Óvenjuákveðin austanátt í nóvember

Austlægar áttir voru með þrálátasta móti í nýliðnum nóvember. Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum og vik frá meðallagi áranna 1981 til 2010. Við þökkum Bolla Pálmasyni fyrir gerð kortsins. 

w-blogg031218ia

Við sjáum að suðaustlæg átt var ríkjandi í háloftunum yfir landinu. Mikil jákvæð hæðarvik voru yfir Skandinavíu og fyrir norðan land, en neikvæð suður undan. Sé borið saman við fyrri nóvembermánuði kemur í ljós að háloftaaustanáttin hefur aðeins tvisvar verið stríðari en nú, lítillega í nóvember 1960, en nokkru meiri en nú í nóvember 2002. 

Svipaða sögu er að segja í niður undir sjávarmáli. Þar eru reyndar þrír mánuðir ofar á austanáttarlistanum heldur en nýliðinn nóvember, áðurnefndir nóvembermánuðir 2002 og 1960, en einnig nóvember 1997, nóvember 2009 er síðan ómarktækt neðar á lista. 

Þó sunnanáttin hafi verið ákveðin (og í efsta þriðjungi) var hún ekki nærri því sem mest hefur verið. Reyndar var áttin norðan við austur í neðstu lögum. Ritstjórinn hefur ekki enn reiknað meðalvindátt veðurstöðvanna í mánuðinum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

 • ar_1892p
 • ar_1892t
 • w-blogg200219c
 • w-blogg200219a
 • w-blogg200219b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.2.): 397
 • Sl. sólarhring: 422
 • Sl. viku: 2564
 • Frá upphafi: 1753161

Annað

 • Innlit í dag: 349
 • Innlit sl. viku: 2270
 • Gestir í dag: 330
 • IP-tölur í dag: 323

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband