Enn er giskađ á ársmeđalhita

Fyrir rúmum mánuđi var hér fjallađ um samband ársmeđalhita og ţykktar yfir landinu. Viđ höldum okkur viđ ársmeđalhita en lítum nú á samband hans viđ vindáttir í háloftunum og hćđ 500 hPa flatarins yfir landinu. Ţađ kemur ekki á óvart ađ ár ţar sem suđlćgar áttir eru ríkjandi skuli vera hlýrri heldur en ár međ veikum sunnanáttum. Hlutur vestanáttarinnar er heldur óráđnari, en viđ reikninga kemur samt í ljós ađ ţví öflugri sem hún er ţví svalari er tíđin. Áhrif hennar eru ţó ađeins hálfdrćttingur á viđ áhrif sunnanáttarinnar. Hćđ 500 hPa-flatarins hefur einnig mikil áhrif - álíka mikil og sunnanáttin. Meginástćđa ţess er sú (má segja) ađ hćđin geymi ađ nokkru leyti uppruna loftsins. Hár flötur fylgir lofti af suđrćnum uppruna og ţessa uppruna gćtir jafnvel ţótt loftiđ komi hingađ úr norđri. Sama má segja um loft undir lágum fleti, ađ međaltali er ţađ norrćnt ađ uppruna - jafnvel ţótt ţađ berist til okkar úr suđri. Vindáttirnar greina ţví frá ţví hvađan loftiđ berst, en hćđin hvíslar ađ okkur hver uppruni ţess er.

Frá degi til dags getur vindátt í 500 hPa-fletinum veriđ nánast hver sem vera skal.  Suđvestanáttin er ţó algengust í miđju veđrahvolfi og ţar ofan viđ. Sé međalvindstefna reiknuđ yfir heila mánuđi er sama ađ segja, ţađ koma nćr allar áttir fyrir, en ţó ţannig ađ mjög sjaldgćft er ađ norđaustanátt reiknist ađ međaltali heilan mánuđ. Ársmeđalvindáttin er hins vegar furđustöđug. Međalársvindátt í 500 hPa-fletinum er um 250 gráđur (20 gráđur sunnan viđ vestur). 

Ársmeđalvindstefnan hefur aldrei fariđ suđur fyrir 220 gráđur - rétt sunnan viđ suđvestur (viđ höfum nokkuđ áreiđanlegar tölur aftur til 1940 í 84 ár) og ţađ hefur ađeins gerst einu sinni á öllum ţessum tíma ađ međalvindáttin hefur veriđ rétt norđan viđ hávestur. Ţađ var áriđ 2010 - viđ fjölluđum um ţađ merka tilvik í gömlum hungurdiskapistli. Ţá vildi hins vegar ţannig til ađ 500 hPa-flöturinn var sérlega hár. Eins og fram kom ađ ofan ţýđir ţađ ađ loftiđ
var ţrátt fyrir allt upprunniđ langt ađ sunnan - og áriđ varđ hlýtt - ţrátt fyrir norđanáttina. Óvenjulega kalt var hins vegar í Skandinavíu - í norđanátt langt frá hćđinni.

Viđ getum líka reiknađ út hvernig jafnţykktarfletir liggja viđ landiđ - svonefndur ţykktarvindur liggur samsíđa jafnţykktarlínum (rétt eins og háloftavindur samsíđa  jafnhćđarlínum) - hann er ţví stríđari sem ţykktarbrattinn er meiri. Í ljós kemur ađ ţykktarvindurinn heldur sig á enn ţrengra bili heldur en háloftavindurinn. Ársmeđalstefnan hefur aldrei (frá 1940) fariđ suđur fyrir 240 gráđur - en einu sinni norđur fyrir 270 (eins og háloftavindurinn). Međalstefnan er 255 gráđur, um fimm gráđum norđar heldur en háloftavindurinn. Ţađ ţýđir ađ ađstreymi af hlýju lofti ríkir ađ međaltali yfir landinu.

Nú vitum viđ auđvitađ ekki hvort ţessi stefnuţrái háloftavinda hefur haldist alla tíđ frá upphafi Íslands - né hvort fortíđ eđa framtíđ geyma einhver tímabundin vik frá honum. Eins og kerfiđ er nú eru sunnanátt og hćđ 500 hPa-flatarins ekki alveg óháđir ţćttir. Hneigđin er sú ađ ţví hćrri sem 500 hPa-flöturinn er ţví líklegra er ađ sunnanáttin sé veik og ţví lćgri sem flöturinn er ţví meiri er sunnanáttin. Ţetta er í sjálfu sér ekki óvćnt, en hins vegar
er nćr öruggt ađ ađfallslína milli ţáttanna tveggja er ekki á sama róli á kulda- og  hlýskeiđum á norđurhveli. Versta (kaldasta) háloftastađa sem gćti komiđ upp hérlendis er mikil norđanátt međ lágum 500 hPa-fleti. Slíkt hefur sést í stöku mánuđi (og auđvitađ fjölmarga daga), en líkur á ađ heil ár verđi ţannig eru litlar. Möguleiki er ţó fyrir hendi - auđvitađ - ekki síst á tímum skyndilegra veđurfarsbreytinga. Ritstjóra hungurdiska finnst mikilvćgt ađ gefa ţessu gaum - ţađ er fleira undir heldur en hitinn einn.

En ađalefni ţessa pistils átti ađ birtast á ţremur myndum (skýrara eintak af ţeirri fyrstu má finna í viđhenginu).

w-blogg120424a

Sú fyrsta sýnir dreifirit (skotrit). Ţar sýnir lárétti ásinn ágiskađan hita í Reykjavík 1940 til 2023, en lóđrétti ásinn sýnir ársmeđalhitann eins og hann var í raun og veru. Viđ tökum strax eftir ţví ađ ágiskunin rađar allvel í sćti. Fylgnistuđull er um 0,7 (ţćttirnir ţrír skýra um helming breytileikans). Aftur á móti bćlir hún breytileikann umtalsvert. Hún giskar rétt á kaldasta áriđ (1979), en segir međalhita ţess 3,8 stig, en hann var í raun undir 3
stigum. Ađferđin segir áriđ 1941 hafa veriđ ţađ hlýjasta (og giskar nákvćmlega rétt), en í raun var 2003 svipađ - en ţá er giskađ á 5,5 stig.

Ár á ţessari öld eru merkt međ rauđum lit. Viđ sjáum ađ ţau eru öll nema tvö (2002 og 2018) ofan ađfallslínunnar, hiti reiknast hćrri heldur en ţetta einfalda vindáttalíkan segir hann vera. Viđ getum nú reiknađ mun á reiknuđum og réttum gildum - ţann mun köllum viđ „leif“. Sé leifin jákvćđ hefur hiti mćlst hćrri heldur en líkaniđ giskar á, sé hún neikvćđ hefur hiti mćlst lćgri.

w-blogg120424b

Lárétti ásinn á myndinni sýnir ár frá 1940 til 2023, en sá lóđrétti leifina í Reykjavík (í °C). Súlurnar eiga viđ stök ár, en rauđi ferillinn er 7-árakeđja leifarinnar. Viđ tökum strax eftir tímabilaskiptingunni. Kalda tímabiliđ var í raun kaldara heldur en líkaniđ reiknar, og hin hlýju ár í upphafi 21. aldar eru aftur á móti hlýrri en líkaniđ. Ţetta gefur til kynna ađ ţótt líkaniđ „skýri“ vel hitabreytingar frá ári til árs nćr ţađ áratugasveiflum (sem koma ofan í ţann breytileika) illa eđa ekki. Viđ vitum ekki fyrir víst hvernig á ţessu stendur, en ef til vill munu flestir giska á áhrif sjávar, en varđandi hlýindin á ţessari öld munu ađrir nefna aukin gróđurhúsaáhrif.

Á nćstu mynd sjáum viđ stađbundin áhrif sjávarkulda betur.

w-blogg120424c

Hér er reiknuđ 7-ára leif fyrir tvćr veđurstöđvar - og byggđir landsins ađ auki. Stöđvarnar eru Reykjavík og Dalatangi. Reykjavíkurlínan er sú sama og á fyrri mynd (rauđ á báđum myndunum), Dalatangalínan er blá, en landsleifin er grćn. Hafísárin skera sig úr á Dalatanga, neikvćđ leif er mun meiri heldur en í Reykjavík. Landsleifin er ţarna á milli. Mesta hafísáriđ, 1968, var leifin á Dalatanga -1,8 stig, en „ekki nema“ -0,8 í Reykjavík. Viđ getum gróflega giskađ á ađ hafísinn hafi kćlt Dalatanga um heilt stig umfram ţađ sem hann gerđi í Reykjavík, (og 0,4 stig umfram ţađ sem var ađ međaltali á landinu). Ţađ er athyglisvert ađ síđasta áratug hefur leifin fariđ minnkandi bćđi í Reykjavík og á landinu í heild, en haldist mikil og jákvćđ á Dalatanga. Ritstjórinn veit auđvitađ ekki hvers vegna.

Rétt ađ láta ţetta gott heita - enda sjálfsagt ekki margir sem hafa áhuga á vangaveltum sem ţessum.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 12. apríl 2024

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 68
  • Sl. sólarhring: 1074
  • Sl. viku: 2739
  • Frá upphafi: 2426596

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 2442
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband