Stílhrein lćgđ viđ Suđur-Grćnland

Lćgđ dagsins [ţriđjudag 6. febrúar] er afskaplega stílhrein - viđ fyrstu sýn.

seviri_nat_ir10-8_20180206_2100

Lćgđarmiđjan er vestast á Grćnlandshafi. Ţetta er hitamynd, ţau ský sem eru köldust eru hvítust - og jafnframt hćst á lofti. Sumir kalla ţetta skil - jafnvel samskil - lćgđarinnar - ađrir nefna „hlýja fćribandiđ“ - hafa báđir flokkar nokkuđ til síns máls. Skýjabakkinn hreyfist hratt til norđausturs og fer skjótt yfir landiđ. 

Ţá tekur viđ éljaloft úr vestri - ef viđ rýnum í myndina má sjá éljaklakka streyma til austurs sunnan viđ Hvarf á Grćnlandi - nćst skýjabakkanum mikla eru klakkarnir ţó nokkuđ bćldir - ţar heitir „ţurra rifan“. 

Snúđurinn í kringum lćgđina er ađ hluta til skýlaus - vćntanlega vegna návistar viđ háhrygg Grćnlands - rétt norđan Hvarfs er alveg hreint (niđurstreymis-)svćđi. 

Fyrst kemur hríđarveđur síđan bleytir í snjónum á láglendi - en fljótt frýs aftur - heldur leiđinlegt satt best ađ segja. Svo er spurning hvađa smálćgđir og éljagarđa kalda loftiđ geymir, en nćsta meginlćgđ á ekki ađ koma fyrr en á föstudagskvöld. 


Áratugurinn 1911 til 1920 - 6

Viđ höldum áfram ađ reyna ađ átta okkur á tíđarfari áratugarins 1911 til 1920, fyrir 100 árum. Í ţetta sinn horfum viđ á sólskinsstundir og úrkomu. Gallinn er sá ađ sólskinsstundafjöldi var hvergi mćldur á landinu nema á Vífilsstöđum og úrkoma var heldur ekki mćld víđa, t.d. vantar allar upplýsingar um úrkomumagn á Norđurlandi bćđi 1911 og 1912. 

w-blogg040218a

Taflan sýnir sólskinsstundafjölda einstakra mánađa á Vífilsstöđum á árunum 1911 til 1920. Fáeina mánuđi vantar. Óvenjusólríkir mánuđir eru merktir međ gulu, en sólarlitlir međ brúnum lit. Eins og sjá má eru brúnmerktir mánuđir margir - trúlega hafa mćlingar eitthvađ fariđ úrskeiđis í sumum ţeirra. Mćlingar vantar alveg í fáeinum mánuđum - en ţađ er ađ vetri og ekki mikillar sólar ađ vćnta - nema ađ viđ hefđum viljađ fá skárri upplýsingar um sumrin 1920 og 1921. 

En ţađ eru ţó ţrír sérlega sólríkir mánuđir á tímabilinu. Mars 1912, ágúst 1917 og svo september 1918. September 1918 var sérlega kaldur - en eins og viđ vitum er oftast sólríkt í norđanátt í Reykjavík. Júlí 1915 var líka mjög sólríkur norđanáttarmánuđur. 

Tímabiliđ frá júlí 1912 og áfram út áriđ var sólarrýrt - ţrátt fyrir ađ tíđ hafi veriđ talin hagstćđ um landiđ sunnan- og vestanvert. Ţetta sumar varđ risaeldgosiđ viđ Katmaifjall í Alaska (Novarupta) - náđi ţađ hámarki 6. til 7. júní. Aska frá ţví hefur borist upp í heiđhvolfiđ - og ađ auki hefur örugglega talsvert magn hennar sest ađ viđ veđrahvörf. Ef til vill hefur hefur áhrifanna gćtt í daufara sólskini hér á landi. Eina sem ritstjóri hungurdiska hefur um ţetta séđ getiđ hér á landi er smáklausa sem birtist í fréttaritinu Suđurlandi 24. ágúst:

„Mistur ţađ, sem hefir veriđ í lofti undanfariđ er kent eldgosum í Ameríku.“ Ţó ekki sé ţađ beinlínis líklegt má samt velta vöngum yfir ţví hvort tengsl séu á milli eldgossins og norđanhretsins mikla sem gerđi um mánađamótin júlí/ágúst ţetta sumar og getiđ hefur veriđ um hér á hungurdiskum áđur. Eldgosiđ varđ líka á ţeim tíma árs sem líklegastur er til ađ valda truflunum á hafísbúskap í Norđuríshafi - einmitt ţegar sólgeislun er ađ brćđa hvađ mest af ís er dregiđ fyrir. 

Sumariđ 1913 var sérlega sólarrýrt á Vífilsstöđum - slćr jafnvel út hiđ illrćmda sumar 1983 enda međ illrćmdustu rigningasumrum sögunnar á Suđur- og Vesturlandi. Sólarleysiđ í júní 1914 er líka einstakt - helst ađ minni á ömurđina í júní 1988. Sumariđ 1914 var líka mikiđ óţurrkasumar syđra, en ţó skárra en 1913 ađ ţví leyti ađ flesjurnar sem ţó komu birtust síđsumars - en 1913 versnuđu óţurrkarnir eftir ţví sem á leiđ. Í fyrri pistli var minnst á hiđ afspyrnuvonda vor 1914. 

Nćstu ár voru norđlćgar áttir ríkjandi (međ fáeinum undantekningum ţó). Sólskinssundafjöldi var eđlilegur miđađ viđ árin á undan ađ minnsta kosti. Ţađ var ekki fyrr en 1919 ađ aftur er hćgt ađ tala um ţrálátt sumardimmviđri á Vífilsstöđum. 

w-blogg040218b

Taflan hér ađ ofan á ađ segja eitthvađ um úrkomumagn á Suđurlandi - reyndar var hún ekki mćld nema á tveimur stöđvum, í Vestmannaeyjum og austur á Teigarhorni. En viđ getum samt náđ einhverjum samanburđi viđ fyrri og síđari tíma og reynum ađ setja hvern mánuđ fyrir sig í röđ mikillar (og lítillar úrkomu) í 145 ár. Varla er nokkur von til ţess ađ í raun sé vitlegur munur á nálćgum sćtum. En viđ sjáum ţó hvađa mánuđir skera sig úr annađ hvort međ mikla úrkomu eđa ţurrka. 

Dökkgrćnu mánuđirnir eru óvenjuúrkomusamir, en ţeir gulu óvenjuţurrir. Sérlega ţurrt var í maí 1915 og júní 1916 og sömuleiđis í október 1914. Marsmánuđir 1915 og 1916 voru líka mjög ţurrir, tíđarfari ţeirra er almenn hrósađ - nema illviđrasyrpunni í marslok 1916. Mjög vont hret gerđi í hinum ţurra apríl 1920 - rétt eftir páska. Nútíminn myndi kalla ţađ páskahret. 

Fáeinir miklir úrkomumánuđir eru einnig á blađi - metúrkoma í október 1915 - sá mánuđur var einnig methlýr - einn af sárafáum á kuldaskeiđinu fyrir 1920. Mars 1918 var einnig metúrkomumánuđur á Suđurlandi - suđaustanátt ţess mánađar (og ţess á undan) hreinsađi hafísinn mikla frá ţví fyrr um veturinn á burt á undraskömmum tíma - nánast eitt af kraftaverkum íslenskrar veđurfarssögu hversu greiđlega gekk ađ losna viđ hann - og sýnir hvađ breytileiki tíđarfarsins er mikill og afgerandi á stundum. 

w-blogg040218c

Vesturlandstaflan er ekki alveg sammála ţeirri frá Suđurlandi - varla von (nćr aftur til 1885). Gulmerktu mánuđirnir eru ţeir ţurrviđrasömu. Sumariđ 1915 var ţurrt vestanlands og sömuleiđis megniđ af árinu 1916 (nema janúar). Kannski vćri einhverra vandrćđa ađ vćnta nú á tímum fengjum viđ jafnţurrt ár og ţá. Frá og međ miđju ári 1920 skipti rćkilega um og hrökk í úrkomugírinn (enda snerist vindur ţá til eindreginna sunnanátta eins og áđur hefur veriđ getiđ. 

Eins og áđur er getiđ voru nćr engar úrkomumćlingar norđanlands - nema á Möđruvöllum í Hörgárdal frá og međ september 1913. Ekki er hćgt ađ bera saman viđ síđari tíma ţannig ađ viđ látum okkur nćgja ađ líta á mánađartölurnar í mm - greinilega fulllágar.

w-blogg040218d

Sumariđ 1916 var líka afspyrnuţurrt norđanlands - og úrkoma í ágúst 1915 líka mjög lítil - ţrátt fyrir norđanáttir. Allmikil úrkoma var hins vegar í upphafi árs 1916 - snjóatíđ - og júlí 1919 mjög blautur. Furđuúrkomulítiđ er hins vegar veturinn 1919 sem er frćgur snjóavetur á Norđurlandi - eitthvađ lítiđ hefur skilađ sér í mćlinn. 

Viđ höldum síđar áfram ađ ţukla á áratugnum 1911 til 1920. 


Bloggfćrslur 6. febrúar 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

 • w-blogg140219a
 • w-blogg130219a
 • w-blogg120219a
 • w-blogg100219a
 • w-blogg070219a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.2.): 557
 • Sl. sólarhring: 695
 • Sl. viku: 3431
 • Frá upphafi: 1749916

Annađ

 • Innlit í dag: 488
 • Innlit sl. viku: 3045
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 441

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband