Bloggfęrslur mįnašarins, nóvember 2017

Landsmešalhiti nešan frostmarks

Ritstjóri hungurdiska gefur žvķ gaum hvenęr mešalhiti ķ byggšum landsins fer fyrst aš hausti undir frostmark. Ķ įr var žaš 4. nóvember, venju fremur seint eša 17 dögum sķšar en aš mešallagi. Žessi įrvissi atburšur er ķ raun įkaflega tilviljanakenndur eins og sjį mį į myndinni hér aš nešan sem sżnir dagsetningar hans aftur til 1949.

w-blogg091117

Hér veršur aš jįta aš žetta er ekki meš skżrustu myndum - reynir aš sżna allt of mikiš ķ einu. Lįrétti įsinn er aušveldastur višfangs, sżnir įrtöl. Sį lóšrétti sżnir dagafjölda frį og meš 1. september. Grįu sślurnar sżna dagsetningar. Liggi žęr ofarlega į myndinni er fyrsti „frostdagurinn“ seint, en liggi sśla įrsins nešarlega hefur hann komiš snemma. 

Fyrsta dagsetningin er 25. september 1954. Ekki man ritstjóri hungurdiska žann dag, en hefur heyrt um hann talaš. Nešri rauša lķnan um žvera mynd sżnir 1. október. Sjį mį aš ķ fįein skipti önnur hefur landsfrostsdagurinn fyrsti komiš ķ september. Sé tališ saman reynist žaš ķ 5 skipti, um 14. hvert įr. 

Sķšasta dagsetningin er 21. nóvember 2016. Hér er reiknaš mešaltal mannašra stöšva. Sjįlfvirku stöšvarnar voru 2 dögum fyrr į feršinni ķ fyrra. Raušu strikin sżna dagsetningar žeirra - eins og sjį mį munar oftast ekki miklu - ašalatrišin ķ lķnuritunum žau sömu. Nóvembertilvikin eru ekki mörg - tķu alls, gerist aš mešaltali um 7. hvert įr, en sum sé bęši nś og ķ fyrra. Engin įstęša er til aš ętla aš žessi sišur haldist nęstu įrin. 

En fyrsti frostdagurinn er langoftast ķ október, ķ 83 prósentum tilvika, mešaltališ er eins og įšur sagši 18. október (grį žverlķna). Žaš er ekki oft sem mörg įr koma ķ röš samfellt į undan eša eftir mešaltalinu, žau eru žó oršin fimm nśna į eftir, en voru nķu ķ röš į įrunum 1957 til 1965. 

Mešaltal kuldaskeišsins 1965 til 1995 er 14. október, en mešaltal tķmans sķšan (1996 til 2017) er 21. október. Mešaltal įranna 1949 til 1964 er hins vegar 22. október. Jś, kulda- og hlżskeiša viršist eitthvaš gęta ķ mešaltölum. 


Skyldi vera eitthvaš ķ žvķ?

Venjulega eru žriggjavikna spįr evrópureikninmišstöšvarinnar heldur lošnar og óljósar. Nś bregšur svo viš aš sżnd er nokkuš eindregin spį.

w-blogg061117a

Spįš er miklum hęšarhrygg ķ hįloftum yfir Gręnlandi og hįžrżstingi hér į landi, meginlęgšir langt undan. Kortiš sżnir mešalsjįvarmįlsžrżsting og vik frį mešaltali dagana 20. til 26. nóvember, ekki ķ žessari viku, ekki ķ žeirri nęstu, heldur ķ žarnęstu. Žaš vęri sannarlega vel af sér vikiš hjį reiknimišstöšinni ef žessi spį ręttist. 

En viš veršum aušvitaš löngu bśin aš gleyma henni žegar žessi framtķšarvika lķšur hjį - og kannski bara eins gott. Svo getur żmis konar vešur leynst į bakviš mešaltališ - jafnvel žó spįin ręttist ķ ašalatrišum. 

Svo segir reiknimišstöšin aš vikan žar į eftir verši lķka meš svipušu lagi. Venjulegt fólk (eins og ritstjóri hungurdiska) žarf ekki mikiš į framtķšarspįm af žessu tagi aš halda - en žęr eru mjög gagnlegar fyrir stórašgeršir af żmsu tagi - svo og fjįrhęttuspilara ķ kauphöllum nśtķmans, žeirra sem gera śt į vešurafleišuvišskipti (eins og žaš heitir vķst). Alls konar ósómi og afbrigšilegheit geta fylgt miklum fyrirstöšum ķ vestanvindabeltinu sem gott er aš frétta af meš fyrirvara (sé žaš hęgt). 


Af illvišrinu

Mikil snerpa var ķ landsynningsillvišri dagsins, hlutfall stöšva žar sem vindhraši fór ķ stormstyrk eša meira var 32 prósent. Mešalvindhraši ķ byggšum landsins var žó ekki sérlega hįr, vešrinu mjög misskipt (enda varla bśiš aš nį hįmarki vķša fyrir noršan og austan žegar žetta er skrifaš). Į fįeinum stöšvum varš vindhraši mjög mikill - óvenjumikill - og męldist fįrvišri į 13 stöšvum, žar af 3 ķ byggš (viš Hafnarfjall, į Žyrli ķ Hvalfirši og į Hólmsheiši ofan Reykjavķkur). Vindhvišur fóru ķ meir en 60 m/s žar sem mest var, undir Hafnarfjalli (64,9 m/s, į Mišfitjahól į Skaršsheiši, (63,6 m/s) og į Botnsheiši (61,5 m/s). 

Įrsvindhrašamet (10-mķnśtna mešaltal 30,9 m/s) var sett į Skrauthólum į Kjalarnesi, en žaš kemur nokkuš į óvart hvaš hvišuhlutfalliš žar var lįgt, mesta hviša „ašeins“ 40,5 m/s - en stašurinn alręmdur fyrir mun meiri hvišur - en vindįttin var um 120 grįšur, mestu hvišurnar gerir žar gjarnan ķ austlęgari įttum. Sjįlfvirk stöš hefur veriš į Skrauthólum frį 2001. 

Mįnašarvindhrašamet voru slegin į allmörgum stöšvum. Nefna mį staši žar sem athugaš hefur veriš frį žvķ fyrir aldamót, Blįfjöll, Reykjanesbraut, Veišivatnahraun, viš Hafnarfjall og į Kleifaheiši. Vindhraši nįši ekki stormstyrk į Vešurstofutśni (18,4 m/s) en aftur į móti gerši hann žaš į flugvellinum (25,0 m/s). 

Tveir sķšustu dagar hafa veriš fremur kaldir į landinu - mešalhiti ķ byggš rétt undir frostmarki. Žaš er hins vegar langt ķ frį óalgengt į žessum įrstķma. 


Landsynningsrok

Landsynningur er nafn į sušaustanįtt, en ekki ašeins vindįtt heldur fylgir hangir slagvišri venjulega į nafninu lķka. Aš vetrarlagi getur hrķš komiš ķ staš slagvišris (alla vega į heišum). Ritstjóri hungurdiska telur geršir landsynnings raunar aš minnsta kosti tvęr - en žeirri hugsżn deila vķst fįir ašrir (ef nokkrir) og viš lįtum hana žvķ liggja į milli hluta hér og nś.

En kort įmóta žvķ hér aš nešan hefur veriš sżnt ķ vešurfréttum. Žaš sżnir vindįtt (örvar) og vindhraša (litir) klukkan 21 į sunnudagskvöld, 5. nóvember - eins og harmonie-lķkaniš reiknar.

w-blogg051117a

Į bleiku og raušu svęšunum er vindhraši (10-mķnśtna mešaltal) meira en 24 m/s, rok aš fornu vindstigatali. Meginbeltiš er ekki svo breitt - en noršaustan viš žaš eru renningar (ķ stórum drįttum) žvert į vindįtt žar sem vindhraši nęr hęstu hęšum. Kunnugir sjį strax aš renningar žessir fylgja fjallgöršum. Žar nęr vindur ķ hęš aš slį sér nišur ķ öldudali mikilla flotbylgna sem fjallgaršarnir mynda žegar loftiš streymir yfir žį. 

Sé kortiš stękkaš mį sjį tölur ķ litlum, gulum ferningum - žęr sżna mestu vindhvišur sem lķkaniš reiknar, žęr stęrstu ķ noršurhlķšum Langjökuls, um 58 m/s. Žeir sem vilja pķra augun mega reyna aš finna Reykjavķk - žar stingur mjór, blįr fingur sér inn ķ bleiku breišuna, og er vindhraši į litlum bletti ekki „nema“ 18 m/s. Lķkaniš viršist finna eitthvaš fyrir borginni. - Og sumir borgarbśar munu vęntanlega spyrja (eins og venjulega): Hvaš varš um žetta vešur sem veriš var aš spį? 

Rétt vestur af Reykjanesi er vindur mun minni - einhver skil į ferš, landsynningurinn er žar genginn nišur. 

Viš lķtum lķka til lofts (žó sumir fįi hįlsrķg). Myndin aš nešan sżnir žversniš sem liggur noršur meš vesturströndinni (sjį litla kortiš efst til hęgri). Žversniš af žessu tagi eru ekki aušlesin - en įhugaverš engu aš sķšur.

w-blogg051117b

Lįrétti įsinn sżnir breiddarstig eftir lķnunni - grįu fletirnir nešst į myndinni eru sjór og svo fjöll sem lķnan sker, Snęfellsnes į mišri mynd og Vestfiršir žar hęgra megin. Lóšrétti įsinn sżnir loftžrżsting, 1000 hPa nešst og upp ķ 250 efst, ķ um 10 km hęš. Vindörvar sżna vindįtt og vindhraša į hefšbundinn hįtt, litir vindhrašann og heildregnar lķnur sżna męttishitann. 

Žaš sem skiptir mestu mįli hér er aš sjį aš vindstrengur landsynningsins er mestur ķ um 850 hPa hęš - ķ um 1200 metrum yfir sjįvarmįli, - sem t.d. Langjökull nęr upp ķ. Ofan viš vindhįmarkiš er vindur langt ķ frį hęgur, en samt įberandi minni heldur en strengnum. Viš köllum vindstreng af žessu tagi gjarnan „lįgröst“ - ekki er ritstjóri hungurdiska sérlega įnęgšur meš žaš orš - en žaš veršur aš duga žar til betra sżnir sig. 

Heimskautaröstin (hįröstin) er sķšan sżnileg efst ķ vinstra horni, ķ um 300 hPa (um 9 km). Ekki vantar mikiš į aš hįröst og lįgröst tengist (kannski gera žęr žaš ķ öšrum snišum į öšrum tķma ķ žessu vešri). Til aš tenging nįist veršur vindįtt aš vera nęr samstķga eftir aš komist er upp śr žvķ belti žar sem nśningur yfirboršs nęr aš snśa įttinni. 

Skilin (undan Reykjanesi) sjįst mjög vel į myndinni. Mikill munur er į vindi sitt hvoru megin žeirra allt upp ķ 3 til 4 km hęš - en hįrastarhįmarkiš er beint ofan viš svęšiš rétt aftan skilanna. Žeir sem best sjį mega taka eftir žvķ aš jafnmęttishitalķnurnar eru talsvert gisnari sunnan skilanna (vinstra megin) heldur en noršan žeirra. Loft er óstöšugt (eša nęr žvķ aš vera žaš) žar sem jafnmęttishitafletir eru gisnir, en stöšugt žar sem žęr liggja žétt. 


Af októbervikum

Svo viršist sem evrópureiknimišstöšinni hafi tekist nokkuš vel til viš śrkomuframleišslu hér į landi ķ október. Alla vega ber vikum sęmilega saman viš raunveruleikann.

w-blogg021117a

Brśnir litir sżna hvar śrkoma hefur veriš undir mešallagi įranna 1981 til 2010 - aš sögn um meginhluta landsins. Śrkoma ķ Reykjavķk var ķ raun og veru ašeins um helmingur mešaltalsins - og rétt rśmt mešaltal į Akureyri - eins og sjį mį į kortinu.

Ķ fljótu bragši viršist „blįi boršinn“ fyrir sušvestan land vera einkennilegur (og tilvist hans getum viš ekki stašfest meš męlingum) - en samkvęmt reikningum varš žarna einn mikill śrkomuatburšur. Halavķsir reiknimišstöšvarinnar (sem segir til um hversu mikiš śrkoma vķkur frį mešaltali og mešaldreifingu) fór žį upp fyrir töluna fjóra, jafnvel ķ fimm, sem er sérlega óvenjulegt. Hvort sem sś śrkoma var raunveruleg eša ekki sżnir tilvikiš vel aš einn atburšur getur komiš mįnašarśrkomu langt upp fyrir mešallag - slķku įorkar einn kaldur eša hlżr dagur ekki - žaš žarf fleiri til. 

En viš lķtum lķka į hitavik reiknimišstöšvarinnar ķ 850 hPa-fletinum (ķ um 1400 metra hęš).

w-blogg021117b

Gulu litirnir sżna hita meir en 0,5 stig yfir mešallagi. Hiti hefur veriš undir mešallagi viš Austurbotna og ķ Finnlandi - en annars nęr alls stašar į kortinu vel yfir mešallagi - og langt ofan žess viš Noršaustur-Gręnland. 


« Fyrri sķša

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (19.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 87
 • Sl. viku: 1036
 • Frį upphafi: 2354700

Annaš

 • Innlit ķ dag: 3
 • Innlit sl. viku: 921
 • Gestir ķ dag: 3
 • IP-tölur ķ dag: 3

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband