2.9.2015 | 02:27
Sumardagafjöldi 2015
Ritstjórinn telur nú sumardaga ársins 2015 í Reykjavík og á Akureyri - rétt eins og gert hefur verið áður. Þeir sem vilja forvitnast um skilgreiningar verða að leita í gömlum pistlum - en hér eru niðurstöður - og samanburður - á myndum.
Fyrst Reykjavík.
Sumardagarnir 2015 reynast vera 26 í Reykjavík - það er tvöfalt meðaltal áranna 1961 til 1990 (blá strikalína) og líka tvöfaldur fjöldi ársins 2013. Dagarnir eru heldur færri en í fyrra - en samt verður útkoman að teljast viðunandi - alla vega langt yfir almennri flatneskju kalda tímabilsins sem miðaldra og eldri lesendur muna svo vel. - En auðvitað líka mun færri en á öndvegissumrum áranna 2003 til 2012.
Fyrsti sumardagurinn kom 26. júní - þá urðu dagarnir svo sex í röð (5 í júní). Júlísumardagarnir voru 13 - og í ágúst voru þeir 8. Sumardagalíkur eru ekki miklar í Reykjavík í september - en koma þó stöku sinnum - ef - þá gjarnan fleiri en einn.
Þetta lítur ekki eins vel út á Akureyri - reyndar mjög illa.
Sumardagarnir á Akureyri teljast ekki nema 15 í ár og hafa aldrei verið færri á öllu viðmiðunartímabilinu (frá og með 1949) - voru 16 sumarið 1979. Meðaltalið 1961 til 1990 er 36.
Einn sumardagur skaut upp kollinum í apríl, í júní voru þeir 5, aðeins einn í júlí (aldeilis með endemum á þessum annars sumargóða stað). Ágúst bætti aðeins um betur, sumardagarnir í þeim mánuði urðu 8. Mjög líklegt er að einhverjir bætist við í september - að meðaltali koma 5 sumardagar á Akureyri eftir 1. september - þannig að trúlega fer sumarið 2015 upp fyrir 1979 (og e.t.v. fleiri) þegar upp verður staðið. Annars er aldrei á vísan að róa.
Lesendur ættu að hafa í huga að sumrinu er formlega ekki lokið og eru að venju beðnir um að taka talninguna ekki alvarlega - hún er leikur.
Ritstjórinn mun á næstunni líka reikna sumarvísitölur ársins 2015 rétt eins og síðustu ár. Hvað skyldi koma út úr þeim reikningum?
Tengill á pistil þar sem finna má sumardagaskilgreininguna.
Viðbót undir kvöld 2. september:
Það þarf ekki nema örfáa daga í september til að hífa töluna á Akureyri upp í 3. lakasta sæti og möguleikar eru vissulega á betri árangri. Sumarið 1958 var staðan afleit í ágústlok - sumardagarnir aðeins 11, en í september bættust 14 við og árið endaði í 25, laklegt - já, en venjulega laklegt. Í september 1996 urðu sumardagarnir á Akureyri 16 - það er það septembermet á árunum 1949 til okkar daga. Það hefur aðeins gerst 6 sinnum að enginn sumardagur hefur skilað sér eftir ágústlok á Akureyri.
Þegar þetta er skrifað hefur einn septembersumardagur þegar bæst við á Akureyrarlistann.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 2. september 2015
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 198
- Sl. sólarhring: 457
- Sl. viku: 1907
- Frá upphafi: 2484169
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 1709
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010