Óvenjuákveðin austanátt í nóvember

Austlægar áttir voru með þrálátasta móti í nýliðnum nóvember. Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum og vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Við þökkum Bolla Pálmasyni fyrir gerð kortsins. 

w-blogg031218ia

Við sjáum að suðaustlæg átt var ríkjandi í háloftunum yfir landinu. Mikil jákvæð hæðarvik voru yfir Skandinavíu og fyrir norðan land, en neikvæð suður undan. Sé borið saman við fyrri nóvembermánuði kemur í ljós að háloftaaustanáttin hefur aðeins tvisvar verið stríðari en nú, lítillega í nóvember 1960, en nokkru meiri en nú í nóvember 2002. 

Svipaða sögu er að segja í niður undir sjávarmáli. Þar eru reyndar þrír mánuðir ofar á austanáttarlistanum heldur en nýliðinn nóvember, áðurnefndir nóvembermánuðir 2002 og 1960, en einnig nóvember 1997, nóvember 2009 er síðan ómarktækt neðar á lista. 

Þó sunnanáttin hafi verið ákveðin (og í efsta þriðjungi) var hún ekki nærri því sem mest hefur verið. Reyndar var áttin norðan við austur í neðstu lögum. Ritstjórinn hefur ekki enn reiknað meðalvindátt veðurstöðvanna í mánuðinum. 

 


Snjódýptarmet á Akureyri

Reglulegar snjódýptarmælingar hafa verið gerðar á Akureyri frá 1965. Snjódýptin sem mældist að morgni 30.nóvember er sú mesta þar í þeim mánuði, 75 cm. Næstmest mældist 22. og 23. nóvember 1972, 70 cm. Í morgun, 3.desember, mældist snjódýpt á Akureyri 105 cm, sem er það mesta sem mælst hefur þar í desember. Næstmest mældist 7. til 9.desember 1965, 100 cm. Höfum í huga að snjódýptarmælingar eru mjög ónákvæmar og nýju metin eru innan óvissumarka ofan við eldri met.


Bloggfærslur 3. desember 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 938
  • Frá upphafi: 2351139

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 793
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband