Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Úrkoma og vindur í febrúar

Úrkoma var með mesta móti í Reykjavík í nýliðnum febrúar. Sömuleiðis var vindur meiri en algengast er á landsvísu. Við lítum stuttlega á tvö línurit.

w-blogg010318a

Það fyrra sýnir úrkomu í febrúar í Reykjavík frá 1885 til 2018, fáein ár vantar snemma á síðustu öld. Kvarðinn á lóðrétta ásnum er mm. Úrkoma mældist rétt tæpir 160 mm í febrúar nú og hefur ekki nema fáeinum sinnum mælst meiri - og ekki á þessari öld. Að vísu munar svo litlu á febrúar 2003 og nú að vart er marktækt. Við getum notað rauðu strikalínuna sem dregin er þvert yfir myndina við 150 mm til að átta okkur betur á tíðni slíkra mánaða. 

Langmest mældist úrkoman í febrúar 1921 og einnig gríðarmikil í febrúar 1896. Ekki er að sjá neina marktæka leitni - en leitnilínan liggur þó aðeins upp á við. Þurrir febrúarmánuðir komu allnokkrir saman í klasa í kringum og upp úr 1940 og aftur á tímabilinu 1960 til 1966. Það er febrúar 1966 sem var þurrastur allra. Síðast var mjög þurrt í febrúar 2014 - margir muna þá þrálátu austan- og norðaustanátt sem þá ríkti og var oft umfjöllunarefni hungurdiska. 

w-blogg010318b

Seinni myndin sýnir meðalvindhraða í febrúar á landsvísu. Hann var mikill í þeim nýliðna, en hefur þó nokkrum sinnum verið meiri, síðast bæði 2014 og 2015, en annars var þessi almanaksmánuður yfirleitt hægviðrasamur á árunum frá 2005 til 2013 - en hægast var þó í febrúar 1977 - allmargir eldri lesendur hljóta að muna þann öndvegismánuð - einnig var sérlega hægviðrasamt í febrúar 1964 - ritstjórinn minnist þess mánaðar nú með sérstakri hlýju - þó hann geti ekki neitað því að hann var ekki mjög spennandi í hugum ungra veðurnörda á sínum tíma - og olli þannig séð vonbrigðum eftir mjög lofandi byrjun. 

Ritstjóri hungurdiska telur 6 stormdaga á landsvísu í nýliðnum febrúar - það er með meira móti, voru reyndar jafnmargir í febrúar 2015 en þá þurfti að fara aftur til 1993 til að finna febrúarmánuð sem var jafngæfur á stormdaga. Fleiri en nú voru þeir hins vegar 1989, 1973 og 1954. Ritstjórinn heldur reyndar úti tvenns konar stormdagatali, annars vegar mælir hann snerpu illviðra - þ.e. hversu víða þeir koma við á landinu, en hins vegar hversu úthald þeirra er gott. Algengast er að dagar séu á báðum listum - en nú ber svo við að enginn hinna sex stormdaga nýliðins febrúar nær inn á úthaldslistann (ekki enn að minnsta kosti - því öll kurl eru ekki komin til grafar).


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 130
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1095
  • Frá upphafi: 2420979

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 967
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband