Til þess að gera svalur júlí

Meðalhiti á landsvísu í júlí virðist ætla að enda rétt við 10,0 stig. Það er um -0,5 stigum neðan meðaltals síðustu tíu ára og -0,4  neðan meðallags 1991 til 2020. Þetta eru auðvitað nokkur viðbrigði frá hlýindunum í júlí í fyrra (2021) þegar landsmeðalhitinn var um 11,7 stig. Það var næsthlýjasti júlí sem við vitum um. Sjónarmun hlýrra var í júlí 1933. 

w-blogg310722a

Myndin sýnir landsmeðalhita í júlí aftur í tímann. Við tökum þó rétt hóflegt mark á árunum fyrir 1874, notum þær tölur aðallega til að sjá hvaða júlímánuðir voru kaldir og hverjir hlýir á þeim tíma. Græni ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl. Hlýindin hafa almennt verið ívið meiri síðustu árin heldur en var á hlýskeiðinu á fjórða áratug 20. aldar. Ekki hefur komið nema einn júlímánuður sem við getum kallað kaldan. Það var 2015, þá var talsvert kaldara en nú. Við megum líka taka eftir því að júlíhitinn nú er hærri en hann var nærri því alla júlímánuði á árunum 1961 til 1990 - sem eru að sumu leyti hinir „eðlilegu“ hjá okkur gömlu mönnunum. Yngra fólk man þá tíð auðvitað ekki. 

Reynslan segir okkur að það er oft erfitt að komast út úr veðurfestum á miðju sumri. Til þess þarf annað hvort árásir öflugra kuldapolla úr norðri eða mikil hlýindi sunnan úr höfum. Líkur á slíkum atburðum aukast þegar kemur fram yfir miðjan ágústmánuð. Afl vestanvindabeltisins á norðurhveli er að jafnaði í lágmarki fyrstu 2 vikur ágústmánaðar, en síðan fer að bæta í styrk þess. Er sitt á hvað hvort það veldur umbótum í veðurlagi eða það skiptir hreinlega í einhvers konar haustgír. Ekkert vitum við enn um það hvað verður að þessu sinni. 


Bloggfærslur 31. júlí 2022

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 367
  • Sl. viku: 1840
  • Frá upphafi: 2350576

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1643
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband