Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019

Heldur kólnandi

Meðalhiti júlímánaðar í Reykjavík endaði í 13,4 stigum og er sá hæsti frá upphafi mælinga. Mánuðurinn byrjaði ekki sérlega efnilega, meðalhiti fyrstu þrjá dagana var í 64.sæti á 145-ára samanburðarlistanum - en vann sig hægt og bítandi upp listann eftir því sem leið á mánuðinn. Verði fyrstu þrír dagar ágústmánaðar sæmilega hlýir segir það okkur að enn betur sé hægt að „hitta í“. 

Hið formlega yfirlit Veðurstofunnar ætti að birtast fljótlega, þar verður fjallað um aðra landshluta. Þess má þó geta hér að meðalhiti á Akureyri er 12,1 stig (25.sæti af 131) og 10,6 stig á Egilsstöðum (33.sæti af 65).  

En snörpustu hitarnir virðast liðnir hjá - ástæðuna sjáum við hér að neðan. Kortið er að vísu heldur óvenjulegt - gulir og brúnir litir nær einráðir.

w-blogg010819a

Þetta er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina á morgun, fimmtudaginn 1.ágúst. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin sýnd með litum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Eins og nefnt var að ofan er mjög óvenjulegt að þykkt sé meiri en 5460 metrar yfir öllu þessu svæði - örlitlir blettir þar sem loftið er kaldara - ástand sem varla stendur lengi. 

Undanfarna daga hefur þykktin hér við Ísland verið í kringum 5600 metrar - en rætist spáin á hún nú að lækka talsvert. Við Austurland má sjá ofurlítinn „kuldapoll“ þar sem þykktin er minni en 5520 metrar - sem er í rauninni hlýtt - meðalþykkt í júlí er um 5460 metrar og litlu minni í ágúst. Það er samt 4 stiga munur á 5520 metrum og 5600 metrum - líkur á að hiti nái 20 stigum minnka að mun þegar þykktin fer undir 5500 metra (hugsanleg eru þau samt). 

Næstu daga á að draga mjög úr afli hæðarinnar fyrir norðan land og kaldara loft sækir þá smám saman að. Slíkt er bara eðlilegt - það tekur tíma að ná í næsta skammt af ofurhlýju lofti að sunnan - og slíkt er reyndar ekki í sjónmáli svo langt sem nýjustu spár ná (en skyggni til framtíðar er ekki langt). 


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 88
 • Sl. viku: 1036
 • Frá upphafi: 2354700

Annað

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 921
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband