Vindáttir á Egilsstađaflugvelli - og á landinu í heild

Fyrir nokkrum dögum var á fjasbókarsíđu hungurdiska vikiđ ađ ţví ađ tölvuspár gerđu stundum ráđ fyrir sunnanátt á Egilsstöđum ţegar sömu spár sýndu ríkjandi norđanátt á landinu og í framhaldi af ţví spurt hvort ţetta geti veriđ eđlilegt. Í „svari“ sagđi ritstjóri hungurdiska: „Ţetta er ekki óalgengt held ég í raunveruleikanum - ţyngdarafliđ sem knýr kalda vinda innan úr landi verđur ţrýstikrafti yfirsterkari“.

Ritstjórinn reiknar reglulega út međalvindátt og međalvindhrađa í byggđum landsins. Auđvelt er ađ finna hvađa átt telst ríkjandi ákveđna daga og bera ţá hina „ríkjandi átt“ saman viđ vindáttir á Egilsstöđum sama dag. Í reikningum međalvindáttar landsins er miđađ viđ allan sólarhringinn og auđvitađ getur veriđ ađ áttin hafi í raun veriđ suđlćg hluta tímans ţótt norđanáttin hafi vinninginn fyrir sólarhringinn í heild - sömuleiđis er vel mögulegt ađ vindátt sé suđlćg um landiđ austanvert en annars sé norđanátt ríkjandi - og hin síđarnefnda ráđi ţví međaltalinu. Eitthvađ af slíkum óţekktartilvikum kemur óhjákvćmilega viđ sögu í heildartalningum - og viđ hlustum ekkert á ţau hér. 

Ţyngdarafliđ rćđur meiru um lofthringrás yfir landinu ađ vetrarlagi heldur en á sumrin - eđa svo hyggja menn. Í ţví sem hér fer ađ neđan er einungis litiđ á veturinn - desember til mars. 

Niđurstöđur eru í heild einfaldar. Mögulegar áttir á Egilsstöđum eru taldar 36, viđ teljum ţćr norđlćgar sem ná frá vestri (hávestanátt ţó ekki međ) um norđur yfir í austur (austanátt međ), en ađrar áttir suđlćgar. Svo vill til ađ ţvervestan og ţveraustanáttir eru mjög sjaldséđar á Egilsstađaflugvelli - vindur blćs oftast út eđa inn Hérađ - einnig má sjá ađ Fagridalur kemur eitthvađ viđ sögu. Hins vegar teljum viđ landsmeđalvindáttir ađeins 8 (höfuđvindáttir). Ţegar landsmeđalátt er úr norđri er vindátt á Egilsstöđum norđlćg í 72 prósentum tilvika, en suđlćg í 28 prósentum. Nánast sama hlutfall á viđ sé landsmeđalvindátt norđaustlćg. 

Sé vindur hins vegar af suđri eđa suđvestri á landsvísu er vindátt á Egilsstöđum suđlćg í 90 prósent tilvika, en norđlćg í ađeins 10 prósentum. Vel má vera ađ stór hluti ţessara 10 prósenta séu í raun ţau óţekku sem viđ minntumst á ađ ofan. 

Ţessi hlutföll breytast nokkuđ sé ţess krafist ađ međalvindhrađi á landinu sé meiri en 5 m/s. Í hreinni norđanátt á landsvísu er vindátt norđlćg á Egilsstöđum í 90 prósent tilvika (suđlćg ţá í 10 prósentum), í norđaustanátt er hlutfall norđlćgu áttanna ţá enn hćrra, 94 prósent, en 6 prósent ţrjóskast viđ og eru suđlćg (trúlega óţekktartilvik - áttin er ađ snúa sér eđa eitthvađ ţess háttar). Sé vindur á landsvísu af suđri - og vindhrađi meiri en 5 m/s er vindátt suđlćg á Egilsstađaflugvelli í 98 prósent tilvika. 

Lítum ađ lokum á riss sem sýna ţetta. Fyrri myndin tekur til allra tilvika.

w-blogg051218-egilsst-a

Lárétti ásinn sýnir landsáttina en sá lóđrétti vindátt á Egilsstöđum. Norđanátt, sunnanátt og suđvestanátt eru algengastar á Egilsstöđum. Á gráu svćđunum eru tilvik fá - langflest á gulum og rauđum svćđum myndarinnar - en allmörg á ţeim grćnu líka. Viđ sjáum t.d. ađ austanáttin á landinu getur komiđ fram á mjög fjölbreyttan hátt á Egilsstöđum, oft sem nokkuđ hrein norđanátt, en líka oft sem suđaustan og sunnanátt - en sárasjaldan sem vestanátt. 

Sé gerđ krafa um ađ međalvindhrađi á landsvísu sé meiri en 5 m/s hreinsast myndin nokkuđ.

w-blogg051218-egilsst-b

Viđ munum ađ tölurnar ađ ofan sýndu ađ tíđni suđlćgra átta á Egilsstöđum í norđanátt á landsvísu féll úr 28 prósentum niđur í 10. Hér sést ađ sé átt af norđri, norđaustri og austri á landsvísu er oftast norđaustan eđa norđanátt á Egilsstöđum, en sé átt á landsvísu úr geiranum frá suđaustri til vesturs er áttin oftast af suđaustri, suđri eđa suđvestri á Egilsstöđum - vestanáttin virđist frekast „vilja“ vera af suđvestri ţar. Norđvestanátt er sjaldgćf á landsvísu. 

Ţađ skal tekiđ fram ađ hér er ekki um vísindalega úttekt ađ rćđa - heldur er ađeins reynt ađ svara ţeirri spurningu sem fram var borin. 

 


Bloggfćrslur 5. desember 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 1343
  • Frá upphafi: 2351128

Annađ

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1161
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband