Stutt hugleiđing um dćgurhitamet

Ţegar ţetta er ritađ (um kl.17) hafđi hiti komist í 24,4 stig á Hallormsstađ og Egilsstađaflugvelli í dag (19. júní). Ţetta mun vera hćsti hiti ársins á landinu til ţessa - og hćsti hiti sem sjálfvirka stöđvakerfiđ hefur mćlt á ţessum almanaksdegi. Eldri tölur eru ţó til frá mönnuđum stöđvum. Sú sem skráđ er sem met í bókum ritstjórans, 26,3 stig er ţó nćr örugglega röng, Mćldist í Möđrudal 1889. Um ţessi gömlu Möđrudalshámörk hefur veriđ fjallađ nokkuđ áđur hér á hungurdiskum. Nćsthćsta talan ţann 19. sýnist vera frá Hćli í Hreppum 1996. Ţá var mjög góđur dagur á Suđurlandi og hiti fór á fjölmörgum stöđvum vel yfir 20 stig ţar um slóđir - en ekki nema 11,8 stig í Reykjavík (einn af ţeim dögum).

Viđ lítum nú á mynd - til gamans.

w-blogg190622a

Dćgurmetum allra daga ársins var rađađ - og taliđ hversu mörg ţeirra voru ofan eđa neđan ákveđinna marka. Bláa línan sýnir fjölda neđan marka - en sú rauđa fjölda ofan marka. Einn almanaksdag hefur hiti á landinu aldrei orđiđ hćrri heldur en 12,0 stig. Ţetta er reyndar hlaupársdagurinn sem ekki fćr tćkifćri til ađ setja met nema fjórđa hvert ár. Tíu daga ađra hefur hiti aldrei mćlst 14 stig eđa meira. 

Nítján almanaksdaga hefur hiti mćlst 28 stig eđa meira og 81 dag ársins hefur hiti einhvern tíma náđ 25 stigum. Hátt í 3 mánuđi ársins. Hiti hefur náđ 20 stigum eđa meira 182 daga ársins - vantar ađeins 1 dag eđa 2 á upp á helming ţess. Nú er helmingurinn í 19,8 stigum. Sams konar yfirlit sem ritstjóri hungurdiska gerđi fyrir 9 árum (en birti ţá ekki) sagđi ađ helmingaskilin vćru í 19,3 stigum. Ţau hafa sum sé hćkkađ um 0,5 stig á undanförnum 9 árum. Hluti hćkkunarinnar kann ađ stafa af almennri hlýnun, en er örugglega ađ einhverju leyti fjölgun stöđva ađ ţakka. 

Línurit ţessarar ćttar sveigja gjarnan (nćr alltaf) af til endanna. Ţađ er fullkomlega eđlilegt međ hlaupársdaginn. En viđ sjáum samt ađ hann er ekki einn um ađ valda sveigjunni. Viđ gćtum velt vöngum yfir sveigjunni á hinum endanum. Eru öll ţessi hćstu gildi (sem ţó hafa veriđ viđurkennd) rétt? 

Vegna breytinga á fjölda stöđva er dálítiđ mál ađ reikna „vćntifjölda“ nýrra landsdćgurmeta í algjörlega stöđugu veđurfari. En samt er ekki fjarri lagi ađ búast viđ ađ minnsta kosti 3-4 metum á ári - fleiri, fjölgi stöđvum mjög - og líka fleiri hlýni veđurfar. Miđgildiđ, sem nú er eins og áđur sagđi 19,8 stig hćkkar ţví smám saman. Fróđlegt ćtti ađ vera eftir 10 ár (eđa 20 til 30) ađ sjá hver ţróunin hefur orđiđ. En ţá verđur ritstjóri hungurdiska vćntanlega hrokkinn út af borđinu - og spurning hvađa yngri nörd taka viđ keflinu. En ritstjórinn vonast ţó til ađ geta hreinsađ betur til í dćgurmetaskránni til ađ losna viđ villur eins og ţá sem nefnd var hér í upphafi. 


Bloggfćrslur 19. júní 2022

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 1989
  • Frá upphafi: 2350858

Annađ

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 1774
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband