Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2016

Áramót - af hita ársins 2015

Nú er hćgt ađ segja frá međalhita ársins 2015 međ sćmilegu öryggi (alltaf verđur ţó ađ gefa hugsanlegum villum sitt lífsrými). Höfum í huga ađ tveggjaaukastafafylleríiđ hér ađ neđan er ađeins til lystauka og skemmtunar. 

Lengsta samfellda mćliröđin sem viđ eigum er úr Stykkishólmi, ţar hafa mćlingar stađiđ nánast samfellt frá hausti 1845 til okkar daga. Međ hjálp mćlinga annars stađar á landinu hefur veriđ giskađ á ársmeđalhitann ţar allt aftur til 1798 -. Ţótt sú framlenging hafi hlotiđ „blessun í ritrýndu tímariti“ er hún samt ekki eins áreiđanleg og mćlingarnar á stađnum sjálfum - höfum ţađ rćkilega í huga.

Ársmeđalhiti í Stykkishólmi 1798 til 2015

Lárétti kvarđinn sýnir árin, en sá lóđrétti ársmeđalhitann. Súlurnar sýna hita einstakra ára, rauđa línan sýnir 10-ára međaltöl og sú grćna 30-ára međaltöl. Hlýskeiđ 21. aldar stendur enn og er greinilega hlýrra heldur en hlýskeiđiđ fyrir miđja 20. öld. Ţađ er 1941 sem var hlýjast ára á ţví hlýskeiđi í Stykkishólmi. Nú eru síđustu 30 ár líka orđin hlýrri en hlýjasta jafnlanga tímabiliđ á gamla hlýskeiđinu. 

En áriđ sem nú er nýliđiđ (2015) er samt ţađ kaldasta frá árinu 2000, en ţá var međalhitinn nákvćmlega sá sami og nú, 4,09 stig. Ritstjóri hungurdiska er í flokki ţeirra sem telja öldina hefjast áriđ 2001 og hjá honum er áriđ 2015 ţví ţađ kaldasta á öldinni hingađ til, en ţeir sem telja áriđ 2000 til nýju aldarinnar geta varla notađ nákvćmlega ţađ orđalag. 

En 4,09 eru -0,66 stigum undir međallagi síđustu tíu ára, -0,71 stig undir međallagi hlýjustu 10 áranna í Hólminum, -0,17 undir međalhita síđustu 30 ára, en +0,76 stigum yfir međallagi áranna 1961 til 1990 og -0,09 stigum undir međallagi áranna 1931 til 1960. Dćmigert gamlahlýskeiđsár - ţrátt fyrir ađ hafa veriđ kaldara en ţau ofurhlýju ađ undanförnu. 

Í pistli sem birtist á hungurdiskum 2. janúar í fyrra (2015) sagđi orđrétt: „Ţegar litiđ er yfir tímabiliđ allt má greinilega sjá umtalsverđa hlýnun, hún reiknast nćrri 0,8 stig á öld. - Ţađ fríar okkur ţó ekki frá ţeim nćsta örugga möguleika ađ köld ár bíđi okkar í framtíđinni - viđ getum ekki byggt spár á leitninni einni saman. Svo vill ţó til ađ svo virđist sem skýra megi ađ minnsta kosti hluta hennar - međ auknum gróđurhúsaáhrifum - hnattrćnni hlýnun“.

Ţessi orđ standa enn - en áriđ 2015 er ekki eitt ţeirra köldu ára sem nćsta örugglega bíđa okkar í framtíđinni - ţví ţađ varđ harla hlýtt í langtímasamanburđinum. Viđ megum enn bíđa - hvađ međ 2016?

En - nokkur munur er auđvitađ á hitalistaröđun ársins 2015 eftir landshlutum - ţađ verđur upplýst síđar.

Ritstjóri hungurdiska óskar öllum lesendum og velunnurum gleđilegs árs međ ţökk fyrir vinsamleg samskipti á liđnum árum. Fidel og Fido biđja líka fyrir kveđjur af fjasbókarsíđum hungurdiska, svćkjusumri og fimbulvetri.  


« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 438
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband