Í sumarlok

Nú er veðurstofusumrinu um það bil að ljúka, það stendur frá 1.júní til 30.september. Það var svalara en meðalsumar síðustu tíu ára, -0,7 stigum neðan meðallags. Sé miðað við lengri tíma, t.d. 1961 til 1990 var hitinn hins vegar ofan meðallags. Myndin sýnir þetta allvel.

w-blogg300918

Hér má sjá landsmeðalhita í byggð á hverju sumri frá 1874 að telja (og ágiskun nokkuð lengra aftur í tímann - en við trúum því giski rétt mátulega vel - þó að segi okkur eitthvað um innbyrðis stöðu sumra á því tímabili). Það nýliðna er þrátt fyrir allt ekki mjög neðarlega í heildarsafninu og sker sig ekki úr öðrum „köldum“ sumrum síðustu 20 ára. 

Hins vegar fela meðaltölin það breytilega veðurlag sem var í sumar. Fyrrihlutinn var sérlega sólarlítill um landið sunnan- og vestanvert, en hlýr norðaustan og austanlands. Síðari hlutinn var hins vegar fremur svalur, en þá skein sól um landið suðvestanvert en þungbúnara og úrkomusamara var á Norðausturlandi. 

röðspásvárvik  
1812018-1,3 Suðurland
1822018-1,1 Faxaflói
1732018-1,0 Breiðafjörður
1542018-0,7 Vestfirðir
1152018-0,3 Strandir og Norðurland vestra
9620180,2 Norðurland eystra
8720180,3 Austurland að Glettingi
1582018-0,4 Austfirðir
1892018-1,1 Suðausturland
13102018-0,4 Miðhálendið

Taflan sýnir meðalhitavik (miðað við síðustu tíu ár) í einstökum landshlutum (spásvæðum) og röð sumarsins á hitalista þessarar aldar. Við sjáum að vikin eru alls staðar neikvæð nema á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Mest er neikvæða vikið á Suðurlandi.

Fyrsti dálkurinn sýnir röðina. Þar kemur fram að á Suðurlandi, við Faxaflóa og á Suðausturlandi er sumarið það kaldasta hingað til á öldinni og það næstkaldasta við Breiðafjörð. Á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi raðast það hins vegar nærri meðallagi. 


Bloggfærslur 29. september 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1928
  • Frá upphafi: 2350797

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband