Veđurfrćđirit á íslensku - ţýdd: Um vinda

Skömmu eftir ađ bókin Eđlisţćttir jarđarinnar kom út 1879 gaf Ţjóđvinafélagiđ út ţýdda bók um veđurfrćđi. Hún heitir Um vinda og er eftir C.F.E. Björling háskólakennara í Lundi í Svíţjóđ. Ekki er vitađ hver ţýddi en ég hef heyrt giskađ á Sigurđ Sigurđarson menntaskólakennara. Sigurđur var veđurathugunarmađur dönsku veđurstofunnar í Reykjavík frá ţví 1880 og til ţess ađ hann féll sviplega frá 1884. Sigurđur tók viđ athugunum af Jóni Árnasyni ţjóđsagnasafnara en hann var síđastur í röđ athugunarmanna sem tengir voru Vísindafélaginu danska.

Um vinda er mun lengri (um 100 siđur) heldur en veđurfrćđitexinn í Eđlisţáttum jarđarinnar. Ekki er ţar međ sagt ađ hann sé betri. Langir kaflar ćttu ađ lesast međ varúđ, svipađ og á viđ um bókina Um meteora eftir Magnús Stephensen. Margt er ţó gott í bókinni. Ágćtlega er t.d. fjallađ um mikilvćgi veđurspáa og bent á mikilvćgi ţess ađ rafmagns-málţráđur verđi lagđur til landsins. Ţađ gerđist ţó ekki fyrr en aldarfjórđungi síđar.

Orđanotkun er athyglisverđ, engin orđ voru til um ţađ sem viđ nú köllum lćgđir og hćđir. Ţýđandinn notar fleiri en eitt orđ um hvort ţessara hugtaka, t.d. loptvogar lágstig, loptlaut og loptiđu um lćgđir, en hástigsreiti, lopthćđir og hástigspetti um hćđir. Mér hefur lengi veriđ í nöp viđ orđiđ loftmassiloftfúlga sem ţýđandi notar um áţekkt hugtak er skömminni skárra.

Undir lok bókarinnar er fjallađ um ţađ sem helst skortir á ţekkingu til ađ veđurspár megi batna. Eftir ađ hafa rćtt um hreyfingar lágstigsreita segir: ´

Ţó á ţetta enn freklegar heima um hástigsreitina; hvernig á ţví stendur, ađ ţeir halda opt svo lengi kyrru fyrir á sama stađ, svo og hitt, ađ ţeir fćrast hćgt og hćgt í ýmsar áttir, ţađ má heita gjörsamlegur leyndardómur enn sem komiđ er.  

Áhugamenn um sögu veđurfrćđinnar ćttu ađ gefa ţessari bók gaum, hún er ţess virđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 47
 • Sl. sólarhring: 149
 • Sl. viku: 1771
 • Frá upphafi: 1950548

Annađ

 • Innlit í dag: 41
 • Innlit sl. viku: 1540
 • Gestir í dag: 40
 • IP-tölur í dag: 40

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband