 22
 • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband