Veðurfræðirit á íslensku - þýdd: Eðlislýsing jarðarinnar

Á árunum 1879 til 1880 gaf Bókmenntafélagið út flokk rita undir samheitinu Stafrof náttúruvísindanna. Annað heftið í flokknum var Eðlislýsing jarðarinnar eftir A. Geikie. Í henni eru tveir alllangir kaflar um veður- og vatnafræðileg efni, annar um lofthjúpinn (loptið) en hinn um hringrás vatnsins.

Textinn sýnir miklar framfarir í veðurfræði frá því að Magnús Stephensen ritaði um efnið seint á 18. öld (Um meteora). Framsetning er í stuttum, hnitmiðuðum og tölusettum greinum. Í 64. grein (bls. 28-29) má t.d. lesa eftirfarandi:

Eins og þegar er sýnt (sjá 50. gr.) er sólin hin mikla hitauppspretta, er jörð vor fær hita frá og lýsing. Hiti sólarinnar ryður sér braut gegnum loptið, og hitar yfirborð jarðarinnar, en loptið sjálft hitnar að eins lítið við það. Þjer vitið, að á sumrum eru sólargeislarnir svo heitir, að þjer verðið sólbrenndir, en ef þjer hafið þótt eigi sje nema þunnt brjef yfir höfði yðar, þá er það nóg til að tálma sólargeislunum, og þjer finnið eigi til neins bruna, og þó leikur hið sama lopt um yður óbreytt.

Boðskapurinn er skýr, gjörið svo vel að meðtaka hann þótt þessum staðreyndum væri nú á dögum fundið annað orðalag. Við kjósum t.d. venjulega að nota orðið varmi í stað hita í samhengi sem þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband