Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Hlýindin trompuðu kuldann (rétt svo)

Eins og fjallað var um hér á hungurdiskum í gær var janúar mjög tvískiptur hvað hita og veður varðaði. Umskipti milli óvenjulegra hlýinda og kuldatíðar áttu sér stað rétt fyrir miðjan mánuð. 

w-blogg010219a

Kortið (sem er úr smiðju Bolla Pálmasonar) sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins yfir landinu í janúar (heildregnar línur), meðalþykkt (mjóar strikalínur) og þykktarvik (litaðir fletir). Þykktin mælir sem kunnugt er hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hærri er hitinn. Jákvæð vik (gult og brúnt) sýna því þau svæði þar sem hiti var ofan meðallags í mánuðinum. Viðmiðunartíminn hér er 1981 til 2010. 

Gríðarmikil jákvæð þykktarvik voru yfir svæðinu suður og suðaustur af Grænlandi og teygðu sig til Íslands. Þykktin (og þar með meðalhiti í neðri hluta veðrahvolfs) sýnir að hiti yfir landinu var rétt ofan meðallags. Vik landsmeðalhitans frá meðaltalinu 1981 til 2010 var +0,3 stig, í allgóðu samræmi við þykktarvikin á kortinu. 

Það kom ritstjóra hungurdiska nokkuð á óvart að háloftavestanáttin yfir landinu skyldi líka enda nokkuð langt ofan meðallags. Sunnanáttin var hins vegar lítillega undir meðallagi. 

Þetta sýnir að hitabylgjan fyrsta þriðjung mánaðarins trompaði í raun kuldann síðari hlutann (þó kuldinn stæði lengur) - var snarpari. 

Loftþrýstingur var nokkuð langt ofan meðallags - þó ekki uppi á óvenjulega svæðinu.


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 182
 • Sl. sólarhring: 430
 • Sl. viku: 1872
 • Frá upphafi: 2355944

Annað

 • Innlit í dag: 169
 • Innlit sl. viku: 1743
 • Gestir í dag: 167
 • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband