Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Réttu megin rastar

Víða var hlýtt í dag (mánudaginn 30. apríl) enda lá hlýr loftstraumur úr suðvestri austur um landið. Ef trúa má greiningum fór þykktin yfir Suðausturlandi upp fyrir 5520 metra stutta stund síðdegis. Undir kvöld mátti sá stóra flekki af blikuhnoðrum (maríutásu) á norðvesturlofti í gegnum göt á flákaskýjabreiðunni sem annars þakti himininn við Faxaflóa. Breiður blikuhnoðra sjást oft þar sem loft er í þvinguðu, hægu uppstreymi hægra megin við háloftarastir (sé horft í stefnu vindsins).

Á morgun og miðvikudaginn verður röstin enn fyrir norðan land og sýnir kortið ástandið í 300 hPa síðdegis þriðjudaginn 1. maí. Afurðin kemur úr hirlam-líkaninu.

w-blogg010512

Jafnhæðarlínur eru svartar og heildregnar og eru dregnar með 4 dekametra (40 metra) millibili. Þrengsta línan í kringum hæðina fyrir suðvestan land sýnir 9380 metra en flöturinn er lægstur yfir Norður-Grænlandi. Þar sést í 8660 metra jafnhæðarlínuna. Á kortinu eru einnig hefðbundnar vindörvar sem sýna hraða og stefnu en litafletir greina hvar vindurinn er mestur. Í bláu flötunum er hann yfir 120 hnútar (60 m/s).

Heimskautaröstin gengur þvert fyrir kortið með dældum og kryppum, öldudalir og faldar vestanvindabeltisins. Suðvestur af Bretlandseyjum hefur einn dalurinn lokast inni og myndar þar svonefnda afskorna lægð. Slíkar lægðir lifa oft dögum saman. Öldudalurinn suðaustur af Nýfundnalandi er að lokast af og myndar aðra afskorna lægð. Lægðardragið vestan Grænlands slitnar þar með frá og fer hratt austur um Ísland á fimmtudag. Á eftir því fylgir norðanátt og við lendum inni í kalda loftinu.

Hæðin fyrir suðvestan land þokast vestur og á að setjast að við Suður-Grænland. Það er óþægilegur staður fyrir okkur - beint í skotlínu lægðardraga sem þá koma suðaustur yfir Grænland og síðan Ísland. Þetta er sígild vorhretastaða - en þó ekki vís. Miklu máli skiptir hversu öflug lægðardrögin eru og hvar þau stökkva yfir Grænland. Hretloftið kemur ekki ofan af Grænlandi sjálfu heldur ryðst suður með austurströnd þess í kjölfar lægðardraganna. En við höfum ekki áhyggjur af því í bili.


« Fyrri síða

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 56
  • Sl. sólarhring: 391
  • Sl. viku: 1614
  • Frá upphafi: 2352751

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1450
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband