Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019

Október í háloftum

Að meðaltali var vestanátt háloftanna í slakara lagi í nýliðnum október - en ekki þó metslök. 

w-blogg021119a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í október (heildregnar línur), litir sýna hæðarvik. Mikil jákvæð vik eru yfir Grænlandi og þar vestur af, en neikvæð vik á belti fyrir sunnan og austan land. Vestanáttin því sterkari en venjulega yfir Suður-Englandi og að minnsta kosti langt suður á Miðjarðarhaf og norðanátt tíðari yfir Skandinavíu en er að meðaltali - hér á landi hafa austlægar áttir verið algengari í háloftum en venja er til. Yfir Íslandi stóð flöturinn fremur hátt - enda var veður oftast nær gott (þó út af brygði stöku daga). 

Ef við leitum að einhverju svipuðu í fortíðinni - í október - rekumst við fljótt á almanaksbróður 2006.

w-blogg021119b

Afskaplega svipað og nú - en heldur öfgakenndari - ef eitthvað er. Þetta segir víst ekkert um framtíðina - hún er jafn óráðin og ætíð. Við þökkum Bolla Pálmasyni fyrir kortin. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband