Íslensk veđurfrćđirit: Alţýđleg veđurfrćđi (1919)

Alţýđleg veđurfrćđi heitir bók sem kom út 1919, Hún er eftir Sigurđ Ţórólfsson (1869-1929). Sigurđar er helst minnst sem stofnanda og skólastjóra lýđháskólans á Hvítárbakka í Borgarfirđi. Auk bókarinnar skrifađi hann í blöđin um veđurfarsleg efni. Sumt af ţví er gaman ađ lesa, einkum ţegar hann fjallar um árferđi ţađ sem hann upplifđi sjálfur. Af bókinni og greinaskrifum má ráđa ađ hann hefur reynt ađ fylgjast međ skrifum um veđurfarssögu eins og hún blasti viđ mönnum í kringum 1920.  Í Alţýđlegri veđurfrćđi er getiđ um ýmsar framfarir í frćđunum frá ţví ađ bók Björlings um vinda kom út 1882, en margar eru ţó rangfćrslurnar. Réttara er ađ lesa hana í hugmyndasögugír (ef eitthvađ ţannig fyrirfinnst) fremur en ađ nota hana sem uppsláttarrit í veđurfrćđi. Orđaforđinn er heldur nútímalegri heldur en í nítjándualdarritunum og er t.d. talađ um lágţrýsti- og háţrýstisvćđi rétt eins og nú er gert.   Bókin fjallar í alllöngu máli um veđurfarssveiflur á Íslandi og á meginlandi Evrópu og rekur hugmyndir erlendra manna um ţćr. Sigurđur er fullur efasemda um ţćr niđurstöđur en heldur hins vegar fram ţeirri skođun ađ tengsl séu milli harđinda hér á landi og sólbletta og ritar um ţađ alllangt mál. Ţar sýnir hann gögnum mikinn góđvilja. Gaman er ađ lesa stuttan kafla um veđurspár og veđráttumerki ţví Sigurđur hefur sjálfur reynt og athugađ hvort gömul alţýđutrú á viđ rök ađ styđjast eđa ekki. Hann segir (bls.64): 
Eg set hér nokkuđ af ţessum gömlu veđurspám. Ţćr sem eg hef reynslu fyrir, ađ byggja má á, eđa tel réttmćtar, set eg stjörnumerki viđ, en hinar, sem eg ţori engan dóm ađ leggja á, eru ómerktar. Sum ţessi atriđi skýri eg lítiđ eitt.
 Sem dćmi um stjörnumerkt veđráttuábendi má nefna: 
Ţegar smáfuglar koma venju fremur heim ađ bćjum, á vetrum, veit ţađ á snjókomu eđa jarđbönn.* Giktveikir menn fá gigtarköst eđa stingi á undan illviđrum.*
 Eftirfarandi fullyrđing er ekki stjörnumerkt: 
Sagt er, ađ eldur logi ver á undan illviđri en vanalega.
 Svo segir: 
Gömul, ábyggileg kona hefur sagt mér, ađ ávalt hafi boriđ mikiđ á koppaţef á undan norđanátt. Ţetta getur vel veriđ rétt, en nú á enginn lengur ţennan gamla veđurvita.
 Gleymum skrifum Sigurđar ekki alveg. Í framhaldi má geta ţess ađ fáeinum árum eftir ađ bók Sigurđar kom út var sýnd í Reykjavík ein vinsćlasta revía íslandssögunnar - Haustrigningar. Alţýđleg veđurfrćđi í fimm ţáttum. Ţví miđur hef ég hana ekki undir höndum og get ţví ekki greint hana.  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 56
 • Sl. sólarhring: 152
 • Sl. viku: 1780
 • Frá upphafi: 1950557

Annađ

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 1547
 • Gestir í dag: 45
 • IP-tölur í dag: 45

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband