Í sumarlok

Nú er veđurstofusumrinu um ţađ bil ađ ljúka, ţađ stendur frá 1.júní til 30.september. Ţađ var svalara en međalsumar síđustu tíu ára, -0,7 stigum neđan međallags. Sé miđađ viđ lengri tíma, t.d. 1961 til 1990 var hitinn hins vegar ofan međallags. Myndin sýnir ţetta allvel.

w-blogg300918

Hér má sjá landsmeđalhita í byggđ á hverju sumri frá 1874 ađ telja (og ágiskun nokkuđ lengra aftur í tímann - en viđ trúum ţví giski rétt mátulega vel - ţó ađ segi okkur eitthvađ um innbyrđis stöđu sumra á ţví tímabili). Ţađ nýliđna er ţrátt fyrir allt ekki mjög neđarlega í heildarsafninu og sker sig ekki úr öđrum „köldum“ sumrum síđustu 20 ára. 

Hins vegar fela međaltölin ţađ breytilega veđurlag sem var í sumar. Fyrrihlutinn var sérlega sólarlítill um landiđ sunnan- og vestanvert, en hlýr norđaustan og austanlands. Síđari hlutinn var hins vegar fremur svalur, en ţá skein sól um landiđ suđvestanvert en ţungbúnara og úrkomusamara var á Norđausturlandi. 

röđspásvárvik  
1812018-1,3 Suđurland
1822018-1,1 Faxaflói
1732018-1,0 Breiđafjörđur
1542018-0,7 Vestfirđir
1152018-0,3 Strandir og Norđurland vestra
9620180,2 Norđurland eystra
8720180,3 Austurland ađ Glettingi
1582018-0,4 Austfirđir
1892018-1,1 Suđausturland
13102018-0,4 Miđhálendiđ

Taflan sýnir međalhitavik (miđađ viđ síđustu tíu ár) í einstökum landshlutum (spásvćđum) og röđ sumarsins á hitalista ţessarar aldar. Viđ sjáum ađ vikin eru alls stađar neikvćđ nema á Norđurlandi eystra og á Austurlandi ađ Glettingi. Mest er neikvćđa vikiđ á Suđurlandi.

Fyrsti dálkurinn sýnir röđina. Ţar kemur fram ađ á Suđurlandi, viđ Faxaflóa og á Suđausturlandi er sumariđ ţađ kaldasta hingađ til á öldinni og ţađ nćstkaldasta viđ Breiđafjörđ. Á Norđurlandi eystra og Austurlandi ađ Glettingi rađast ţađ hins vegar nćrri međallagi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

 • w-blogg140219a
 • w-blogg130219a
 • w-blogg120219a
 • w-blogg100219a
 • w-blogg070219a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.2.): 558
 • Sl. sólarhring: 693
 • Sl. viku: 3432
 • Frá upphafi: 1749917

Annađ

 • Innlit í dag: 489
 • Innlit sl. viku: 3046
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 441

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband